Fótbolti

Svona var Pall­borðið með fram­bjóð­endum til for­manns KSÍ

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson ræddu málin í Pallborðinu.
Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson ræddu málin í Pallborðinu. Vísir/Einar

Frambjóðendur til formanns Knattspyrnusambands Íslands mættust í Pallborðinu á Vísi í dag.

Henry Birgir Gunnarsson stjórnaði Pallborðinu af röggsemi og fór þar yfir málin með frambjóðendunum þremur.

Þrír eru í framboði til formanns KSÍ að þessu sinni. Þetta eru þeir Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, Þorvaldur Örlygsson, rekstrarstjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar, og Vignir Már Þormóðsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar KA og stjórnarmaður hjá KSÍ til margra ára.

Guðni Bergsson var áður formaður KSÍ árunum 2017 til 2021 en hinir tveir vilja verða formenn í fyrsta sinn.

Allir fengu þeir tækifæri til að kynna sig og sína sýn á formannsstarfið í Pallborðinu sem má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan.

Ársþing KSÍ fer fram í íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal á laugardaginn. Þar kemur í ljós hver tekur við formannsstöðunni hjá KSÍ af Vöndu Sigurgeirsdóttur.

Hér fyrir neðan má einnig sjá vaktina þar sem fylgst var með Pallborðinu í beinni. 

Pallborðið er einnig aðgengilegt í hlaðvarpi íþróttadeildar, Besta sætinu. Það er á öllum hlaðvarpsveitum og má hlusta hér á Spotify.

Vaktina má sjá að neðan. Endurhlaðið síðunni ef hún birtist ekki strax.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×