Ingibjörg Sólrún kemur Kristrúnu til varnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. febrúar 2024 22:32 Ingibjörg Sólrún segir jafnaðarmenn búa bæði yfir þeirri reynslu og þekkingu sem þarf til að móta heildstæða og mannúðlega stefnu í málefnum innflytjenda og hælisleitenda. vísir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, kemur Kristrúnu Frostadóttur, núverandi formanni, til varnar í pistli á Facebook. Kristrún hefur mátt sæta gagnrýni vegna ummæla hennar um málefni innflytjenda og hælisleitenda. Ingibjörg segir vangaveltur Kristrúnar almennar og að grunnstefið hafi verið sanngirni, mannúð og sjálfbærni. Töluverð umræða hefur skapast um málaflokkinn undanfarið, sér í lagi í kjölfar hlaðvarpsviðtals við Kristrúnu þar sem hún lýsti því, í stuttu máli, að núverandi hælisleitendakerfi væri ósanngjarnt og að Ísland þurfi að ganga í takt við aðrar Norðurlandaþjóðir hvað það varðar. Ummælin vöktu ýmiss konar viðbrögð. Pólitískir andstæðingar, líkt og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra buðu Kristrúnu „velkomna á vagninn“. Ummælin vöktu ekki jafn mikla lukku hjá öðru Samfylkingarfólki. Til að mynda skrifuðu samflokkskonur Kristrúnar, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir varaþingmanns Samfylkingarinnar og Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ, grein á Vísi þar sem þær segja allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda ganga gegn jafnaðarstefnunni. Hefur þessari togstreitu verið lýst sem uppgjöri á milli „nýju og gömlu“ Samfylkingarinnar. Nú hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem var formaður flokksins á árunum 2005-2009, komið Kristrúnu til varnar í Facebook-pistli. „Það var eins og við manninn mælt, hún var ekki fyrr búin að ljúka orðinu en einhverjir höfðu fundið það út að þarna hefði formaður Samfylkingarinnar mælt af munni fram alveg nýja og harðari stefnu í málefnum innflytjenda. Samt voru þetta bara almennar vangaveltur um ýmsar hliðar þessara mála þar sem grunnstefið var sanngirni, mannúð og sjálfbærni,“ segir Ingibjörg Sólrun og enn fremur: „Kristrún varpaði upp spurningunni: Hvað get ég raunsætt gert í málinu? Sem er auðvitað stóra spurningin sem stjórnmálin verða að spyrja og hafa djörfung og dug til að taka til umræðu. Það eru margar hliðar á þessu flókna máli og jafnaðarmenn búa bæði yfir þeirri reynslu og þekkingu sem þarf til að móta heildstæða og mannúðlega stefnu í málefnum innflytjenda og hælisleitenda. Látum ekki siga okkur hvert á annað,“ segir Ingibjörg Sólrún að lokum. Samfylkingin Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Sjá meira
Töluverð umræða hefur skapast um málaflokkinn undanfarið, sér í lagi í kjölfar hlaðvarpsviðtals við Kristrúnu þar sem hún lýsti því, í stuttu máli, að núverandi hælisleitendakerfi væri ósanngjarnt og að Ísland þurfi að ganga í takt við aðrar Norðurlandaþjóðir hvað það varðar. Ummælin vöktu ýmiss konar viðbrögð. Pólitískir andstæðingar, líkt og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra buðu Kristrúnu „velkomna á vagninn“. Ummælin vöktu ekki jafn mikla lukku hjá öðru Samfylkingarfólki. Til að mynda skrifuðu samflokkskonur Kristrúnar, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir varaþingmanns Samfylkingarinnar og Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ, grein á Vísi þar sem þær segja allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda ganga gegn jafnaðarstefnunni. Hefur þessari togstreitu verið lýst sem uppgjöri á milli „nýju og gömlu“ Samfylkingarinnar. Nú hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem var formaður flokksins á árunum 2005-2009, komið Kristrúnu til varnar í Facebook-pistli. „Það var eins og við manninn mælt, hún var ekki fyrr búin að ljúka orðinu en einhverjir höfðu fundið það út að þarna hefði formaður Samfylkingarinnar mælt af munni fram alveg nýja og harðari stefnu í málefnum innflytjenda. Samt voru þetta bara almennar vangaveltur um ýmsar hliðar þessara mála þar sem grunnstefið var sanngirni, mannúð og sjálfbærni,“ segir Ingibjörg Sólrun og enn fremur: „Kristrún varpaði upp spurningunni: Hvað get ég raunsætt gert í málinu? Sem er auðvitað stóra spurningin sem stjórnmálin verða að spyrja og hafa djörfung og dug til að taka til umræðu. Það eru margar hliðar á þessu flókna máli og jafnaðarmenn búa bæði yfir þeirri reynslu og þekkingu sem þarf til að móta heildstæða og mannúðlega stefnu í málefnum innflytjenda og hælisleitenda. Látum ekki siga okkur hvert á annað,“ segir Ingibjörg Sólrún að lokum.
Samfylkingin Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Sjá meira