Fótbolti

Dagur Dan með Messi í liði vikunnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dagur Dan Þórhallsson hefur stimplað sig vel inn í lið Orlando City.
Dagur Dan Þórhallsson hefur stimplað sig vel inn í lið Orlando City. getty/Andrew Bershaw

Það kemur kannski fáum á óvart að Lionel Messi sé í liði vikunnar í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Íslendingar eiga einnig fulltrúa í liðinu.

Það er Dagur Dan Þórhallsson en hann stóð sig vel þegar Orlando City gerði markalaust jafntefli við Montreal í 1. umferð MLS-deildarinnar um helgina. Hinn fjölhæfi Dagur lék sem hægri bakvörður í leiknum gegn Montreal.

Dagur gekk í raðir Orlando frá Breiðabliki í ársbyrjun 2023. Á síðasta tímabili lék hann 39 leiki fyrir Orlando í öllum keppnum og skoraði tvö mörk.

Meðal annarra þekktra kappa í liði vikunnar í MLS má nefna Christian Benteke, Asier Illarramendi og Riqui Puig.

Orlando endaði í 2. sæti Austurdeildar MLS í fyrra en tapaði fyrir Columbus Crew í undanúrslitum.

Næsti leikur Orlando er gegn Messi, Luis Suárez, Sergio Busquets, Jordi Alba og félögum í Inter Miami á laugardaginn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×