Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um nýjar verðbólgutölur en verðbólgan hjaðnaði lítið eitt á milli mánaða. 

Hækkun á gjaldskrám sveitarfélaga ræður mestu um það að minna dróg úr verðbólgunni en vænst hafði verið. 

Þá tökum við stöðuna á Reykjanesinu en kvikusöfnun undir Svartsengi heldur stöðugt áfram og bætist um hálf milljón rúmmetra við á hverjum degi. Snörp skjálftahrina reið yfir í nótt. 

Einnig fjöllum við um ótrúlegt myndband sem náðist af því þegar rúta fór yfir á öfugan vegarhelming á Reykjanesbrautinni þannig að lá við stórslysi. 

Í íþróttapakka dagsins verður síðan fjallað um landsleik kvennalandsliðsins sem fram fer í dag og þá heyrum við í Guðjóni Þórðarsyni fyrrverandi knattspyrnuþjálfara sem greindi frá því í morgun að hann hefði greinst með Parkinsons sjúkdóminn í fyrra. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×