Stofnandi Wok On dæmdur fyrir skattsvik Jón Þór Stefánsson skrifar 28. febrúar 2024 19:37 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Kristján Ólafur Sigríðarsson, stofnandi og fyrrverandi eigandi veitingastaðarins Wok On, hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir skattsvik. Honum er einnig gert að greiða 87,4 milljónir í sekt til ríkissjóðs ellegar sitja inni í 360 daga. Brotin framdi Kristján sem stjórnandi og prófkúruhafi MK Capital, sem kom meðal annars að rekstri Wok On. Ákæru málsins var skipt í tvo hluta. Annars vegar var honum gefið að sök að standa ekki í skilum á innheimtum virðisaukaskatti árið 2019 eða rúmum níu milljónum, skila ekki virðisaukaskattskýrslu fyrir júlí til ágúst 2019, og fyrir að standa ekki í skilum á staðgreiðslu opinberra gjalda, tæpum tíu milljónum, sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins. Hins vegar var honum gefið að sök að skila efnislega röngum skattframtölum vegna tekjuáranna 2017, 2018 og 2019. Það brot varðaði tæplega sextíu milljónir og hafa með því komist undan því að greiða tekjuskatt, útsvar og fjármagnstekjuskatt sem nemur 24,6 milljónum. Kristján neitaði alfarið sök við þingfestingu málsins, en breytti afstöðu sinni í aðalmeðferð málsins. Hann gekkst við því að hafa skilað efnislega röngum skattframtölum og gerði engar athugasemdir við upphæðirnar í ákærunni. Hann hafnaði því þó að um refsiverða háttsemi hafi verið að ræða. Héraðsdómur var á öðru máli. Í dómnum segir að hann hafi með gjörðum sínum komið sér hjá greiðslu verulegrar fjárhæðar opinberra gjalda. Hann hafi ekki gefið haldbærar skýringar á vanrækslu sinni. „Verður að mati dómsins að virða þessa vanrækslu ákærða til stórkostlegs hirðuleysis,“ segir í dómnum. Kristján stofnaði veitingastaðinn Wok On, sem sérhæfir sig í asískri matargerð, og er í dag með þónokkur útibú á höfuðborgarsvæðinu. Kristján kom að stofnun Borg22 Mathöll í Borgartúni. Og þá hefur hann unnið að stofnun mathallar á Akureyri. Til stendur að opna mathöllina í maí en hún mun bera nafnið Iðunn. Veitingastaðir Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Brotin framdi Kristján sem stjórnandi og prófkúruhafi MK Capital, sem kom meðal annars að rekstri Wok On. Ákæru málsins var skipt í tvo hluta. Annars vegar var honum gefið að sök að standa ekki í skilum á innheimtum virðisaukaskatti árið 2019 eða rúmum níu milljónum, skila ekki virðisaukaskattskýrslu fyrir júlí til ágúst 2019, og fyrir að standa ekki í skilum á staðgreiðslu opinberra gjalda, tæpum tíu milljónum, sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins. Hins vegar var honum gefið að sök að skila efnislega röngum skattframtölum vegna tekjuáranna 2017, 2018 og 2019. Það brot varðaði tæplega sextíu milljónir og hafa með því komist undan því að greiða tekjuskatt, útsvar og fjármagnstekjuskatt sem nemur 24,6 milljónum. Kristján neitaði alfarið sök við þingfestingu málsins, en breytti afstöðu sinni í aðalmeðferð málsins. Hann gekkst við því að hafa skilað efnislega röngum skattframtölum og gerði engar athugasemdir við upphæðirnar í ákærunni. Hann hafnaði því þó að um refsiverða háttsemi hafi verið að ræða. Héraðsdómur var á öðru máli. Í dómnum segir að hann hafi með gjörðum sínum komið sér hjá greiðslu verulegrar fjárhæðar opinberra gjalda. Hann hafi ekki gefið haldbærar skýringar á vanrækslu sinni. „Verður að mati dómsins að virða þessa vanrækslu ákærða til stórkostlegs hirðuleysis,“ segir í dómnum. Kristján stofnaði veitingastaðinn Wok On, sem sérhæfir sig í asískri matargerð, og er í dag með þónokkur útibú á höfuðborgarsvæðinu. Kristján kom að stofnun Borg22 Mathöll í Borgartúni. Og þá hefur hann unnið að stofnun mathallar á Akureyri. Til stendur að opna mathöllina í maí en hún mun bera nafnið Iðunn.
Veitingastaðir Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent