Tók morðið upp á símann: „Í myndunum mínum deyja alltaf allir“ Lovísa Arnardóttir skrifar 24. febrúar 2024 19:44 Kviðdómur fann Smith sekan í dómstól í Anchorage í vikunni. Vísir/Getty Karlmaður frá Suður-Afríku, Brian Steven Smith, var nýlega fundinn sekur um að hafa myrt tvær konur og fjölmörg kynferðisbrot gegn konunum báðum sem báðar voru frumbyggjar frá Alaska. Lögregla komst á snoðir um brot mannsins eftir að kona stal símanum hans og afhenti lögreglu í kjölfarið minnislykil með myndböndum og myndum úr honum. Kathleen Henry myrti hann árið 2019 og Veronicu Abouchuk, annað hvort 2018 eða 2019. Báðar voru þær frá smábæjum í Anchorage og höfðu báðar verið heimilislausar á einum tímapunkti. Á minnislyklinum var að finna myndbönd af því þegar hann pyntaði Henry á hótelherbergi og myrti. Í myndbandinu má heyra hann segja frá því sem gerist og því sem hann gerir. Andlit Smith sést aldrei en í myndbandinu hvetur hann hana til að deyja á milli þess sem hann ber hana og kyrkir. Myndböndin eru tekin á tveggja daga tímabili í september árið 2019. „Í myndunum mínum deyja alltaf allir,“ segir hann og spyr hvað áhangendur hans mun eiginlega halda og að fólk þurfi að vita þegar það er verið að „raðmyrða það“. Ók með hana látna í tvo daga Í frétt AP um málið kemur fram að aðeins kviðdómarar fengu að sjá myndböndin en hljóðið heyrðist út í sal. Í myndböndunum mátti heyra Henry reyna að anda áður en hún loks lést. Fram kom í máli saksóknara að Smith hefði ekið með lík hennar í skotti bíls síns í tvo daga áður en hann losaði sig við það á sveitavegi suður af Anchorage. Síðustu myndirnar á minnislyklinum sem lögregla fékk voru af konunni í skotti bílsins. Í yfirheyrslu hjá lögreglunni viðurkenndi Smith að hafa myrt Abouchuk. Hann sagðist hafa tekið hana upp í bíl sinn þegar eiginkona hans var ekki í bænum. Hún hafi lyktað en neitað að fara í sturtu eins og hann bað hana um. Þá hafi hann farið í uppnám, sótt byssu í bílskúr sinn og losað sig svo við líkið. Hann sagði lögreglu hvar hann hafði skilið líkið eftir en lögregla fann við leit höfuðkúpu með sári eftir byssuskot. Engin dauðarefsing í Alaska Í umfjöllun AP um málið segir að Smith hafi ekki sýnt nein viðbrögð þegar hann var fundinn sekur í dómstóli í Anchorage fyrir helgi. Alls voru ákærurnar fjórtán fyrir bæði morðin og kynferðisbrotin. Enn á eftir að kveða upp dóm og því liggur ekki fyrir hversu lengi hann þarf að afplána fyrir brot sín. Kveðinn verður upp dómur í júlí en í frétt AP segir að dauðarefsingin sé ekki notuð í Alaska. Samkvæmt lögum getur hann átt yfir höfði sér dóm allt frá 30 árum til 99 árum fyrir morðið á Abouchuk. Konan sem rændi símanum af Smith starfar við vændi og rændi símanum úr flutningabíl hans. Eftir að hafa séð efnið í símanum setti hún það á minnislykil og afhendi lögreglu. Hún var lykilvitni í málinu. Eftir að Smith var handtekinn viðurkenndi hann að hafa myrt aðra konu sem einnig var af frumbyggjaættum. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Kathleen Henry myrti hann árið 2019 og Veronicu Abouchuk, annað hvort 2018 eða 2019. Báðar voru þær frá smábæjum í Anchorage og höfðu báðar verið heimilislausar á einum tímapunkti. Á minnislyklinum var að finna myndbönd af því þegar hann pyntaði Henry á hótelherbergi og myrti. Í myndbandinu má heyra hann segja frá því sem gerist og því sem hann gerir. Andlit Smith sést aldrei en í myndbandinu hvetur hann hana til að deyja á milli þess sem hann ber hana og kyrkir. Myndböndin eru tekin á tveggja daga tímabili í september árið 2019. „Í myndunum mínum deyja alltaf allir,“ segir hann og spyr hvað áhangendur hans mun eiginlega halda og að fólk þurfi að vita þegar það er verið að „raðmyrða það“. Ók með hana látna í tvo daga Í frétt AP um málið kemur fram að aðeins kviðdómarar fengu að sjá myndböndin en hljóðið heyrðist út í sal. Í myndböndunum mátti heyra Henry reyna að anda áður en hún loks lést. Fram kom í máli saksóknara að Smith hefði ekið með lík hennar í skotti bíls síns í tvo daga áður en hann losaði sig við það á sveitavegi suður af Anchorage. Síðustu myndirnar á minnislyklinum sem lögregla fékk voru af konunni í skotti bílsins. Í yfirheyrslu hjá lögreglunni viðurkenndi Smith að hafa myrt Abouchuk. Hann sagðist hafa tekið hana upp í bíl sinn þegar eiginkona hans var ekki í bænum. Hún hafi lyktað en neitað að fara í sturtu eins og hann bað hana um. Þá hafi hann farið í uppnám, sótt byssu í bílskúr sinn og losað sig svo við líkið. Hann sagði lögreglu hvar hann hafði skilið líkið eftir en lögregla fann við leit höfuðkúpu með sári eftir byssuskot. Engin dauðarefsing í Alaska Í umfjöllun AP um málið segir að Smith hafi ekki sýnt nein viðbrögð þegar hann var fundinn sekur í dómstóli í Anchorage fyrir helgi. Alls voru ákærurnar fjórtán fyrir bæði morðin og kynferðisbrotin. Enn á eftir að kveða upp dóm og því liggur ekki fyrir hversu lengi hann þarf að afplána fyrir brot sín. Kveðinn verður upp dómur í júlí en í frétt AP segir að dauðarefsingin sé ekki notuð í Alaska. Samkvæmt lögum getur hann átt yfir höfði sér dóm allt frá 30 árum til 99 árum fyrir morðið á Abouchuk. Konan sem rændi símanum af Smith starfar við vændi og rændi símanum úr flutningabíl hans. Eftir að hafa séð efnið í símanum setti hún það á minnislykil og afhendi lögreglu. Hún var lykilvitni í málinu. Eftir að Smith var handtekinn viðurkenndi hann að hafa myrt aðra konu sem einnig var af frumbyggjaættum.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira