BHM og Friðrik Jónsson sýknuð af kröfu fyrrverandi framkvæmdastjóra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. febrúar 2024 11:46 Friðrik Jónsson, fyrrverandi formaður BHM, og Erna Guðmundsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Bandalag háskólamanna og Friðrik Jónsson, fyrrverandi formann BHM, af kröfum fyrrverandi framkvæmdastjóra sem sakaði Friðrik um að hafa brotið gegn trúnaðarskilyrðum starfslokasamnings. Forsaga málsins er sú að árið 2022 lét Erna Guðmundsdóttir, lögfræðingur og stjórnmálafræðingur, af störfum sem framkvæmdastjóri BHM eftir að hafa starfað hjá bandalaginu frá 2007. Friðrik hafði verið kjörinn formaður ári áður, í maí 2021, en hætti þegar kjörtímabil hans rann út í maí 2023. Í starfslokasamningi Ernu var skýrt kveðið á um trúnað: „Báðir aðilar lýsa því yfir að þeir muni ekki eiga frumkvæði að umræðu um starfslokasamninginn og efni hans eða aðdraganda starfsloka Ernu hjá BHM, hvorki opinberlega né annars staðar. // Erna staðfestir með undirritun samkomulags þessa að hún mun gæta fyllsta trúnaðar um allt það sem hún hefur orðið áskynja um í starfi sínu hjá BHM og að þagnarskylda gildir einnig eftir að hún lætur af störfum í samræmi við ákvæði í starfslýsingu.“ Eftir að gengið var frá starfslokasamningnum, sem einnig kvað á um að Erna fengi greidd full laun í tólf mánuði eftir að hún lét af störfum, varð stjórn BHM þess áskynja að greinargerð sem Erna hafði sent stjórn um atriði tengd störfum sínum og fyrirhuguð starfslokasamningi var komin í dreifingu. Stjórn BHM lýsti miklum áhyggjum af þessu en Erna sagðist ekki hafa staðið að dreifingu plaggsins. Stjórnin fór engu að síður fram á að aðilar undirrituðu eftirfarandi yfirlýsingu: „/ Fráfarandi framkvæmdastjóri skuldbindur sig til að hvorki ræða né dreifa framangreindu bréfi, dags. 22. mars 2022, og að beita sér fyrir því að það fari ekki í frekari dreifingu og umræðu. //Stjórnarmenn BHM skuldbinda sig einnig til að hafa ekki frumkvæði að umræðu um umrætt bréf, en áskilja sér rétt, í ljósi dreifingar bréfsins, til að verja sig opinberlega gagnvart ásökunum sem þar koma fram, þráttfyrirákvæðiísamkomulagiumstarfslok. // Fráfarandi framkvæmdastjóri staðfestir einnig að hún muni leggja sitt af mörkum til að stuðla að starfsfriði hjá BHM og muni ekki setja fram frekari ásakanir á hendur stjórnarmönnum, starfsmönnum bandalagsins og aðildarfélaga þess.“ Hvergi talað um Ernu né starfslok hennar í erindinu Þann 9. janúar 2023 ritaði Friðrik hins vegar pistil sem hann sendi á formenn aðildarfélaga BHM undir yfirskriftinni „Þankastrik til formanna í upphafi nýs árs“. Farið var yfir starfsemi BHM á árinu 2022 og segir Friðrik meðal annars í bréfinu að bandalagið standi nú betur en það hafi gert í mörg ár, bæði varðar ásýnd en einnig varðandi starfsanda og samheldni inn á við. „Þetta er staðan nú, þrátt fyrir erfiðan, óvæginn og rætinn mótbyr í starfinu á fyrrihluta ársins. Ég dró ekki dul á það síðastliðið vor hversu eitrað andrúmsloftið innan BHM var orðið og hvíldi það þungt á mér og fjölskyldu minni. Það var þó aldrei annar valkostur en að halda áfram því verki sem ég var kjörinn til, þar með talið að bæta innri stjórn bandalagsins, sem var um margt í lamasessi og róttækra breytinga þörf. Skipulagsbreytingar síðastliðið vor, þar með talin ráðning nýs framkvæmdastjóra, auk breyting á umboði og samsetningu stjórnar BHM, nú framkvæmdastjórnar, hafa haft tilætluð jákvæð áhrif. Daglegur rekstur er nú í fastari skorðum, ákvörðunum framkvæmdastjórnar og formannaráðs betur framfylgt en áður ogverkstjórn skýrari á allri starfsemi. Lagabreytingar þær sem samþykktar voru áaðalfundi, í samhengi við frábæra niðurstöðu stefnumótunarþings okkar í febrúar, urðu enn frekar til þess að hnykkja á breyttum og vonandi betri tímum innan BHM.“ Erna taldi umræddan texta brjóta gegn þagnarskyldunni sem aðilar höfðu samþykkt og vega að starfsheiðri sínum. Orð formannsins væru aðför að orðspori sínu og ekki hægt að túlka skrifin öðruvísi en svo að Friðrik teldi hana ekki hafa staðið sig sem framkvæmdastjóra, að það hefði verið nauðsynlegt að koma henni frá og að það hefði borið tilætlaðan árangur. Héraðsdómur tók hins vegar undir sjónarmið BHM og Friðriks, sem bentu bæði á að erindið hefði aðeins verið sett á yfirstjórn BHM og að efnislega beindist hann alls ekki gegn Ernu. Ýmsar breytingar hefðu átt sér stað aðrar en brotthvarf Ernu og hvergi rætt um hana, starfslokasamninginn né aðdraganda hans í textanum. Þá sögðu stefndu að það væri fráleitt að gengið yrði að kröfu Ernu um rúmar 24 milljónir í bætur og tvær milljónir í skaðabætur, enda hefði þegar verið staðið við ákvæði starfslokasamningsins um full laun í tólf mánuði. Dómurinn tók ekki afstöðu til fjárkröfunnar. Dómsmál Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Forsaga málsins er sú að árið 2022 lét Erna Guðmundsdóttir, lögfræðingur og stjórnmálafræðingur, af störfum sem framkvæmdastjóri BHM eftir að hafa starfað hjá bandalaginu frá 2007. Friðrik hafði verið kjörinn formaður ári áður, í maí 2021, en hætti þegar kjörtímabil hans rann út í maí 2023. Í starfslokasamningi Ernu var skýrt kveðið á um trúnað: „Báðir aðilar lýsa því yfir að þeir muni ekki eiga frumkvæði að umræðu um starfslokasamninginn og efni hans eða aðdraganda starfsloka Ernu hjá BHM, hvorki opinberlega né annars staðar. // Erna staðfestir með undirritun samkomulags þessa að hún mun gæta fyllsta trúnaðar um allt það sem hún hefur orðið áskynja um í starfi sínu hjá BHM og að þagnarskylda gildir einnig eftir að hún lætur af störfum í samræmi við ákvæði í starfslýsingu.“ Eftir að gengið var frá starfslokasamningnum, sem einnig kvað á um að Erna fengi greidd full laun í tólf mánuði eftir að hún lét af störfum, varð stjórn BHM þess áskynja að greinargerð sem Erna hafði sent stjórn um atriði tengd störfum sínum og fyrirhuguð starfslokasamningi var komin í dreifingu. Stjórn BHM lýsti miklum áhyggjum af þessu en Erna sagðist ekki hafa staðið að dreifingu plaggsins. Stjórnin fór engu að síður fram á að aðilar undirrituðu eftirfarandi yfirlýsingu: „/ Fráfarandi framkvæmdastjóri skuldbindur sig til að hvorki ræða né dreifa framangreindu bréfi, dags. 22. mars 2022, og að beita sér fyrir því að það fari ekki í frekari dreifingu og umræðu. //Stjórnarmenn BHM skuldbinda sig einnig til að hafa ekki frumkvæði að umræðu um umrætt bréf, en áskilja sér rétt, í ljósi dreifingar bréfsins, til að verja sig opinberlega gagnvart ásökunum sem þar koma fram, þráttfyrirákvæðiísamkomulagiumstarfslok. // Fráfarandi framkvæmdastjóri staðfestir einnig að hún muni leggja sitt af mörkum til að stuðla að starfsfriði hjá BHM og muni ekki setja fram frekari ásakanir á hendur stjórnarmönnum, starfsmönnum bandalagsins og aðildarfélaga þess.“ Hvergi talað um Ernu né starfslok hennar í erindinu Þann 9. janúar 2023 ritaði Friðrik hins vegar pistil sem hann sendi á formenn aðildarfélaga BHM undir yfirskriftinni „Þankastrik til formanna í upphafi nýs árs“. Farið var yfir starfsemi BHM á árinu 2022 og segir Friðrik meðal annars í bréfinu að bandalagið standi nú betur en það hafi gert í mörg ár, bæði varðar ásýnd en einnig varðandi starfsanda og samheldni inn á við. „Þetta er staðan nú, þrátt fyrir erfiðan, óvæginn og rætinn mótbyr í starfinu á fyrrihluta ársins. Ég dró ekki dul á það síðastliðið vor hversu eitrað andrúmsloftið innan BHM var orðið og hvíldi það þungt á mér og fjölskyldu minni. Það var þó aldrei annar valkostur en að halda áfram því verki sem ég var kjörinn til, þar með talið að bæta innri stjórn bandalagsins, sem var um margt í lamasessi og róttækra breytinga þörf. Skipulagsbreytingar síðastliðið vor, þar með talin ráðning nýs framkvæmdastjóra, auk breyting á umboði og samsetningu stjórnar BHM, nú framkvæmdastjórnar, hafa haft tilætluð jákvæð áhrif. Daglegur rekstur er nú í fastari skorðum, ákvörðunum framkvæmdastjórnar og formannaráðs betur framfylgt en áður ogverkstjórn skýrari á allri starfsemi. Lagabreytingar þær sem samþykktar voru áaðalfundi, í samhengi við frábæra niðurstöðu stefnumótunarþings okkar í febrúar, urðu enn frekar til þess að hnykkja á breyttum og vonandi betri tímum innan BHM.“ Erna taldi umræddan texta brjóta gegn þagnarskyldunni sem aðilar höfðu samþykkt og vega að starfsheiðri sínum. Orð formannsins væru aðför að orðspori sínu og ekki hægt að túlka skrifin öðruvísi en svo að Friðrik teldi hana ekki hafa staðið sig sem framkvæmdastjóra, að það hefði verið nauðsynlegt að koma henni frá og að það hefði borið tilætlaðan árangur. Héraðsdómur tók hins vegar undir sjónarmið BHM og Friðriks, sem bentu bæði á að erindið hefði aðeins verið sett á yfirstjórn BHM og að efnislega beindist hann alls ekki gegn Ernu. Ýmsar breytingar hefðu átt sér stað aðrar en brotthvarf Ernu og hvergi rætt um hana, starfslokasamninginn né aðdraganda hans í textanum. Þá sögðu stefndu að það væri fráleitt að gengið yrði að kröfu Ernu um rúmar 24 milljónir í bætur og tvær milljónir í skaðabætur, enda hefði þegar verið staðið við ákvæði starfslokasamningsins um full laun í tólf mánuði. Dómurinn tók ekki afstöðu til fjárkröfunnar.
Dómsmál Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira