Frumsýning á Vísi: Stikla úr söngleiknum Eitruð lítil pilla Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 16:01 Söngleikurinn Eitruð lítil pilla er byggður á tónlist Alanis sem var frumsýndur á Broadway í lok árs 2019 en sló rækilega í gegn þrátt fyrir Covid-hindranir. Íris Dögg Söngleikurinn Eitruð lítil pilla sem byggður er á tónlist af plötu Alanis Morissette, Jagged Little Pill, verður frumsýndur annað kvöld á stóra sviði Borgarleikhússins. Leikstjóri verksins er Álfrún Helga Örnólfsdóttir. Jagged Little Pill er ein áhrifamesta plata tíunda áratugarins og ein söluhæsta hljómplata allra tíma. Tónlist Alanis einkennist af óbeisluðum krafti og hráum og hnitmiðuðum textum. Vísir frumsýnir hér stiklu úr sýningunni. Íris Tanja og Aldís Amah.Íris Dögg Í sýningunni má heyra lög á borð við You Oughta Know, You Learn og Ironic sem eru ótvírætt meðal helstu einkennislaga tíunda áratugarins. „Eitruð lítil pilla segir frá Healy-fjölskyldunni; hjónunum Mary Jane og Steve og börnum þeirra Nick og Frankie. Það er allt í himnalagi hjá Mary Jane. Eiginmaðurinn Steve er í góðri stöðu, sonurinn Nick var að komast inn í Harvard og dóttirin Frankie, tja hún er svo skapandi og lífleg. Steve vinnur reyndar 60 tíma á viku, Nick er að bugast undan væntingunum sem til hans eru gerðar og Frankie reynir að fóta sig sem ættleidda tvíkynhneigða dóttir úthverfadrottningarinnar. En Mary Jane er í lagi. Þessar nokkru Oxycontin töflur á dag eru bara til að slá rétt aðeins á sársaukann eftir bílslysið í fyrra. Smátt og smátt er farið að kvarnast upp úr fallegu fjölskyldumyndinni sem Mary Jane sendir með jólakortinu á hverju ári og áður en yfir lýkur þarf öll fjölskyldan að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir - óþægilegar staðreyndir sem eru kannski grundvöllur lífsins þegar betur er að gáð,“ segir um verkið. Með aðalhlutverk fara Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Aldís Amah Hamilton. Með önnur hlutverk fara Sigurður Ingvarsson, Rán Ragnarsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Íris Tanja Flygenring, Haraldur Ari Stefánsson, Birna Pétursdóttir, Hákon Jóhannesson, Rakel Ýr Stefánsdóttir, Esther Talía Casey, Hannes Þór Egilsson, Marinó Máni Mabazza, Sölvi Dýrfjörð og Védís Kjartansdóttir. Stikluna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Eiruð lítil pilla - stikla Leikhús Tónlist Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira
Jagged Little Pill er ein áhrifamesta plata tíunda áratugarins og ein söluhæsta hljómplata allra tíma. Tónlist Alanis einkennist af óbeisluðum krafti og hráum og hnitmiðuðum textum. Vísir frumsýnir hér stiklu úr sýningunni. Íris Tanja og Aldís Amah.Íris Dögg Í sýningunni má heyra lög á borð við You Oughta Know, You Learn og Ironic sem eru ótvírætt meðal helstu einkennislaga tíunda áratugarins. „Eitruð lítil pilla segir frá Healy-fjölskyldunni; hjónunum Mary Jane og Steve og börnum þeirra Nick og Frankie. Það er allt í himnalagi hjá Mary Jane. Eiginmaðurinn Steve er í góðri stöðu, sonurinn Nick var að komast inn í Harvard og dóttirin Frankie, tja hún er svo skapandi og lífleg. Steve vinnur reyndar 60 tíma á viku, Nick er að bugast undan væntingunum sem til hans eru gerðar og Frankie reynir að fóta sig sem ættleidda tvíkynhneigða dóttir úthverfadrottningarinnar. En Mary Jane er í lagi. Þessar nokkru Oxycontin töflur á dag eru bara til að slá rétt aðeins á sársaukann eftir bílslysið í fyrra. Smátt og smátt er farið að kvarnast upp úr fallegu fjölskyldumyndinni sem Mary Jane sendir með jólakortinu á hverju ári og áður en yfir lýkur þarf öll fjölskyldan að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir - óþægilegar staðreyndir sem eru kannski grundvöllur lífsins þegar betur er að gáð,“ segir um verkið. Með aðalhlutverk fara Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Aldís Amah Hamilton. Með önnur hlutverk fara Sigurður Ingvarsson, Rán Ragnarsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Íris Tanja Flygenring, Haraldur Ari Stefánsson, Birna Pétursdóttir, Hákon Jóhannesson, Rakel Ýr Stefánsdóttir, Esther Talía Casey, Hannes Þór Egilsson, Marinó Máni Mabazza, Sölvi Dýrfjörð og Védís Kjartansdóttir. Stikluna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Eiruð lítil pilla - stikla
Leikhús Tónlist Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira