Fótbolti

Norsku fé­lögin vilja losna við VAR úr norskum fót­bolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Myndbandsdómgæsla er kominn inn í flestar af bestu deildum Evrópu en Norðmenn vilja losna við hana.
Myndbandsdómgæsla er kominn inn í flestar af bestu deildum Evrópu en Norðmenn vilja losna við hana. Getty/David S.Bustamante

Mikil óánægja er með myndbandsdómgæslu í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta en aðeins eitt ár er liðið síðan hún var tekin upp.

Verdens Gang gerði könnun meðal sextán félaga sem spila í efstu deildinni í Noregi auk fimm liða úr B-deildinni og niðurstaðan var skýr.

Meirihluti félaganna vill losna við VAR úr norskum fótbolta.

Blaðamenn VG komust líka yfir eina tillögu fyrir komandi aðalfund hjá félögunum. Þar kemur fram að Rosenborg ætli að vinna markvisst að því að losna strax við myndbandsdómgæslu úr norska fótboltanum.

Svipaðar tillögur hafa einnig verið lagðar fyrir á aðalfundum annarra félaga.

Þessir byrjunarerfiðleikar kalla á mikla gagnrýni en það lítur þó út fyrir að norski fótboltinn munu frekar leita leiða til að bæta myndbandsdómgæsluna í stað þess að losa sig við hana.

Verdens Gang heyrði í Cato Haug, stjórnarmanni hjá norska Toppfótboltanum.

„Staðan er sú að við höfum tekið upp VAR. Við þurfum líka að gera okkur grein fyrir því að fimmtán af sextán félögum í deildinni voru jákvæð fyrir því að taka upp VAR. Það er hluti af sjónvarpssamningi okkar og hluti að sex ára samningi,“ sagði Cato Haug.

„Við viljum frekar nota allan okkar fókus í að þróa og bæta VAR. Það er erfitt ár að baki þar sem við uppgötvuðum marga hluti sem þarf að laga,“ sagði Haug.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×