Traust til Seðlabankans heldur áfram að minnka Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2024 08:40 Traust til Seðlabankans heldur áfram að minnka og niður um sjö prósentustig milli kannana. 32 prósent bera mikið traust til bankans. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Traust almennings til Seðlabankans hefur minnkað og þá hefur traust til borgarstjórnar Reykjavíkur aukist. Annars mælist traust til flestra stofnana svipað og á síðasta ári. Þetta er meðal helstu breytinga í Þjóðarpúlsi Gallups þar sem mælt er traust almennings til nokkurra opinberra stofnana samfélagsins. Í nýjustu könnuninni kemur fram að traust til Seðlabankans fari niður um sjö prósentustig og traust til borgarstjórnar fari upp um sex prósentustig. Traust til Landhelgisgæslunnar mælist sem fyrr mest af öllum þeim stofnunum sem könnunin náði til, en liðlega níu af hverjum tíu bera mikið traust til hennar, álíka margir og á síðasta ári. „Háskóli Íslands, embætti forseta Íslands og lögreglan koma þar á eftir en 70-73% bera mikið traust til þeirra. Það er svipað hlutfall og í fyrra. Traust til heilbrigðiskerfisins er óbreytt frá í fyrra og mælist 57%. Traust til ríkissáttasemjara mælist 55% sem er örlitlu hærra en í fyrra þó breytingin sé ekki tölfræðilega marktæk. Traust til umboðsmanns Alþingis stendur í stað frá síðustu mælingu, en um 46% bera mikið traust til hans. Gallup Ríflega fjögur af hverjum tíu bera mikið traust til ríkissaksóknara sem er örlitlu hærra en í fyrra þó breytingin sé ekki tölfræðilega marktæk. Nær fjögur af hverjum tíu bera mikið traust til dómskerfisins sem er svipað hlutfall og í síðustu mælingu. Traust til Seðlabankans heldur áfram að minnka, fer niður um 7 prósentustig og bera nú 32% mikið traust til bankans. Traust til hans hefur minnkað samtals um 30 prósentustig á síðustu þremur árum en það jókst um 31 prósentustig á árunum tveimur þar á undan. Það er því komið á svipað ról og það var á árunum 2014 til 2019. Rúmlega fjórðungur ber mikið traust til Alþingis og þjóðkirkjunnar en það er svipað hlutfall og í fyrra. Borgarstjórn Reykjavíkur endurheimtir það traust sem hún missti árið á undan, en 19% bera nú mikið traust til hennar. Hlutfallið hækkar um sex prósentustig frá síðustu mælingu og er svipað og það var árin 2019 til 2022. Bankakerfið nýtur minnst trausts þeirra stofnana sem eru mældar í Þjóðarpúlsinum en 16% bera mikið traust til þess. Hlutfallið mælist svipað og í fyrra,“ segir í tilkynningunni frá Gallup. Skoðanakannanir Seðlabankinn Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Þetta er meðal helstu breytinga í Þjóðarpúlsi Gallups þar sem mælt er traust almennings til nokkurra opinberra stofnana samfélagsins. Í nýjustu könnuninni kemur fram að traust til Seðlabankans fari niður um sjö prósentustig og traust til borgarstjórnar fari upp um sex prósentustig. Traust til Landhelgisgæslunnar mælist sem fyrr mest af öllum þeim stofnunum sem könnunin náði til, en liðlega níu af hverjum tíu bera mikið traust til hennar, álíka margir og á síðasta ári. „Háskóli Íslands, embætti forseta Íslands og lögreglan koma þar á eftir en 70-73% bera mikið traust til þeirra. Það er svipað hlutfall og í fyrra. Traust til heilbrigðiskerfisins er óbreytt frá í fyrra og mælist 57%. Traust til ríkissáttasemjara mælist 55% sem er örlitlu hærra en í fyrra þó breytingin sé ekki tölfræðilega marktæk. Traust til umboðsmanns Alþingis stendur í stað frá síðustu mælingu, en um 46% bera mikið traust til hans. Gallup Ríflega fjögur af hverjum tíu bera mikið traust til ríkissaksóknara sem er örlitlu hærra en í fyrra þó breytingin sé ekki tölfræðilega marktæk. Nær fjögur af hverjum tíu bera mikið traust til dómskerfisins sem er svipað hlutfall og í síðustu mælingu. Traust til Seðlabankans heldur áfram að minnka, fer niður um 7 prósentustig og bera nú 32% mikið traust til bankans. Traust til hans hefur minnkað samtals um 30 prósentustig á síðustu þremur árum en það jókst um 31 prósentustig á árunum tveimur þar á undan. Það er því komið á svipað ról og það var á árunum 2014 til 2019. Rúmlega fjórðungur ber mikið traust til Alþingis og þjóðkirkjunnar en það er svipað hlutfall og í fyrra. Borgarstjórn Reykjavíkur endurheimtir það traust sem hún missti árið á undan, en 19% bera nú mikið traust til hennar. Hlutfallið hækkar um sex prósentustig frá síðustu mælingu og er svipað og það var árin 2019 til 2022. Bankakerfið nýtur minnst trausts þeirra stofnana sem eru mældar í Þjóðarpúlsinum en 16% bera mikið traust til þess. Hlutfallið mælist svipað og í fyrra,“ segir í tilkynningunni frá Gallup.
Skoðanakannanir Seðlabankinn Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira