Emils- og Línu-tónskáldið Georg Riedel látið Atli Ísleifsson skrifar 26. febrúar 2024 07:52 Georg Riedel varð níutíu ára gamall. Wikipedia Commons Sænska tónskáldið og djasstónlistarmaðurinn Georg Riedel, sem þekktastur er fyrir að hafa samið tónlistina í þáttunum og myndunum um Línu langsokk og Emil í Kattholti, er látinn. Hann varð níræður að aldri. Fjölskylda Riedel staðfestir í samtali við sænska fjölmiðla að hann hafi andast í faðmi fjölskyldu sinnar í gærkvöldi. Í frétt Aftonbladet segir að hann hafi samið tónlistina í á fjórða tug kvikmynda. Þekktastur er hann þó fyrir að hafa samið lög á borð við Sumarvísu Ídu og Hlustið góðu vinir og Litli grís í Emil í Kattholti. Þá samdi hann tónlistina í Línu langsokk ásamt Jan Johansson. Riedel gerði sig einnig gildandi á sviði sænskrar djasstónlistar þar sem hann vann meðal annars með söngkonunni Monicu Zetterlund. Hann vann til fjölda verðlauna á ferli sínum og vann tvívegis til hinna sænsku Grammis-verðlauna og þá var hann tekinn inn í Frægðarhöll tónlistarinnar í Svíþjóð árið 2020. Georg Ridel fæddist í gömlu Tékkóslóvakíu árið 1934 en fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Svíþjóðar þegar hann var fjögurra ára gamall. Móðir hans var læknir og gyðingur og faðir hans stjórnmálamaður og arkitekt. Andlát Svíþjóð Tónlist Menning Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Fjölskylda Riedel staðfestir í samtali við sænska fjölmiðla að hann hafi andast í faðmi fjölskyldu sinnar í gærkvöldi. Í frétt Aftonbladet segir að hann hafi samið tónlistina í á fjórða tug kvikmynda. Þekktastur er hann þó fyrir að hafa samið lög á borð við Sumarvísu Ídu og Hlustið góðu vinir og Litli grís í Emil í Kattholti. Þá samdi hann tónlistina í Línu langsokk ásamt Jan Johansson. Riedel gerði sig einnig gildandi á sviði sænskrar djasstónlistar þar sem hann vann meðal annars með söngkonunni Monicu Zetterlund. Hann vann til fjölda verðlauna á ferli sínum og vann tvívegis til hinna sænsku Grammis-verðlauna og þá var hann tekinn inn í Frægðarhöll tónlistarinnar í Svíþjóð árið 2020. Georg Ridel fæddist í gömlu Tékkóslóvakíu árið 1934 en fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Svíþjóðar þegar hann var fjögurra ára gamall. Móðir hans var læknir og gyðingur og faðir hans stjórnmálamaður og arkitekt.
Andlát Svíþjóð Tónlist Menning Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira