Vill taka þrjátíu milljarða lán vegna jarðhræringa Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2024 16:09 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp um breytingu fjárlaga sem snúa að allt að þrjátíu milljarða lántöku í erlendri mynt. Á það að mæta mögulegri fjárþörf vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Samkvæmt frumvarpinu, sem sjá má hér á vef Alþingis, mun Þórdís einnig geta endurlánað allt að 12,5 milljörðum til eignaumsýslufélags sem koma á á fót vegna kaupa á íbúðarhúsnæði í Grindavíkurbæ. Eignaumsýslufélag þetta mun fá það hlutverk að „annast kaup, umsýslu og ráðstöfun íbúðarhúsnæðis innan þéttbýlismarka Grindavíkurbæjar ásamt því að leggja félaginu til nauðsynlegt hlutafé til að það geti staðið undir þeim kaupum.“ Sjá einnig: Vonar að frumvarp um húsakaup fljúgi í gegn Þá segir í inngangi fjáraukalagafrumvarpsins að markmið þess sé að verja fjárhag og velferð íbúa Grindavíkurbæjar og gefa einstaklingum kost á að losa sig undan þeirri áhættu sem fylgir eignarhaldi á íbúðarhúsnæði í bænum. Þetta er annað fjáraukalagafrumvarp sem lagt hefur verið fram á þessu ári en bæði eru til komin vegna jarðhræringanna á Reykjanesi. Fjárlagafrumvarp 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ökumenn stoppi stutt á nýjum vegi yfir heitt hraun Unnið er að gerð nýs vegar innan varnargarðanna við Svartsengi sem opnar leið til Grindavíkur og í starfsemi í Svartsengi, þar á meðal Bláa lónið. Hraun fór yfir hluta Grindavíkurvegar og Bláalónsvegar í síðustu viku. Með nýju vegtengingunni verður hægt að fara frá Grindavíkurvegi að Bláalónsvegi sem tengist inn á Nesveg. 17. febrúar 2024 11:28 „Það þarf að hleypa okkur líka heim“ Hjálmar Hallgrímsson formaður bæjarráðs Grindavíkur segir það skjóta skökku við að Bláa lónið fái að taka á móti gestum meðan íbúar og fyrirtæki í Grindavík fái takmarkað aðgengi að heimabæ sínum. 16. febrúar 2024 20:30 Færeyingar söfnuðu tíu milljónum fyrir Grindvíkinga Nú hefur yfir 33 milljónum króna verið úthlutað til Grindvíkinga úr neyðarsöfnun Rauða krossins. Alls hafa yfir 45 milljónir safnast og úthlutun er enn í fullum gangi. Af þeim 45 milljónum sem söfnuðust komu tíu þeirra frá Færeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum. 16. febrúar 2024 14:54 Ekki hægt að treysta bara á Svartsengi til lengri tíma Verkfræðingur á vegum almannavarna segir viðbúið að gera megi ráð fyrir frekari skakkaföllum á vatnslögnum til og frá orkuverinu í Svartsengi í komandi jarðhræringum. Leitað sé að jarðhita til að tryggja tvöfalt öryggi á orkuframleiðslu ef ske kynni að framleiðsla í Svartsengi stöðvist. 16. febrúar 2024 11:30 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Samkvæmt frumvarpinu, sem sjá má hér á vef Alþingis, mun Þórdís einnig geta endurlánað allt að 12,5 milljörðum til eignaumsýslufélags sem koma á á fót vegna kaupa á íbúðarhúsnæði í Grindavíkurbæ. Eignaumsýslufélag þetta mun fá það hlutverk að „annast kaup, umsýslu og ráðstöfun íbúðarhúsnæðis innan þéttbýlismarka Grindavíkurbæjar ásamt því að leggja félaginu til nauðsynlegt hlutafé til að það geti staðið undir þeim kaupum.“ Sjá einnig: Vonar að frumvarp um húsakaup fljúgi í gegn Þá segir í inngangi fjáraukalagafrumvarpsins að markmið þess sé að verja fjárhag og velferð íbúa Grindavíkurbæjar og gefa einstaklingum kost á að losa sig undan þeirri áhættu sem fylgir eignarhaldi á íbúðarhúsnæði í bænum. Þetta er annað fjáraukalagafrumvarp sem lagt hefur verið fram á þessu ári en bæði eru til komin vegna jarðhræringanna á Reykjanesi.
Fjárlagafrumvarp 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ökumenn stoppi stutt á nýjum vegi yfir heitt hraun Unnið er að gerð nýs vegar innan varnargarðanna við Svartsengi sem opnar leið til Grindavíkur og í starfsemi í Svartsengi, þar á meðal Bláa lónið. Hraun fór yfir hluta Grindavíkurvegar og Bláalónsvegar í síðustu viku. Með nýju vegtengingunni verður hægt að fara frá Grindavíkurvegi að Bláalónsvegi sem tengist inn á Nesveg. 17. febrúar 2024 11:28 „Það þarf að hleypa okkur líka heim“ Hjálmar Hallgrímsson formaður bæjarráðs Grindavíkur segir það skjóta skökku við að Bláa lónið fái að taka á móti gestum meðan íbúar og fyrirtæki í Grindavík fái takmarkað aðgengi að heimabæ sínum. 16. febrúar 2024 20:30 Færeyingar söfnuðu tíu milljónum fyrir Grindvíkinga Nú hefur yfir 33 milljónum króna verið úthlutað til Grindvíkinga úr neyðarsöfnun Rauða krossins. Alls hafa yfir 45 milljónir safnast og úthlutun er enn í fullum gangi. Af þeim 45 milljónum sem söfnuðust komu tíu þeirra frá Færeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum. 16. febrúar 2024 14:54 Ekki hægt að treysta bara á Svartsengi til lengri tíma Verkfræðingur á vegum almannavarna segir viðbúið að gera megi ráð fyrir frekari skakkaföllum á vatnslögnum til og frá orkuverinu í Svartsengi í komandi jarðhræringum. Leitað sé að jarðhita til að tryggja tvöfalt öryggi á orkuframleiðslu ef ske kynni að framleiðsla í Svartsengi stöðvist. 16. febrúar 2024 11:30 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Ökumenn stoppi stutt á nýjum vegi yfir heitt hraun Unnið er að gerð nýs vegar innan varnargarðanna við Svartsengi sem opnar leið til Grindavíkur og í starfsemi í Svartsengi, þar á meðal Bláa lónið. Hraun fór yfir hluta Grindavíkurvegar og Bláalónsvegar í síðustu viku. Með nýju vegtengingunni verður hægt að fara frá Grindavíkurvegi að Bláalónsvegi sem tengist inn á Nesveg. 17. febrúar 2024 11:28
„Það þarf að hleypa okkur líka heim“ Hjálmar Hallgrímsson formaður bæjarráðs Grindavíkur segir það skjóta skökku við að Bláa lónið fái að taka á móti gestum meðan íbúar og fyrirtæki í Grindavík fái takmarkað aðgengi að heimabæ sínum. 16. febrúar 2024 20:30
Færeyingar söfnuðu tíu milljónum fyrir Grindvíkinga Nú hefur yfir 33 milljónum króna verið úthlutað til Grindvíkinga úr neyðarsöfnun Rauða krossins. Alls hafa yfir 45 milljónir safnast og úthlutun er enn í fullum gangi. Af þeim 45 milljónum sem söfnuðust komu tíu þeirra frá Færeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum. 16. febrúar 2024 14:54
Ekki hægt að treysta bara á Svartsengi til lengri tíma Verkfræðingur á vegum almannavarna segir viðbúið að gera megi ráð fyrir frekari skakkaföllum á vatnslögnum til og frá orkuverinu í Svartsengi í komandi jarðhræringum. Leitað sé að jarðhita til að tryggja tvöfalt öryggi á orkuframleiðslu ef ske kynni að framleiðsla í Svartsengi stöðvist. 16. febrúar 2024 11:30