Skýra hvað gervigreind megi nota: Hemmi Gunn í Áramótaskaupinu sýndi alþjóð möguleg áhrif Bjarki Sigurðsson skrifar 25. febrúar 2024 15:40 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Vísir/Sigurjón Þingmaður Pírata hefur lagt fram frumvarp þar sem kveðið er á um hvað gervigreind má nota og hvað ekki. Innkoma gervigreindarútgáfu af Hemma Gunn í áramótaskaupinu flýtti fyrir útgáfu frumvarpsins. Gervigreindin verður alltaf stærri og stærri hluti lífs okkar og þeim fjölgar sem nota gervigreind reglulega í námi og vinnu. Gervigreindin hefur farið gríðarlegum framförum síðustu misseri, ógnvægilegum framförum myndu kannski einhverjir segja. Það hefur lengi verið álitaefni hvaða efni gervigreind má nota og í hvaða tilgangi. Dæmi eru um dómsmál erlendis þar sem tekist er á um nákvæmlega það. Fólk hafi höfundarrétt á sér sjálfu Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram frumvarp um breytingu á höfundalögum, sem skýrir aðeins betur hvernig megi nota gervigreind hér á landi. „Í fyrsta lagi að fólk hafi höfundarrétt af sjálfu sér. Þegar það er verið að búa eitthvað til, þannig það megi líta á það sem svo að það sé raunveruleg eftirgerð af fólki, þá sé það óleyfilegt nema með leyfi fólks eða afkomenda þeirra ef viðkomandi er látinn,“ segir Björn Leví. Áramótaskaupið flýtti fyrir vinnunni Hann segir atriði úr áramótaskaupinu þar sem Hermann heitinn Gunnarsson birtist á skjáum landsmanna hafa fengið hann til að flýta því að klára frumvarpið. „Þetta var dæmi sem sýndi öllum hvernig þetta er að virka. Þetta var atriði sem við vorum búin að hafa augu á og vissum af út af ýmsum öðrum dæmum en þarna var alþjóð sýnt hvaða áhrif þetta mun hafa í raun og veru,“ segir Björn Leví. Í frumvarpinu kemur fram að gervigreind megi nýta sér efni sem hún nálgast löglega. „Bara eins og ef ég er að horfa á bíómynd í sjónvarpinu eða þvíumlíkt, það er löglega aðgengilegt fyrir mig sem getur verið innblástur fyrir listaverk sem ég ákveð að búa til. Á sama hátt getur það verið innblástur fyrir gervigreind sem ákveður að nýta sama efni til framleiðslu seinna meir, en svo lengi sem það passar inn í öll önnur höfundalög,“ segir Björn Leví. Gervigreind Píratar Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sora-tæknin gerir myndbönd af öllu mögulegu möguleg Myndband sem sýnir Hollywood-stjörnuna Will Smith borða spaghettí vakti athygli heimsbyggðarinnar í febrúar á síðasta ári. Myndbandið, sem var búið til af gervigreind, þótti bæði fyndið og óhugnanlegt. 25. febrúar 2024 10:30 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Sjá meira
Gervigreindin verður alltaf stærri og stærri hluti lífs okkar og þeim fjölgar sem nota gervigreind reglulega í námi og vinnu. Gervigreindin hefur farið gríðarlegum framförum síðustu misseri, ógnvægilegum framförum myndu kannski einhverjir segja. Það hefur lengi verið álitaefni hvaða efni gervigreind má nota og í hvaða tilgangi. Dæmi eru um dómsmál erlendis þar sem tekist er á um nákvæmlega það. Fólk hafi höfundarrétt á sér sjálfu Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram frumvarp um breytingu á höfundalögum, sem skýrir aðeins betur hvernig megi nota gervigreind hér á landi. „Í fyrsta lagi að fólk hafi höfundarrétt af sjálfu sér. Þegar það er verið að búa eitthvað til, þannig það megi líta á það sem svo að það sé raunveruleg eftirgerð af fólki, þá sé það óleyfilegt nema með leyfi fólks eða afkomenda þeirra ef viðkomandi er látinn,“ segir Björn Leví. Áramótaskaupið flýtti fyrir vinnunni Hann segir atriði úr áramótaskaupinu þar sem Hermann heitinn Gunnarsson birtist á skjáum landsmanna hafa fengið hann til að flýta því að klára frumvarpið. „Þetta var dæmi sem sýndi öllum hvernig þetta er að virka. Þetta var atriði sem við vorum búin að hafa augu á og vissum af út af ýmsum öðrum dæmum en þarna var alþjóð sýnt hvaða áhrif þetta mun hafa í raun og veru,“ segir Björn Leví. Í frumvarpinu kemur fram að gervigreind megi nýta sér efni sem hún nálgast löglega. „Bara eins og ef ég er að horfa á bíómynd í sjónvarpinu eða þvíumlíkt, það er löglega aðgengilegt fyrir mig sem getur verið innblástur fyrir listaverk sem ég ákveð að búa til. Á sama hátt getur það verið innblástur fyrir gervigreind sem ákveður að nýta sama efni til framleiðslu seinna meir, en svo lengi sem það passar inn í öll önnur höfundalög,“ segir Björn Leví.
Gervigreind Píratar Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sora-tæknin gerir myndbönd af öllu mögulegu möguleg Myndband sem sýnir Hollywood-stjörnuna Will Smith borða spaghettí vakti athygli heimsbyggðarinnar í febrúar á síðasta ári. Myndbandið, sem var búið til af gervigreind, þótti bæði fyndið og óhugnanlegt. 25. febrúar 2024 10:30 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Sjá meira
Sora-tæknin gerir myndbönd af öllu mögulegu möguleg Myndband sem sýnir Hollywood-stjörnuna Will Smith borða spaghettí vakti athygli heimsbyggðarinnar í febrúar á síðasta ári. Myndbandið, sem var búið til af gervigreind, þótti bæði fyndið og óhugnanlegt. 25. febrúar 2024 10:30