Óvænt aðstoð Íslendings í Búlgaríu og fengu skýrslurnar afhentar Bjarki Sigurðsson skrifar 19. febrúar 2024 17:57 Mæðgunar Nadia Rós Sherif og Lára Björk Sigrúnardóttir. Vísir Fjölskylda Láru Bjarkar Sigrúnardóttur hefur fengið réttu pappíranna til þess að hægt sé að fljúga henni heim til Íslands frá Búlgaríu. Læknar hjá samtökunum SOS International, sem sjá um að meta ástand sjúklinga fyrir sjúkraflug, fara nú yfir skýrslurnar. Í gær var fjallað um mál Láru Bjarkar hér á Vísi og í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún liggur inni á St. Martins-spítalanum í borginni Varna á austurströnd Búlgaríu eftir að hafa fengið sýklasótt sem þróaðist út frá þvagfærasýkingu. Vegna veikindanna fékk hún blóðsýkingu í nýrun og lifrina og er komin með drep í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. Lára vill að allar aðgerðir á sér verði framkvæmdar á Íslandi og hefur fjölskyldan í viku reynt að fá réttu pappírana til þess að koma henni í sjúkraflug. Spítalinn hafði lítinn áhuga á að afhenda pappírana og skelltu starfsmenn á fólk þegar reynt var að fá gögnin. Íslendingur í Varna kom þeim til bjargar Í yfirlýsingu sem dóttir Láru, Nadia Rós Sheriff, sendi fréttastofu segir að eftir fréttaflutning gærdagsins hafi Íslendingur búsettur í Varna samband við fjölskylduna. Sá talar ágæta búlgörsku og bauðst til þess að sækja börn Láru sem mætt eru til borgarinnar og túlka fyrir þau á spítalanum í dag. Það varð til þess að þau fengu gögnin afhent og komu þeim áfram til samtakanna SOS International þar sem læknar fara nú yfir skýrslurnar og meta hvort hægt sé að fljúga með Láru til Íslands til þess að koma henni í aðgerð þar. Ræðismaðurinn hundruð kílómetra í burtu Lára er tryggð hjá tryggingarfélaginu Verði og hafa starfsmenn þar staðfest við fjölskylduna að félagið sé tilbúið að taka á sig hluta kostnaðar við sjúkraflugið. Fjölskyldunni þykir það leitt að þann tíma sem þau hafa verið úti hafi borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins aldrei boðið þeim aðstoð túlks heldur einungis bent þeim á að ræða við ræðismann í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu, sem er hinum megin í landinu í 440 kílómetra fjarlægð. Íslendingar erlendis Búlgaría Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þungt haldin á gjörgæslu í Búlgaríu meðan heimflutningur strandar á sjúkrahúsinu Íslensk kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild spítala í Búlgaríu með sýklasótt og nýrnabilun. Hún er talin vera í lífshættu en drep er komið í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. 18. febrúar 2024 13:35 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Í gær var fjallað um mál Láru Bjarkar hér á Vísi og í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún liggur inni á St. Martins-spítalanum í borginni Varna á austurströnd Búlgaríu eftir að hafa fengið sýklasótt sem þróaðist út frá þvagfærasýkingu. Vegna veikindanna fékk hún blóðsýkingu í nýrun og lifrina og er komin með drep í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. Lára vill að allar aðgerðir á sér verði framkvæmdar á Íslandi og hefur fjölskyldan í viku reynt að fá réttu pappírana til þess að koma henni í sjúkraflug. Spítalinn hafði lítinn áhuga á að afhenda pappírana og skelltu starfsmenn á fólk þegar reynt var að fá gögnin. Íslendingur í Varna kom þeim til bjargar Í yfirlýsingu sem dóttir Láru, Nadia Rós Sheriff, sendi fréttastofu segir að eftir fréttaflutning gærdagsins hafi Íslendingur búsettur í Varna samband við fjölskylduna. Sá talar ágæta búlgörsku og bauðst til þess að sækja börn Láru sem mætt eru til borgarinnar og túlka fyrir þau á spítalanum í dag. Það varð til þess að þau fengu gögnin afhent og komu þeim áfram til samtakanna SOS International þar sem læknar fara nú yfir skýrslurnar og meta hvort hægt sé að fljúga með Láru til Íslands til þess að koma henni í aðgerð þar. Ræðismaðurinn hundruð kílómetra í burtu Lára er tryggð hjá tryggingarfélaginu Verði og hafa starfsmenn þar staðfest við fjölskylduna að félagið sé tilbúið að taka á sig hluta kostnaðar við sjúkraflugið. Fjölskyldunni þykir það leitt að þann tíma sem þau hafa verið úti hafi borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins aldrei boðið þeim aðstoð túlks heldur einungis bent þeim á að ræða við ræðismann í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu, sem er hinum megin í landinu í 440 kílómetra fjarlægð.
Íslendingar erlendis Búlgaría Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þungt haldin á gjörgæslu í Búlgaríu meðan heimflutningur strandar á sjúkrahúsinu Íslensk kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild spítala í Búlgaríu með sýklasótt og nýrnabilun. Hún er talin vera í lífshættu en drep er komið í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. 18. febrúar 2024 13:35 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Þungt haldin á gjörgæslu í Búlgaríu meðan heimflutningur strandar á sjúkrahúsinu Íslensk kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild spítala í Búlgaríu með sýklasótt og nýrnabilun. Hún er talin vera í lífshættu en drep er komið í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. 18. febrúar 2024 13:35