Óvænt aðstoð Íslendings í Búlgaríu og fengu skýrslurnar afhentar Bjarki Sigurðsson skrifar 19. febrúar 2024 17:57 Mæðgunar Nadia Rós Sherif og Lára Björk Sigrúnardóttir. Vísir Fjölskylda Láru Bjarkar Sigrúnardóttur hefur fengið réttu pappíranna til þess að hægt sé að fljúga henni heim til Íslands frá Búlgaríu. Læknar hjá samtökunum SOS International, sem sjá um að meta ástand sjúklinga fyrir sjúkraflug, fara nú yfir skýrslurnar. Í gær var fjallað um mál Láru Bjarkar hér á Vísi og í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún liggur inni á St. Martins-spítalanum í borginni Varna á austurströnd Búlgaríu eftir að hafa fengið sýklasótt sem þróaðist út frá þvagfærasýkingu. Vegna veikindanna fékk hún blóðsýkingu í nýrun og lifrina og er komin með drep í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. Lára vill að allar aðgerðir á sér verði framkvæmdar á Íslandi og hefur fjölskyldan í viku reynt að fá réttu pappírana til þess að koma henni í sjúkraflug. Spítalinn hafði lítinn áhuga á að afhenda pappírana og skelltu starfsmenn á fólk þegar reynt var að fá gögnin. Íslendingur í Varna kom þeim til bjargar Í yfirlýsingu sem dóttir Láru, Nadia Rós Sheriff, sendi fréttastofu segir að eftir fréttaflutning gærdagsins hafi Íslendingur búsettur í Varna samband við fjölskylduna. Sá talar ágæta búlgörsku og bauðst til þess að sækja börn Láru sem mætt eru til borgarinnar og túlka fyrir þau á spítalanum í dag. Það varð til þess að þau fengu gögnin afhent og komu þeim áfram til samtakanna SOS International þar sem læknar fara nú yfir skýrslurnar og meta hvort hægt sé að fljúga með Láru til Íslands til þess að koma henni í aðgerð þar. Ræðismaðurinn hundruð kílómetra í burtu Lára er tryggð hjá tryggingarfélaginu Verði og hafa starfsmenn þar staðfest við fjölskylduna að félagið sé tilbúið að taka á sig hluta kostnaðar við sjúkraflugið. Fjölskyldunni þykir það leitt að þann tíma sem þau hafa verið úti hafi borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins aldrei boðið þeim aðstoð túlks heldur einungis bent þeim á að ræða við ræðismann í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu, sem er hinum megin í landinu í 440 kílómetra fjarlægð. Íslendingar erlendis Búlgaría Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þungt haldin á gjörgæslu í Búlgaríu meðan heimflutningur strandar á sjúkrahúsinu Íslensk kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild spítala í Búlgaríu með sýklasótt og nýrnabilun. Hún er talin vera í lífshættu en drep er komið í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. 18. febrúar 2024 13:35 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Í gær var fjallað um mál Láru Bjarkar hér á Vísi og í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún liggur inni á St. Martins-spítalanum í borginni Varna á austurströnd Búlgaríu eftir að hafa fengið sýklasótt sem þróaðist út frá þvagfærasýkingu. Vegna veikindanna fékk hún blóðsýkingu í nýrun og lifrina og er komin með drep í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. Lára vill að allar aðgerðir á sér verði framkvæmdar á Íslandi og hefur fjölskyldan í viku reynt að fá réttu pappírana til þess að koma henni í sjúkraflug. Spítalinn hafði lítinn áhuga á að afhenda pappírana og skelltu starfsmenn á fólk þegar reynt var að fá gögnin. Íslendingur í Varna kom þeim til bjargar Í yfirlýsingu sem dóttir Láru, Nadia Rós Sheriff, sendi fréttastofu segir að eftir fréttaflutning gærdagsins hafi Íslendingur búsettur í Varna samband við fjölskylduna. Sá talar ágæta búlgörsku og bauðst til þess að sækja börn Láru sem mætt eru til borgarinnar og túlka fyrir þau á spítalanum í dag. Það varð til þess að þau fengu gögnin afhent og komu þeim áfram til samtakanna SOS International þar sem læknar fara nú yfir skýrslurnar og meta hvort hægt sé að fljúga með Láru til Íslands til þess að koma henni í aðgerð þar. Ræðismaðurinn hundruð kílómetra í burtu Lára er tryggð hjá tryggingarfélaginu Verði og hafa starfsmenn þar staðfest við fjölskylduna að félagið sé tilbúið að taka á sig hluta kostnaðar við sjúkraflugið. Fjölskyldunni þykir það leitt að þann tíma sem þau hafa verið úti hafi borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins aldrei boðið þeim aðstoð túlks heldur einungis bent þeim á að ræða við ræðismann í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu, sem er hinum megin í landinu í 440 kílómetra fjarlægð.
Íslendingar erlendis Búlgaría Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þungt haldin á gjörgæslu í Búlgaríu meðan heimflutningur strandar á sjúkrahúsinu Íslensk kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild spítala í Búlgaríu með sýklasótt og nýrnabilun. Hún er talin vera í lífshættu en drep er komið í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. 18. febrúar 2024 13:35 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Þungt haldin á gjörgæslu í Búlgaríu meðan heimflutningur strandar á sjúkrahúsinu Íslensk kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild spítala í Búlgaríu með sýklasótt og nýrnabilun. Hún er talin vera í lífshættu en drep er komið í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. 18. febrúar 2024 13:35