Blæs á gagnrýni um að ekkert hafi verið gert Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. febrúar 2024 18:52 Framkvæmdir við nýtt hraun á Reykjanesskaga. Vísir/Ívar Fannar Forstjóri HS Orku vísar á bug gagnrýni á að ekki hafi verið lögð varalögn við Svartsengi. Vinna síðustu þriggja ára hafi nýst vel. „Þetta var alveg einstakt afrek sem var unnið hér á síðustu tveimur sólarhringum,“ segir Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku um framkvæmdir við að koma heitu vatni aftur á hús á Suðurnesjum. Búið hafi verið til framleiðsluplan og stállagnir sem voru til vara soðnar saman. „Það er síðan dregið út á nýjum vegi sem var lagður yfir hraunið, soðið saman í báða enda og svo vatni hleypt á.“ Upphafleg varalögn hefði verið grafin ofan í jörðina. Sú framkvæmd hafi staðið yfir, en ekki lokið. „Við ætluðum að grafa hana á kílómeters kafla, en vorum bara komin með sex hundruð metra. Það var nú fyrsta planið, að reyna að tengja þá lögn. Því miður hafði hraun komist að henni, við vitum ekki hvar eða hvernig. Í fyrstu rann vatn í gegn en svo gaf hún sig, þannig að við þurftum að fara í þetta plan B og leggja lögnina ofanjarðar,“ segir Tómas Már og bætir við að starfsfólk muni koma lögninni í öruggt skjól. Tómas Már ræddi við fréttastofu á Reykjanesskaga í dag. Leita þurfi varanlegra lausna Tómas Már segir að þrátt fyrir að mikið þrekvirki hafi þegar verið unnið sé heilmikið verkefni eftir. „Við þurfum að gera aðra lögn, við þurfum að gera varanlega lögn, við þurfum að leggja lagnir annars staðar frá svæðinu til að vera örugg. Svo erum við líka með framkvæmdir í lághitaveita, sem á að tryggja lágmarksviðbragð, og ýmislegt annað,“ segir hann. Tómas segir mikla vinnu hafa farið fram síðustu þrjú ár, til að mynda tilraunir í hrauninu í Fagradalsfjalli. Þær hafi nýst vel núna. Gagnrýni á að engar ráðstafanir hafi verið gerðar, til að mynda með lagningu varalagnar, sé ekki réttmæt að hans mati. „Hér hefur verið unnið mjög gott starf af öllum aðilum, undir stjórn Almannavarna, til þess að vera viðbúin þessu ástandi,“ segir Tómas Már. Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Fólk búið undir alls konar vendingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Svartsengi í dag og bar nýja hitaveitulögn augum. Hún segir þrekvirki hafa verið unnið á staðnum. Mikilvægt sé að byrja að líta til framtíðar og huga að náttúruvá í framtíðarskipulagi. 12. febrúar 2024 17:43 Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14 Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins. 12. febrúar 2024 12:07 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
„Þetta var alveg einstakt afrek sem var unnið hér á síðustu tveimur sólarhringum,“ segir Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku um framkvæmdir við að koma heitu vatni aftur á hús á Suðurnesjum. Búið hafi verið til framleiðsluplan og stállagnir sem voru til vara soðnar saman. „Það er síðan dregið út á nýjum vegi sem var lagður yfir hraunið, soðið saman í báða enda og svo vatni hleypt á.“ Upphafleg varalögn hefði verið grafin ofan í jörðina. Sú framkvæmd hafi staðið yfir, en ekki lokið. „Við ætluðum að grafa hana á kílómeters kafla, en vorum bara komin með sex hundruð metra. Það var nú fyrsta planið, að reyna að tengja þá lögn. Því miður hafði hraun komist að henni, við vitum ekki hvar eða hvernig. Í fyrstu rann vatn í gegn en svo gaf hún sig, þannig að við þurftum að fara í þetta plan B og leggja lögnina ofanjarðar,“ segir Tómas Már og bætir við að starfsfólk muni koma lögninni í öruggt skjól. Tómas Már ræddi við fréttastofu á Reykjanesskaga í dag. Leita þurfi varanlegra lausna Tómas Már segir að þrátt fyrir að mikið þrekvirki hafi þegar verið unnið sé heilmikið verkefni eftir. „Við þurfum að gera aðra lögn, við þurfum að gera varanlega lögn, við þurfum að leggja lagnir annars staðar frá svæðinu til að vera örugg. Svo erum við líka með framkvæmdir í lághitaveita, sem á að tryggja lágmarksviðbragð, og ýmislegt annað,“ segir hann. Tómas segir mikla vinnu hafa farið fram síðustu þrjú ár, til að mynda tilraunir í hrauninu í Fagradalsfjalli. Þær hafi nýst vel núna. Gagnrýni á að engar ráðstafanir hafi verið gerðar, til að mynda með lagningu varalagnar, sé ekki réttmæt að hans mati. „Hér hefur verið unnið mjög gott starf af öllum aðilum, undir stjórn Almannavarna, til þess að vera viðbúin þessu ástandi,“ segir Tómas Már.
Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Fólk búið undir alls konar vendingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Svartsengi í dag og bar nýja hitaveitulögn augum. Hún segir þrekvirki hafa verið unnið á staðnum. Mikilvægt sé að byrja að líta til framtíðar og huga að náttúruvá í framtíðarskipulagi. 12. febrúar 2024 17:43 Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14 Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins. 12. febrúar 2024 12:07 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Fólk búið undir alls konar vendingar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Svartsengi í dag og bar nýja hitaveitulögn augum. Hún segir þrekvirki hafa verið unnið á staðnum. Mikilvægt sé að byrja að líta til framtíðar og huga að náttúruvá í framtíðarskipulagi. 12. febrúar 2024 17:43
Heitt vatn komið í öll hús fyrir lok dags Heitavatnslögnin frá Svartsengi til Fitja er komin í lag og streymir heitt vatn nú inn í hús. Vonast er til að heitt vatn verði komið í öll hús fyrir lok dags og er fólki bent á að vera vakandi fyrir því hvort vatn flæði eðlilega inn í húsin. 12. febrúar 2024 12:14
Hafa flutt tæp tvö þúsund tonn af vatni í trukkum Starfsfólk Veitna hefur á undanförnum tveimur sólarhringum flutt nærri því tvö þúsund tonn af heitu vatni á tönkum til Suðurnesja. Unnið hefur verið að því sleitulaust með því markmiði að verja lagnakerfið á Suðurnesjum og auðvelda uppkeyrslu kerfisins. 12. febrúar 2024 12:07