Í fréttatilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að Ísland fordæmi einnig aðför rússneskra stjórnvalda að mannréttindum og frelsi fólks. Fjöldi fólks hafi verið fangelsaður fyrir að hafa opinberlega harmað andlátið og lýst samúð með málstað Navalnís.
Bjarni var fljótur að kenna Pútín um
Þetta eru ekki fyrstu viðbrögð utanríkisráðuneytisins við andláti Navalnís. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra beið ekki boðanna þegar fregnir bárust af andlátinu heldur dreif sig á samfélagsmiðla og kenndi Pútín Rússlandsforseta um.
„Það hryggir mig að heyra af fráfalli Alexei Navalní og ég votta fjölskyldu hans og stuðningsmönnum hans af einlægni samúð mína. Pútín og rússnesk stjórnvöld bera endanlega ábyrgð á andláti hans,“ sagði Bjarni á samfélagsmiðlinum X.