Fólk búið undir alls konar vendingar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. febrúar 2024 17:43 Unnið við hina nýju hitaveitulögn. Vísir/Ívar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Svartsengi í dag og bar nýja hitaveitulögn augum. Hún segir þrekvirki hafa verið unnið á staðnum. Mikilvægt sé að byrja að líta til framtíðar og huga að náttúruvá í framtíðarskipulagi. „Í fyrsta lagi er ótrúlegt að sjá náttúruna að verki og þetta mikla hraun sem hér er komið. En hér er auðvitað líka búið að vinna þrekvirki,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Heitt vatn til Reykjanesbúa fór að komast aftur á úr nýrri hitaveitulögn í dag eftir að hin fyrri eyðilagðist í eldgosi í síðustu viku. Katrín heimsótti einnig starfsfólk HS Veitna og ræddi meðal annars við íbúa á svæðinu, sem og starfsfólk sveitarfélaga. Hún segir mikið verk framundan að nýta reynsluna af því sem hefur átt sér stað í Svartsengi í framtíðaráætlanir uppbyggingar á svæðinu. „Hér var auðvitað gríðarlega mikilvægt, að hér var til mikið efni, þannig að hægt var að ráðast í þetta, vegna þess að fólk var tilbúið undir það að hér gæti ýmislegt gerst. Það er mikilvægt að við höfum slíkar skammtímalausnir alltaf til reiðu en það þarf líka eins og ég segi að huga að lengri framtíð.“ Undirbúningsvinna hafi skilað sér Spurningar hafa vaknað um það hvort stjórnvöld og rekstraraðilar orkuveitu á Reykjanesi hafi verið nægilega undirbúið fyrir hamfarirnar sem urðu þegar hitaveitulögnin brast í eldgosinu í síðustu viku, með tilliti til þess að þrjú ár eru liðin síðan jarðfræðingar lýstu yfir nýju tímabili jarðhræringa á Reykjanesi. Katrín segir að byrjað hafi verið að huga að nýrri hitaveitulögn frá Svartsengi í nóvember. Í raun hafi lítið verið eftir af þeirri vinnu þegar eldgosið hófst og eyðilagði hina hitaveitullögnina. „Við auðvitað fórum líka í þessa varnargarða, sem ég held að hafi skipt gríðarlegu máli, þegar við sjáum þetta núna. Þannig það er margt búið að gera og við hefðum ekki getað farið í þá varnargarða eins hratt og var gert, nema af því að það var búið að kortleggja þá, hanna og reikna þetta út.“ Taka með inn í skipulag framtíðar Katrín segir liggja fyrir að þjóðin sé að fara inn í áframhaldandi tímabil óvissu vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Öllu skipti að reynslan sé nýtt inn í framtíðina. „Við þurfum að fara að taka tillit til náttúruvár í öllu okkar skipulagi. Því það hefur ekki verið hluti af í raun og veru skipulagslöggjöf að taka tillit til náttúruvár, það er eitthvað sem við augljóslega þurfum að endurskoða.“ Hún segir jarðvísindamann hafa bent sér á að alla tuttugustu öldina hafi jörð á Reykjanesi verið tiltölulega róleg. Á sama tíma hafi verið byggt einna mest á nesinu. „Þannig mér fannst það áhugaverður punktur að við erum á þeim stað núna að við getum verið að fara inn í ár, misseri, jafnvel áratugi af umbrotum, þannig það þarf auðvitað að huga að þessu í öllu skipulagi núna.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
„Í fyrsta lagi er ótrúlegt að sjá náttúruna að verki og þetta mikla hraun sem hér er komið. En hér er auðvitað líka búið að vinna þrekvirki,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Heitt vatn til Reykjanesbúa fór að komast aftur á úr nýrri hitaveitulögn í dag eftir að hin fyrri eyðilagðist í eldgosi í síðustu viku. Katrín heimsótti einnig starfsfólk HS Veitna og ræddi meðal annars við íbúa á svæðinu, sem og starfsfólk sveitarfélaga. Hún segir mikið verk framundan að nýta reynsluna af því sem hefur átt sér stað í Svartsengi í framtíðaráætlanir uppbyggingar á svæðinu. „Hér var auðvitað gríðarlega mikilvægt, að hér var til mikið efni, þannig að hægt var að ráðast í þetta, vegna þess að fólk var tilbúið undir það að hér gæti ýmislegt gerst. Það er mikilvægt að við höfum slíkar skammtímalausnir alltaf til reiðu en það þarf líka eins og ég segi að huga að lengri framtíð.“ Undirbúningsvinna hafi skilað sér Spurningar hafa vaknað um það hvort stjórnvöld og rekstraraðilar orkuveitu á Reykjanesi hafi verið nægilega undirbúið fyrir hamfarirnar sem urðu þegar hitaveitulögnin brast í eldgosinu í síðustu viku, með tilliti til þess að þrjú ár eru liðin síðan jarðfræðingar lýstu yfir nýju tímabili jarðhræringa á Reykjanesi. Katrín segir að byrjað hafi verið að huga að nýrri hitaveitulögn frá Svartsengi í nóvember. Í raun hafi lítið verið eftir af þeirri vinnu þegar eldgosið hófst og eyðilagði hina hitaveitullögnina. „Við auðvitað fórum líka í þessa varnargarða, sem ég held að hafi skipt gríðarlegu máli, þegar við sjáum þetta núna. Þannig það er margt búið að gera og við hefðum ekki getað farið í þá varnargarða eins hratt og var gert, nema af því að það var búið að kortleggja þá, hanna og reikna þetta út.“ Taka með inn í skipulag framtíðar Katrín segir liggja fyrir að þjóðin sé að fara inn í áframhaldandi tímabil óvissu vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Öllu skipti að reynslan sé nýtt inn í framtíðina. „Við þurfum að fara að taka tillit til náttúruvár í öllu okkar skipulagi. Því það hefur ekki verið hluti af í raun og veru skipulagslöggjöf að taka tillit til náttúruvár, það er eitthvað sem við augljóslega þurfum að endurskoða.“ Hún segir jarðvísindamann hafa bent sér á að alla tuttugustu öldina hafi jörð á Reykjanesi verið tiltölulega róleg. Á sama tíma hafi verið byggt einna mest á nesinu. „Þannig mér fannst það áhugaverður punktur að við erum á þeim stað núna að við getum verið að fara inn í ár, misseri, jafnvel áratugi af umbrotum, þannig það þarf auðvitað að huga að þessu í öllu skipulagi núna.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira