Lögmaður skammaður fyrir framkomu gagnvart erfingjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2024 14:31 Stærsta eignin í dánarbúinu var fasteign sem lögmaðurinn þurfti að koma í verð. Vísir/Vilhelm Lögmaður á Íslandi sem skipaður var skiptastjóri í dánarbúi konu hefur verið áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir að hafa haldið eftir fjármunum erfingjanna og reyna að villa um fyrir nefndinni. Hann heldur þó þóknun sinni sem erfingjar konunnar töldu allt of háa. Lögmaðurinn var skipaður skiptastjóri í opinberum skiptum á dánarbúi konu í júli 2020. Mikill ágreiningur var milli erfingjanna í aðdraganda skiptanna og við sjálf skiptin sem lögmaðurinn fékk það hlutverk að leysa úr. Helsta eignin í búinu var fasteign í Reykjavík sem þurfti að koma í verð. Skiptin tóku um eitt og hálft ár og var tillaga lögmannsins að úthlutun samþykkt á skiptafundi 4. janúar 2022. Þann 24. febrúar 2022 óskaði lögmaðurinn eftir upplýsingum frá fulltrúa sýslumanns varðandi frágang skiptanna og óskaði eftir upplýsingum um hvert hann ætti að greiða erfðafjárskattinn. Hann fékk svar daginn eftir með leiðbeiningum þar að lútandi. Greiða skyldi skattinn inn á reikning hjá sýslumanni. Óvænt innheimtukrafa Það kom erfingjunum í opna skjöldu þegar þeim barst innheimtubréf í janúar 2023 vegna vangoldins erfðafjárskatt. Kom í ljós að lögmaðurinn var ekki búinn að greiða skattinn heldur hafði haldið honum eftir hjá sér. Af tilkynningunni taldi einn erfingjanna ljóst að lögmaðurinn hefði ekki greitt skattinn og kvartaði til úrskurðarnefndar lögmanna. Kvörtunin sneri að störfum lögmannsins við skiptin, rúmlega sex milljóna króna þóknun sem lögmaðurinn greiddi sér og fleiri atriðum. Lögmaðurinn greiddi erfðafjárskattinn nokkrum dögum síðar eða þann 31. janúar auk dráttarvaxta. Bar hann fyrir sig að hafa ekki fengið senda álagningu en hann hefði það verklag að greiða erfðafjárskatt vegna dánarbúa aldrei fyrr en formleg tilkynning bærist frá sýslumanni. Kvartaði erfinginn undan því að hafa þurft að ýta á eftir lögmanninum í hverju einasta skrefi ferilsins. Varnaraðili hefði ekkert frumkvæði sýnt að samskiptum vegna málsins, ekki sinnt óskum erfingja og loks hefði farið svo að erfingjarnir hefðu látið tilteknum erfingja flest innbúið til að ljúka ágreiningi. Vildi að tímafjöldi yrði endurskoðaður Steininn hefði svo tekið úr þegar innheimtubréf hefði borist frá Skattinum vegna erfðaskatts sem lögmaðurinn hefði þó dregið af arfshluta erfingjanna. Kallaði erfinginn meðal annars eftir að tímafjöldi lögmannsins við vinnuna yrði endurskoðaður og að há þóknun til fasteignasala yrði útskýrð. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að hún þyrfti að vísa frá kvörtuninni sem sneri að þóknun lögmannsins til síns sjálfs þar sem rúmlega ár leið frá því að erfingjarnir samþykktu þóknunina og þar til kvörtunin barst. Samkvæmt reglum yrði hún að berast innan árs. Hins vegar áminnti nefndin lögmanninn fyrir að standa ekki skil á erfðaskattinum og að reyna að villa um fyrir nefndinni. Hann hefði átt að greiða skattinn við fyrsta tækifæri. Peningarnir hafi verið eign erfingjanna sem átti að greiða til hins opinbera. Hann hefði fengið leiðbeiningar hvernig standa ætti að greiðslu þeirra. Það samrýmdist ekki góðum lögmannsháttum að halda fjármununum eftir í rúmlega ár. Reyndi að villa um fyrir nefndinni Þá hnaut nefndin um það að lögmaðurinn hefði haldið því fram að hann hefði verið búinn að gera upp erfðaskattinn þegar að kvörtun erfingjans var send nefndinni. Nefndin upplýsir að lögmaðurinn hafi eftir ítrekuð tilmæli loks skilað gögnum sem sýndu að hann greiddi erfðafjárskattinn ekki fyrr en 31. janúar 2023 eða tæpri viku eftir að kvörtunin barst nefndinni. Því lægi fyrir að lögmaðurinn hefði reynt að villa um fyrir nefndinni og hafa áhrif á niðurstöðu málsins þannig. Taldi nefndin lögmanninn þannig bæði hafa vanrækt skyldur sínar samkvæmt siðareglum lögmanna og lögmannalögum við skil vörslufjár auk þess að veita nefndinni rangar upplýsingar í kjölfarið. Yrði því ekki komist hjá því að áminna hann. Úrskurð nefndarinnar má lesa hér að neðan. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Lögmennska Reykjavík Fjölskyldumál Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Lögmaðurinn var skipaður skiptastjóri í opinberum skiptum á dánarbúi konu í júli 2020. Mikill ágreiningur var milli erfingjanna í aðdraganda skiptanna og við sjálf skiptin sem lögmaðurinn fékk það hlutverk að leysa úr. Helsta eignin í búinu var fasteign í Reykjavík sem þurfti að koma í verð. Skiptin tóku um eitt og hálft ár og var tillaga lögmannsins að úthlutun samþykkt á skiptafundi 4. janúar 2022. Þann 24. febrúar 2022 óskaði lögmaðurinn eftir upplýsingum frá fulltrúa sýslumanns varðandi frágang skiptanna og óskaði eftir upplýsingum um hvert hann ætti að greiða erfðafjárskattinn. Hann fékk svar daginn eftir með leiðbeiningum þar að lútandi. Greiða skyldi skattinn inn á reikning hjá sýslumanni. Óvænt innheimtukrafa Það kom erfingjunum í opna skjöldu þegar þeim barst innheimtubréf í janúar 2023 vegna vangoldins erfðafjárskatt. Kom í ljós að lögmaðurinn var ekki búinn að greiða skattinn heldur hafði haldið honum eftir hjá sér. Af tilkynningunni taldi einn erfingjanna ljóst að lögmaðurinn hefði ekki greitt skattinn og kvartaði til úrskurðarnefndar lögmanna. Kvörtunin sneri að störfum lögmannsins við skiptin, rúmlega sex milljóna króna þóknun sem lögmaðurinn greiddi sér og fleiri atriðum. Lögmaðurinn greiddi erfðafjárskattinn nokkrum dögum síðar eða þann 31. janúar auk dráttarvaxta. Bar hann fyrir sig að hafa ekki fengið senda álagningu en hann hefði það verklag að greiða erfðafjárskatt vegna dánarbúa aldrei fyrr en formleg tilkynning bærist frá sýslumanni. Kvartaði erfinginn undan því að hafa þurft að ýta á eftir lögmanninum í hverju einasta skrefi ferilsins. Varnaraðili hefði ekkert frumkvæði sýnt að samskiptum vegna málsins, ekki sinnt óskum erfingja og loks hefði farið svo að erfingjarnir hefðu látið tilteknum erfingja flest innbúið til að ljúka ágreiningi. Vildi að tímafjöldi yrði endurskoðaður Steininn hefði svo tekið úr þegar innheimtubréf hefði borist frá Skattinum vegna erfðaskatts sem lögmaðurinn hefði þó dregið af arfshluta erfingjanna. Kallaði erfinginn meðal annars eftir að tímafjöldi lögmannsins við vinnuna yrði endurskoðaður og að há þóknun til fasteignasala yrði útskýrð. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að hún þyrfti að vísa frá kvörtuninni sem sneri að þóknun lögmannsins til síns sjálfs þar sem rúmlega ár leið frá því að erfingjarnir samþykktu þóknunina og þar til kvörtunin barst. Samkvæmt reglum yrði hún að berast innan árs. Hins vegar áminnti nefndin lögmanninn fyrir að standa ekki skil á erfðaskattinum og að reyna að villa um fyrir nefndinni. Hann hefði átt að greiða skattinn við fyrsta tækifæri. Peningarnir hafi verið eign erfingjanna sem átti að greiða til hins opinbera. Hann hefði fengið leiðbeiningar hvernig standa ætti að greiðslu þeirra. Það samrýmdist ekki góðum lögmannsháttum að halda fjármununum eftir í rúmlega ár. Reyndi að villa um fyrir nefndinni Þá hnaut nefndin um það að lögmaðurinn hefði haldið því fram að hann hefði verið búinn að gera upp erfðaskattinn þegar að kvörtun erfingjans var send nefndinni. Nefndin upplýsir að lögmaðurinn hafi eftir ítrekuð tilmæli loks skilað gögnum sem sýndu að hann greiddi erfðafjárskattinn ekki fyrr en 31. janúar 2023 eða tæpri viku eftir að kvörtunin barst nefndinni. Því lægi fyrir að lögmaðurinn hefði reynt að villa um fyrir nefndinni og hafa áhrif á niðurstöðu málsins þannig. Taldi nefndin lögmanninn þannig bæði hafa vanrækt skyldur sínar samkvæmt siðareglum lögmanna og lögmannalögum við skil vörslufjár auk þess að veita nefndinni rangar upplýsingar í kjölfarið. Yrði því ekki komist hjá því að áminna hann. Úrskurð nefndarinnar má lesa hér að neðan. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögmennska Reykjavík Fjölskyldumál Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira