Maðurinn sem setti upp körfuboltahring heima hjá sér Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2024 10:19 Snorri Bjarnvin er maður sem lætur verkin tala. Hann setti einfaldlega körfuboltahring upp heima hjá sér. Hann vill þó taka það fram að hann er með bolta úr mjúkum svampi sem heyrist ekki í. Snorri Bjarnvin Jónsson spurði ekki einu sinni eiginkonuna um leyfi þegar hann lét áralangan draum rætast og setti upp körfuboltahring í forstofunni heima hjá sér. „Ég veit ekki um neinn sem er með körfuboltahring inni heima hjá sér. Þá langar til þess en taka ekki slaginn,“ segir Snorri Bjarnvin Jónsson. Vinirnir hlógu og sögðu hann aldrei fá þetta samþykkt Snorri hélt upp á afmæli sitt nýverið, hann fékk uppáhaldið sitt sem er rúlluterta í morgunmat og … hann lét gamlan draum sinn rætast með körfuboltahringinn. „Þetta tók átján mánuði. Eða allt frá því að við keyptum þetta hús,“ segir Snorri en um er að ræða einbýlishús í Garðabæ. „Tvöföld meðganga og erfið fæðing. Það þurfti að sannfæra hana. Hún samþykkti þetta aldrei almennilega, ég bara setti hann upp!“ Snorri og eiginkona hans eiga þrjú börn og fluttu í húsið fyrir átján mánuðum. Forstofan er hærri til lofts en gerist og gengur og Snorri sá möguleikana í hendi sér. Og hér fyrir neðan má sjá Snorra leika listir sínar. „Já. Ég sá þetta strax þegar við keyptum að þarna var pláss fyrir körfu. Það var hlegið að þessu fyrst. Allir sem ég nefndi þetta við hlógu og sögðu: Eiginkonan samþykkir þetta aldrei. En, þarna kemur fjórða vaktin inn,“ segir Snorri og er harla ánægður með sig. Margir karlmenn sem hefja sambúð kannast við það að þeir hafa lítið um það að segja hvernig skipulagi er hagað innanhúss. Setti körfuboltahringinn einfaldlega upp Og þeir sem telja sig ráða einhverju um það, eru einmitt þar: Þeir telja sig ráða einhverju um það. Hvar eru plaggötin úr strákaherberginu? Hvar er myndin af Arnold? Hvar er plaggatið af Metallica? „Jú. Ég er í stjórnendastöðu í minni vinnu en við erum bara kóarar þegar við komum heim til okkar. Enginn vina minna er stjórnandi á sínu heimili. En ég fékk þetta í gegn með einhvers konar sannfæringarkrafti. Á maður ekki að framfylgja draumum sínum? Og af hverju er verið að stoppa það? Hver stoppar það? Eiginkonan!“ Snorri kann ekki alveg að lýsa því sem gerðist, hver er lykillinn að þessum árangri. Hann telur þetta sambland af þrautseigju og sannfæringarkrafti og svo því að stíga skrefið. Þora. Hann segir að karlmenn séu að þessu leyti upp til hópa kúgaðir. Það þorir enginn að segja neitt. En þetta er það sem Snorri kallar fjórðu vaktina; hann hvetur eiginkonu sína alltaf til að gera það sem hún vill gera. Fara í gönguskíðaferðir og svo framvegis. „Ég er vel giftur og hún á hrós skilið fyrir að standa ekki í vegi fyrir þessu,“ segir Snorri. Sem er með sérhannaðan bolta úr mjúkum svampi sem heyrist ekki í. Körfubolti Hús og heimili Garðabær Ástin og lífið Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
„Ég veit ekki um neinn sem er með körfuboltahring inni heima hjá sér. Þá langar til þess en taka ekki slaginn,“ segir Snorri Bjarnvin Jónsson. Vinirnir hlógu og sögðu hann aldrei fá þetta samþykkt Snorri hélt upp á afmæli sitt nýverið, hann fékk uppáhaldið sitt sem er rúlluterta í morgunmat og … hann lét gamlan draum sinn rætast með körfuboltahringinn. „Þetta tók átján mánuði. Eða allt frá því að við keyptum þetta hús,“ segir Snorri en um er að ræða einbýlishús í Garðabæ. „Tvöföld meðganga og erfið fæðing. Það þurfti að sannfæra hana. Hún samþykkti þetta aldrei almennilega, ég bara setti hann upp!“ Snorri og eiginkona hans eiga þrjú börn og fluttu í húsið fyrir átján mánuðum. Forstofan er hærri til lofts en gerist og gengur og Snorri sá möguleikana í hendi sér. Og hér fyrir neðan má sjá Snorra leika listir sínar. „Já. Ég sá þetta strax þegar við keyptum að þarna var pláss fyrir körfu. Það var hlegið að þessu fyrst. Allir sem ég nefndi þetta við hlógu og sögðu: Eiginkonan samþykkir þetta aldrei. En, þarna kemur fjórða vaktin inn,“ segir Snorri og er harla ánægður með sig. Margir karlmenn sem hefja sambúð kannast við það að þeir hafa lítið um það að segja hvernig skipulagi er hagað innanhúss. Setti körfuboltahringinn einfaldlega upp Og þeir sem telja sig ráða einhverju um það, eru einmitt þar: Þeir telja sig ráða einhverju um það. Hvar eru plaggötin úr strákaherberginu? Hvar er myndin af Arnold? Hvar er plaggatið af Metallica? „Jú. Ég er í stjórnendastöðu í minni vinnu en við erum bara kóarar þegar við komum heim til okkar. Enginn vina minna er stjórnandi á sínu heimili. En ég fékk þetta í gegn með einhvers konar sannfæringarkrafti. Á maður ekki að framfylgja draumum sínum? Og af hverju er verið að stoppa það? Hver stoppar það? Eiginkonan!“ Snorri kann ekki alveg að lýsa því sem gerðist, hver er lykillinn að þessum árangri. Hann telur þetta sambland af þrautseigju og sannfæringarkrafti og svo því að stíga skrefið. Þora. Hann segir að karlmenn séu að þessu leyti upp til hópa kúgaðir. Það þorir enginn að segja neitt. En þetta er það sem Snorri kallar fjórðu vaktina; hann hvetur eiginkonu sína alltaf til að gera það sem hún vill gera. Fara í gönguskíðaferðir og svo framvegis. „Ég er vel giftur og hún á hrós skilið fyrir að standa ekki í vegi fyrir þessu,“ segir Snorri. Sem er með sérhannaðan bolta úr mjúkum svampi sem heyrist ekki í.
Körfubolti Hús og heimili Garðabær Ástin og lífið Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira