Erlent

Fjórar konur og ung stelpa myrtar á einum degi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Yfirvöld heita að bregðast við
Yfirvöld heita að bregðast við Getty

Lögreglan í Vínarborg rannsakar morð á fjórum konum og þrettán ára stelpu sem framin voru á sama degi. Þrjár konurnar fundust stungnar til bana í vændishúsi.

Líkin þrjú fundust í Birgittenauhverfi Vínarborgar þegar sjónarvottur hafði samband við lögreglu. 27 ára afganskur maður var handtekinn í nágrenninu stuttu eftir að lögregla kom á vettvang með hnífinn sem talinn er vera morðvopnið enn í hendinni.

Samkvæmt umfjöllun Guardian um málið liggur ástæða morðanna ekki fyrir og standa yfirheyrslur yfir.

Sama dag fundust kona og þrettán ára dóttir hennar látnar á heimili sínu. Þær voru kyrktar og er fjölskyldufaðirinn grunaður um verknaðinn. Leit að honum stendur yfir. Ekkert bendi til þess að málin tengist.

Austurrísk yfirvöld hafa lofað að bregðast við og hafa heitið aukningu í fjárframlögum ríkisins til samtaka sem styðja við fórnarlömb ofbeldis. Samkvæmt gögnum Institute of Conflict Research voru 319 konur myrtar í Austurríki á árunum 2010 til 2020, yfirleitt af karlkyns mökum eða fyrrverandi mökum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×