Kraftaverk við hitaveitulögnina Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. febrúar 2024 21:42 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Vísir/Egill Íbúar á Reykjanesi ættu allir að vera komnir aftur með heitt vatn á ný í síðasta lagi í nótt. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir að um kraftaverk sé að ræða en fjörutíu pípulagningamenn eru í viðbragðsstöðu í kvöld. „Það hefur gengið mjög vel samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef bæði frá orkufyrirtækjunum og líka frá íbúum,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fjörutíu pípulagningamenn frá almannavörnum og HS Veitum hafa verið á viðbragðsvakt í kvöld ef ske kynni að íbúar lendi í vandræðum. Atli Gunnarsson, aðgerðarstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, segir kvöldið hafa farið vel af stað. „Núna seinni partinn voru búnar að berast um það bil svona fimmtán til tuttugu beiðnir til þeirra frá íbúum,“ segir Atli. Hann býst við mestu álagi eftir kvöldmat. Áhugaverð ferð um Svartsengi Kjartan Már segir að tíma taki fyrir heita vatnið að seytla í gegnum allt kerfið. Allir íbúar ættu að vera komnir með heitt vatn í síðasta lagi í nótt. Sjálfur fór hann í kynningarferð ásamt forsætisráðherra um Svartsengi í dag. „Mér fannst þessi ferð um svæðið í dag ótrúlega áhugaverð, fyrir margra hluta sakir. Við erum fyrst og fremst ánægð með það hvað þetta hefur tekið stuttan og skamman tíma,“ segir Kjartan. „Menn hafa unnið þarna hörðum höndum og í raun gert kraftaverk að mínu mati. Maður upplifir það mjög vel í dag hvað þetta er mikið þrekvirki sem þessir hundruðir starfsmanna sem þarna unnu um helgina hafa náð í gegn.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
„Það hefur gengið mjög vel samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef bæði frá orkufyrirtækjunum og líka frá íbúum,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fjörutíu pípulagningamenn frá almannavörnum og HS Veitum hafa verið á viðbragðsvakt í kvöld ef ske kynni að íbúar lendi í vandræðum. Atli Gunnarsson, aðgerðarstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, segir kvöldið hafa farið vel af stað. „Núna seinni partinn voru búnar að berast um það bil svona fimmtán til tuttugu beiðnir til þeirra frá íbúum,“ segir Atli. Hann býst við mestu álagi eftir kvöldmat. Áhugaverð ferð um Svartsengi Kjartan Már segir að tíma taki fyrir heita vatnið að seytla í gegnum allt kerfið. Allir íbúar ættu að vera komnir með heitt vatn í síðasta lagi í nótt. Sjálfur fór hann í kynningarferð ásamt forsætisráðherra um Svartsengi í dag. „Mér fannst þessi ferð um svæðið í dag ótrúlega áhugaverð, fyrir margra hluta sakir. Við erum fyrst og fremst ánægð með það hvað þetta hefur tekið stuttan og skamman tíma,“ segir Kjartan. „Menn hafa unnið þarna hörðum höndum og í raun gert kraftaverk að mínu mati. Maður upplifir það mjög vel í dag hvað þetta er mikið þrekvirki sem þessir hundruðir starfsmanna sem þarna unnu um helgina hafa náð í gegn.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira