Fótbolti

Spánn varð fyrsti Þjóðadeildarmeistarinn

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Spánverjar fögnuðu tveimur mörkum gegn Frökkum í kvöld
Spánverjar fögnuðu tveimur mörkum gegn Frökkum í kvöld Daniela Porcelli/Eurasia Sport Images/Getty Images

Spánn er fyrsti Þjóðadeildarmeistari í kvennaflokki eftir 2-0 sigur gegn Frakklandi í úrslitaleik. 

Þetta er í fyrsta sinn sem Þjóðadeildin er haldin í kvennaflokki fótboltans. Keppt er í þremur deildum, A, B og C. 16 þjóðir eru í A-deild, Ísland er meðal þeirra, þeim var skipt í fjóra riðla og sigurvegari hvers riðils hélt áfram í úrslitakeppnina. 

Spánn vann Holland 3-0 í undanúrslitum og Frakkland vann Þýskaland 2-1. 

Það voru því ríkjandi heimsmeistarar Spánar og Frakkar, heimsmeistarar árið 2019, sem spiluðu til úrslita. 

Aitana Bonmatí skoraði fyrsta mark leiksins á 32. mínútu, eftir gott spil upp vinstri vænginn var það Olga Carmona sem kom boltanum fyrir markið, Bonmatí kom þar á fljúgandi ferð og setti hann í netið. 

Seinna markið var keimlíkt því fyrra en það kom upp hægri kantinn, Athenea del Castillo gaf þá lága fyrirgjöf á Marionu Caldentey sem kom boltanum í netið. Markaskorararnir eru liðsfélagar hjá Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni. 

Fleiri urðu mörkin ekki og Spánverjar halda ótrauðir áfram á sigurgöngu í kvennaboltanum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×