Var hræddur um að pabbi hans myndi hata hann Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. febrúar 2024 07:01 Binni Glee er viðmælandi í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm Raunveruleika- og samfélagsmiðlastjarnan Binni Glee kom út úr skápnum fyrir tæpum níu árum síðan. Honum fannst auðveldara að segja stelpum að hann væri hommi og tók þetta í skrefum en þegar uppi er staðið segist hann einungis hafa fengið ást og stuðning frá fjölskyldu sinni og vinum. Binni Glee er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: „Léttara að segja konum að ég væri hommi“ Aðspurður hvernig það hafi verið að koma út svarar Binni: „Það var alveg erfitt. Í fyrsta bekk í menntaskóla spurði vinkona mín mig hvort ég væri samkynhneigður og ég ákvað bara að segja já. Hún svaraði bara okei æði,“ segir Binni en þetta var í fyrsta skipti sem einhver spurði hann beint út í það. Hann tók þetta svo í pörtum, sagði stelpunum í bekknum sínum, síðan strákunum og þar á eftir fjölskyldu sinni. Hann segist þakklátur fyrir alla þá ást sem hann fékk. „Ég veit ekki afhverju ég gerði þetta en um jólin 2015 setti ég færslu inn á Beautytips síðuna á Facebook þar sem ég sagði eitthvað: „Ég var að koma út úr skápnum fyrir mömmu og systur minni.“ Ég veit ekki afhverju ég gerði þetta en ég held það sé því mér fannst miklu léttara að segja konum að ég væri hommi heldur en körlum. Á Beautytips eru náttúrulega aðallega gellur. Og ég fékk svo mikla ást.“ Binni Glee kom út úr skápnum fyrir tæpum níu árum síðan og segist hafa fengið mikla ást og mikinn stuðning. Vísir/Hulda Margrét Á í góðu sambandi við pabba sinn Hann kom svo ekki út úr skápnum fyrr en hálfu ári síðar fyrir pabba sínum. „Þegar ég kom út fyrir honum sagði hann: Ég trúi þessu ekki. Ég var bara ómægad, ég hélt að ég væri búinn að eyðileggja sambandið okkar. En hann bara fattaði það ekki og þetta var sjokk fyrir hann og ég skil það. Ég var ótrúlega leiður fyrst og fór að gráta en svo bara næsta dag væri bara eins og ekkert hefði gerst. Og já, ég elska pabba,“ segir Binni og bætir við að þeir eigi mjög gott samband og hann skilji að pabbi hans hafi ekki vitað hvernig hann ætti að bregðast við fyrst. „Ég var ekkert eitthvað ómægad hann hatar mig en ég var samt alveg hvað ef hann hatar mig skilurðu? En svo var bara allt í lagi.“ Raunveruleikastjörnurnar og hinsegin fyrirmyndirnar úr Æði seríunum. Frá vinstri Gunnar Skírnir, Sæmundur, Patrekur Jaime, Binni Glee og Bassi Maraj. Vísir/Hulda Margrét Páll Óskar áhrifavaldur í lífi Binna Binni er ótrúlega þakklátur fyrir það að geta verið hinsegin fyrirmynd í íslensku samfélagi og finnst ómetanlegt að fá að heyra að hann hafi haft jákvæð áhrif á líf fólks og hjálpað því með sýnileika sínum. Aðspurður hvort hann hafi sjálfur átt einhverja fyrirmynd í æsku svarar hann: „Ég myndi alveg segja að Páll Óskar hafi verið mjög stór.“ Binni á stóra fjölskyldu í Filipseyjum sem hann á í mjög góðu sambandi við og fer hann reglulega í heimsókn til þeirra. „Amma mín í Filipseyjum er bara uppáhalds manneskjan mín í öllum heiminum. Það var líka svo létt að koma út fyrir þeim, ég á svo mikið af hinsegin frændfólki úti.“ Einkalífið er á Spotify. Í spilaranum hér að neðan má heyra viðtalið við Binna: Einkalífið Geðheilbrigði Hinsegin Æði Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Binni Glee er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: „Léttara að segja konum að ég væri hommi“ Aðspurður hvernig það hafi verið að koma út svarar Binni: „Það var alveg erfitt. Í fyrsta bekk í menntaskóla spurði vinkona mín mig hvort ég væri samkynhneigður og ég ákvað bara að segja já. Hún svaraði bara okei æði,“ segir Binni en þetta var í fyrsta skipti sem einhver spurði hann beint út í það. Hann tók þetta svo í pörtum, sagði stelpunum í bekknum sínum, síðan strákunum og þar á eftir fjölskyldu sinni. Hann segist þakklátur fyrir alla þá ást sem hann fékk. „Ég veit ekki afhverju ég gerði þetta en um jólin 2015 setti ég færslu inn á Beautytips síðuna á Facebook þar sem ég sagði eitthvað: „Ég var að koma út úr skápnum fyrir mömmu og systur minni.“ Ég veit ekki afhverju ég gerði þetta en ég held það sé því mér fannst miklu léttara að segja konum að ég væri hommi heldur en körlum. Á Beautytips eru náttúrulega aðallega gellur. Og ég fékk svo mikla ást.“ Binni Glee kom út úr skápnum fyrir tæpum níu árum síðan og segist hafa fengið mikla ást og mikinn stuðning. Vísir/Hulda Margrét Á í góðu sambandi við pabba sinn Hann kom svo ekki út úr skápnum fyrr en hálfu ári síðar fyrir pabba sínum. „Þegar ég kom út fyrir honum sagði hann: Ég trúi þessu ekki. Ég var bara ómægad, ég hélt að ég væri búinn að eyðileggja sambandið okkar. En hann bara fattaði það ekki og þetta var sjokk fyrir hann og ég skil það. Ég var ótrúlega leiður fyrst og fór að gráta en svo bara næsta dag væri bara eins og ekkert hefði gerst. Og já, ég elska pabba,“ segir Binni og bætir við að þeir eigi mjög gott samband og hann skilji að pabbi hans hafi ekki vitað hvernig hann ætti að bregðast við fyrst. „Ég var ekkert eitthvað ómægad hann hatar mig en ég var samt alveg hvað ef hann hatar mig skilurðu? En svo var bara allt í lagi.“ Raunveruleikastjörnurnar og hinsegin fyrirmyndirnar úr Æði seríunum. Frá vinstri Gunnar Skírnir, Sæmundur, Patrekur Jaime, Binni Glee og Bassi Maraj. Vísir/Hulda Margrét Páll Óskar áhrifavaldur í lífi Binna Binni er ótrúlega þakklátur fyrir það að geta verið hinsegin fyrirmynd í íslensku samfélagi og finnst ómetanlegt að fá að heyra að hann hafi haft jákvæð áhrif á líf fólks og hjálpað því með sýnileika sínum. Aðspurður hvort hann hafi sjálfur átt einhverja fyrirmynd í æsku svarar hann: „Ég myndi alveg segja að Páll Óskar hafi verið mjög stór.“ Binni á stóra fjölskyldu í Filipseyjum sem hann á í mjög góðu sambandi við og fer hann reglulega í heimsókn til þeirra. „Amma mín í Filipseyjum er bara uppáhalds manneskjan mín í öllum heiminum. Það var líka svo létt að koma út fyrir þeim, ég á svo mikið af hinsegin frændfólki úti.“ Einkalífið er á Spotify. Í spilaranum hér að neðan má heyra viðtalið við Binna:
Einkalífið Geðheilbrigði Hinsegin Æði Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira