Lífið

Tróðu í sig vængjum og borgurum yfir Super Bowl

Samúel Karl Ólason skrifar
Það er alltaf mikill metnaður lagður í matreiðsluna og/eða framsetningu á veislumat fyrir Super Bowl.
Það er alltaf mikill metnaður lagður í matreiðsluna og/eða framsetningu á veislumat fyrir Super Bowl.

Annan sunnudaginn í hverjum febrúar troða Íslendingar í sig sífellt fleiri kjúklingavængjum og annars konar góðmeti. Má þar nefna kökur, snakk, eðlur og rif.

Strákarnir í settinu auglýsa eftir matar- og partýmyndum á hverju ári.

Metnaðurinn fyrir matreiðslunni yfir Super Bowl er alltaf mikill og virðist aukast með hverju árinu. Svo eru auðvitað einhverjir sem leggja mikinn metnað í það að taka upp símann og panta mat. Þar getur framsetningin þó gert mikið.

Sjá einnig: Allar aug­lýsingar Super Bowl á einum stað

Það ætti enginn að vera svangur í Super Bowl partí og má leiða líkur að því að ófáar klósettskálar hafi fengið að kenna á því í morgun.

Hér að neðan má sjá myndir af hnossgætinu í fyrra.

Hér að neðan má svo sjá hluta þess sem Íslendingar stærðu sig af með #NFLisland í gærkvöldi og í nótt. Tístin eru ekki í neinni sérstakri röð, fyrir utan það að myndin mín er fyrst.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×