„Ég elska hann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2024 09:30 Brahim Diaz fagnar sigurmarki sínu fyrir Real Madrid í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Getty/ David S. Bustamante Brahim Díaz fékk það krefjandi verkefnið að leysa af Jude Bellingham í fyrri leik Real Madrid og RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Strákurinn stóðst það próf og gott betur. Díaz skoraði eina mark leiksins á glæsilegan hátt eftir mikið einstaklingsframtak. Hann fékk boltann út á kanti, lék á nokkra varnarmenn, kom sér inn í teiginn og afgreiddi boltann upp í fjærhornið. Markið var jafnglæsilegt og það var mikilvægt enda tryggði það Real dýrmætan útisigur. Bellingham sat meiddur heima í stofu en fór inn á samfélagmiðla og heiðraði varamann sinn með orðunum: „Guð minn góður Brahim!“ Það má sjá sigurmark Brahim Díaz hér fyrir neðan. Klippa: Sigurmark Brahim Díaz Díaz talaði vel um Bellingham eftir leikinn. „Ég elska hann,“ sagði Brahim Díaz við Movistar. ESPN segir frá. „Við náðum mjög vel saman frá fyrsta degi. Ég er að hjálpa honum með spænskuna. Hann er heimsklassa leikmaður og ég nýt þess að spila með honum. Fyrir utan sjarmann sinn þá er hann góð manneskja,“ sagði Brahim. „Þrátt fyrir að vera án Jude, sem við söknuðum, [Antonio] Rudiger og allra hinna leikmannanna sem hafa verið lengi meiddir, þá höldum við áfram að sýna það að við erum með frábært lið og að við erum Real Madrid,“ sagði Brahim. Brahim Díaz gekk ekki allt of vel að fóta sig í Real Madrid liðinu eftir að hann kom frá AC Milan. Hann hefur hins vegar komið öflugur inn að undanförnu og þetta var hans áttunda mark á leiktíðinni. „Eftir þessi tvö ár í Mílanó þá er hann sterkri og með meiri karakter,“ sagði Carlo Ancelotti þjálfari um Díaz. „Hann byrjaði tímabilið án þess að fá að spila mikið en þegar hann fékk tækifærið þá hefur hann alltaf skilað til iðsins. Í dag skoraði hann stórbrotið mark,“ sagði Ancelotti. "If a wide receiver would have done that in American football everyone would have gone ballistic, but the ball is at his feet. Sorry wide receivers and sorry @nateburleson."Thierry Henry's analysis of Brahim Diaz's golazo is pure poetry pic.twitter.com/BocZEboH0t— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) February 13, 2024 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Íslenski boltinn PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Sjá meira
Díaz skoraði eina mark leiksins á glæsilegan hátt eftir mikið einstaklingsframtak. Hann fékk boltann út á kanti, lék á nokkra varnarmenn, kom sér inn í teiginn og afgreiddi boltann upp í fjærhornið. Markið var jafnglæsilegt og það var mikilvægt enda tryggði það Real dýrmætan útisigur. Bellingham sat meiddur heima í stofu en fór inn á samfélagmiðla og heiðraði varamann sinn með orðunum: „Guð minn góður Brahim!“ Það má sjá sigurmark Brahim Díaz hér fyrir neðan. Klippa: Sigurmark Brahim Díaz Díaz talaði vel um Bellingham eftir leikinn. „Ég elska hann,“ sagði Brahim Díaz við Movistar. ESPN segir frá. „Við náðum mjög vel saman frá fyrsta degi. Ég er að hjálpa honum með spænskuna. Hann er heimsklassa leikmaður og ég nýt þess að spila með honum. Fyrir utan sjarmann sinn þá er hann góð manneskja,“ sagði Brahim. „Þrátt fyrir að vera án Jude, sem við söknuðum, [Antonio] Rudiger og allra hinna leikmannanna sem hafa verið lengi meiddir, þá höldum við áfram að sýna það að við erum með frábært lið og að við erum Real Madrid,“ sagði Brahim. Brahim Díaz gekk ekki allt of vel að fóta sig í Real Madrid liðinu eftir að hann kom frá AC Milan. Hann hefur hins vegar komið öflugur inn að undanförnu og þetta var hans áttunda mark á leiktíðinni. „Eftir þessi tvö ár í Mílanó þá er hann sterkri og með meiri karakter,“ sagði Carlo Ancelotti þjálfari um Díaz. „Hann byrjaði tímabilið án þess að fá að spila mikið en þegar hann fékk tækifærið þá hefur hann alltaf skilað til iðsins. Í dag skoraði hann stórbrotið mark,“ sagði Ancelotti. "If a wide receiver would have done that in American football everyone would have gone ballistic, but the ball is at his feet. Sorry wide receivers and sorry @nateburleson."Thierry Henry's analysis of Brahim Diaz's golazo is pure poetry pic.twitter.com/BocZEboH0t— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) February 13, 2024
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Íslenski boltinn PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti