MAST segir áhrif blóðtöku vera væg Samúel Karl Ólason skrifar 29. febrúar 2024 19:59 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun barst ekki skýrsla um dauða fjögurra hryssa sem haldið hefur verið fram að rekja megi til reynsluleysis dýralækna við blóðtöku. Erfitt hafi verið fyrir stofnunina að fylgja málinu eftir vegna skorts á sönnunargögnum og vegna þess að umræddir dýralæknar heyrðu undir pólsk dýralæknayfirvöld en ekki íslensk. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja áhrif blóðtöku á Íslandi á heilsu og velferð hryssna vera væg. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt var á vef Matvælastofnunar í dag. Þar segir að forsvarsmenn stofnunarinnar hafi lagt fram kröfu um tafarlausa þjálfun dýralækna sem komi að blóðmerarhaldi. Tilefni yfirlýsingar MAST er umfjöllun í blóðmerarhald í Kveik í vikunni. Þar steig meðal annars bóndi fram og greindi frá því að fjórar hryssur hefðu drepist vegna vinnubragða dýralækna fyrirtækisins Ísteka við blóðtökuna. Hún sagðist hafa verið beðin um að þagga niður þegar hryssurnar drápust og hefur ekki fengið bætur. Forsvarsmenn Dýralæknafélags Íslands sendu einnig út yfirlýsingu í morgun, þar sem kallað var eftir málefnalegri og agaðri umræðu. Í yfirlýsingu MAST segir að blóðmerahald sé undir viðamiklu eftirliti stofnunarinnar og reyndir eftirlitsmenn fari árlega á hverja starfsstöð og fylgist með blóðtöku. Því til viðbótar skili Ísteka árlega skýrslu um innra eftirlit fyrirtækisins. Þá er ítrekað að stofnunin komi ekki að deilum einstakra bænda og Ísteka. „Eins og fram kemur í sérstakri eftirlitsskýrslu fyrir blóðtöku á árinu 2022, kom upp grunur um að ástæðu þess að fjórar hryssur sem drápust í kjölfar blóðtöku á Lágafelli árið 2022, mætti rekja til reynsluleysis dýralækna sem að blóðtökunni komu,“ segir í yfirlýsingunni. Hræinn höfðu verið grafin en MAST fékk svör um að krufningarskýrsla lægi fyrir í einu tilfelli. „Þrátt fyrir að öðru hafi verið haldið fram í umfjölluninni barst ekki skrifleg skýrsla til stofnunarinnar en innihald hennar var að nokkru reifað í símtali. Það er ljóst að viðkomandi dýralæknar báru ábyrgð á meintum læknamistökum, bæði samkvæmt lögum um dýralækna en einnig samkvæmt þágildandi reglugerð um velferð hryssna sem notaðar eru til blóðtöku.“ Eftir áðurnefnda kröfu um aukna þjálfun dýralækna segir MAST að Ísteka hafi lagt fram þjálfunaráætlun fyrir komandi blóðtökutímabil og að í samantektarskýrslu um niðurstöður eftirlits komi fram að „út frá sjónarmiði dýravelferðar hafi blóðtakan gengið vel“. Ljóst sé að aðgerðirnar hafi skilað árangri. Í yfirlýsingu MAST segir einnig að niðurstöður rannsóknar Tilraunastöðvar HÍ á Keldum og Landbúnaðarháskóla Íslands um blóðhag blóðtöku hryssna hafi verið settar fram með bjöguðum hætti. Viðmælandi í Kveik hafi lesið út úr skýrslunni að fimm hundruð hryssur í blóðtöku liðu fyrir blóðskort. Hið rétta sé að rannsóknin hafi staðfest faglegt mat MAST um væg áhrif blóðtöku á Íslandi á heilsu og velferð hryssnanna. Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Forsvarsmenn stofnunarinnar segja áhrif blóðtöku á Íslandi á heilsu og velferð hryssna vera væg. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt var á vef Matvælastofnunar í dag. Þar segir að forsvarsmenn stofnunarinnar hafi lagt fram kröfu um tafarlausa þjálfun dýralækna sem komi að blóðmerarhaldi. Tilefni yfirlýsingar MAST er umfjöllun í blóðmerarhald í Kveik í vikunni. Þar steig meðal annars bóndi fram og greindi frá því að fjórar hryssur hefðu drepist vegna vinnubragða dýralækna fyrirtækisins Ísteka við blóðtökuna. Hún sagðist hafa verið beðin um að þagga niður þegar hryssurnar drápust og hefur ekki fengið bætur. Forsvarsmenn Dýralæknafélags Íslands sendu einnig út yfirlýsingu í morgun, þar sem kallað var eftir málefnalegri og agaðri umræðu. Í yfirlýsingu MAST segir að blóðmerahald sé undir viðamiklu eftirliti stofnunarinnar og reyndir eftirlitsmenn fari árlega á hverja starfsstöð og fylgist með blóðtöku. Því til viðbótar skili Ísteka árlega skýrslu um innra eftirlit fyrirtækisins. Þá er ítrekað að stofnunin komi ekki að deilum einstakra bænda og Ísteka. „Eins og fram kemur í sérstakri eftirlitsskýrslu fyrir blóðtöku á árinu 2022, kom upp grunur um að ástæðu þess að fjórar hryssur sem drápust í kjölfar blóðtöku á Lágafelli árið 2022, mætti rekja til reynsluleysis dýralækna sem að blóðtökunni komu,“ segir í yfirlýsingunni. Hræinn höfðu verið grafin en MAST fékk svör um að krufningarskýrsla lægi fyrir í einu tilfelli. „Þrátt fyrir að öðru hafi verið haldið fram í umfjölluninni barst ekki skrifleg skýrsla til stofnunarinnar en innihald hennar var að nokkru reifað í símtali. Það er ljóst að viðkomandi dýralæknar báru ábyrgð á meintum læknamistökum, bæði samkvæmt lögum um dýralækna en einnig samkvæmt þágildandi reglugerð um velferð hryssna sem notaðar eru til blóðtöku.“ Eftir áðurnefnda kröfu um aukna þjálfun dýralækna segir MAST að Ísteka hafi lagt fram þjálfunaráætlun fyrir komandi blóðtökutímabil og að í samantektarskýrslu um niðurstöður eftirlits komi fram að „út frá sjónarmiði dýravelferðar hafi blóðtakan gengið vel“. Ljóst sé að aðgerðirnar hafi skilað árangri. Í yfirlýsingu MAST segir einnig að niðurstöður rannsóknar Tilraunastöðvar HÍ á Keldum og Landbúnaðarháskóla Íslands um blóðhag blóðtöku hryssna hafi verið settar fram með bjöguðum hætti. Viðmælandi í Kveik hafi lesið út úr skýrslunni að fimm hundruð hryssur í blóðtöku liðu fyrir blóðskort. Hið rétta sé að rannsóknin hafi staðfest faglegt mat MAST um væg áhrif blóðtöku á Íslandi á heilsu og velferð hryssnanna.
Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira