Innlent

Bein út­sending: Upplýsingafundur um vatn og raf­magn í Reykja­nes­bæ

Samúel Karl Ólason skrifar
L1002340
Vísir/RAX

Upplýsingafundur um afhendingaröryggi vatns og raforku á Suðurnesjum fer fram í Reykjanesbæ í kvöld. Þar verður meðal annars fjallað um viðbrögð við jarðhræringum og forvarnir og verður fólki gert kleift að spyrja spurninga úr sal eða í gegnum Facebook.

Fylgjast má með fundinum í spilaranum hér að neðan og á Facebooksíðu Reykjanesbæjar. Hann hófst klukkan hálf níu.

Dagskrá: 

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar - Opnunarerindi

Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur - Jarðfræði Reykjanesskagans

Kristinn Harðarson framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku mun fjalla um afhendingaöryggi hitaveitu og raforku til dreifiveitu - viðbrögð og forvarnir

Páll Erland forstjóri HS Veitna mun fjalla um afhendingaöryggi vatns og raforku til íbúa og fyrirtækja - viðbrögð og forvarnir

Pallborð - spurningar úr sal og streymi

Frummælendur sitja í pallborði

Fundarstjóri verður Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×