Ef það sé stefna Íslands að „hræða fólk í burtu“ þá sé það stefna allra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. febrúar 2024 11:26 Jón sagði alrangt að það væri stefnan að „hræða fólk frá“ en sagði á sama tíma að fólk kæmi til Íslands vegna þess að það fengi betri mótttökur hér en annars staðar. Ef menn vilja halda því fram að það sé stefna stjórnvalda á Íslandi í útlendingamálum „að hræða alla í burtu“, þá má segja það sama um stefnu nær allra ríkja Evrópu. Þetta sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, í Pallborðinu fyrir helgi, þar sem rætt var um útlendingamálin og stöðu fólksins sem fengið hefur dvalarleyfi á Íslandi en situr fast á Gasa. Með Jóni í Pallborðinu voru Nína Helgadóttir, sviðsstjóri málefna flóttafólks hjá Rauða krossinum, og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Arndís sagði í Pallborðinu að það væri hreinlega stefna stjórnvalda hérlendis að herða reglur til að fæla fólk frá því að koma en Jón mótmælti þessu harðlega og sagði ríkisstjórnina bara vera að fylgja eftir Norðurlöndunum og öðrum ríkjum. „Af hverju eru að koma til Íslands miklu fleiri hlutfallslega, flóttamenn, heldur en til annarra landa? Er það útaf veðrinu eða legu landsins eða... hvað er það sem dregur fólk hingað? Það er hið augljósa, fyrir alla þá sem til þekkja, að það er vegna þess að í kerfinu okkar eru seglar þar sem fólk fær betri meðferð; fær meira fyrir að koma hingað. Eða til að mynda þeir sem hyggja á fjölskyldu sameiningu... af hverju skyldu þeir ekki koma til Íslands frekar en Danmerkur? Þegar það er þannig að fjölskyldumeðlimurinn sem er að sækja um fjölskyldusameiningu við fjölskylduna sína fær vernd og getur sama daginn sótt um fjölskyldusameiningu. Í Danmörku, þá þarf hann að vera þar í tvö ár áður en hann getur sótt um fjölskyldusameiningu,“ sagði Jón. Spurður að því hvort það væri mannúðlegt svaraði Jón að hann væri einfaldlega að svara því hvers vegna fjöldinn væri meiri hér en annars staðar. Hvert Evrópuríkið á fætur öðru hefði verið að herða löggjöfina í málaflokknum. Núverandi löggjöf á Íslandi væri „langt frá þessum löndum“ og þess vegna sæktu menn hingað. Jón sagði fólk hafa getað dvalið hér mun lengur en annars staðar, til að mynda þegar Venesúelabúum hefði verið veitt viðbótarvernd, og því væri ekki skrýtið að það veldi að koma hingað. Fólk „streymdi“ hingað vegna þess að reglurnar væru rýmri. „Og að kalla það einhverja mannvonsku að vilja breyta þessu til samræmis við þau lönd sem við berum okkur saman við í öllu tilliti; mannréttindalöggjöf okkar er byggð á löggjöf þessara landa, og svo framvegis og svo framvegis...“ Þá væru ónefnd kostnaðurinn og álag á innviði landsins. Pallborðið Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir „Það er alltaf bók á leiðinni“ Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Þetta sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, í Pallborðinu fyrir helgi, þar sem rætt var um útlendingamálin og stöðu fólksins sem fengið hefur dvalarleyfi á Íslandi en situr fast á Gasa. Með Jóni í Pallborðinu voru Nína Helgadóttir, sviðsstjóri málefna flóttafólks hjá Rauða krossinum, og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Arndís sagði í Pallborðinu að það væri hreinlega stefna stjórnvalda hérlendis að herða reglur til að fæla fólk frá því að koma en Jón mótmælti þessu harðlega og sagði ríkisstjórnina bara vera að fylgja eftir Norðurlöndunum og öðrum ríkjum. „Af hverju eru að koma til Íslands miklu fleiri hlutfallslega, flóttamenn, heldur en til annarra landa? Er það útaf veðrinu eða legu landsins eða... hvað er það sem dregur fólk hingað? Það er hið augljósa, fyrir alla þá sem til þekkja, að það er vegna þess að í kerfinu okkar eru seglar þar sem fólk fær betri meðferð; fær meira fyrir að koma hingað. Eða til að mynda þeir sem hyggja á fjölskyldu sameiningu... af hverju skyldu þeir ekki koma til Íslands frekar en Danmerkur? Þegar það er þannig að fjölskyldumeðlimurinn sem er að sækja um fjölskyldusameiningu við fjölskylduna sína fær vernd og getur sama daginn sótt um fjölskyldusameiningu. Í Danmörku, þá þarf hann að vera þar í tvö ár áður en hann getur sótt um fjölskyldusameiningu,“ sagði Jón. Spurður að því hvort það væri mannúðlegt svaraði Jón að hann væri einfaldlega að svara því hvers vegna fjöldinn væri meiri hér en annars staðar. Hvert Evrópuríkið á fætur öðru hefði verið að herða löggjöfina í málaflokknum. Núverandi löggjöf á Íslandi væri „langt frá þessum löndum“ og þess vegna sæktu menn hingað. Jón sagði fólk hafa getað dvalið hér mun lengur en annars staðar, til að mynda þegar Venesúelabúum hefði verið veitt viðbótarvernd, og því væri ekki skrýtið að það veldi að koma hingað. Fólk „streymdi“ hingað vegna þess að reglurnar væru rýmri. „Og að kalla það einhverja mannvonsku að vilja breyta þessu til samræmis við þau lönd sem við berum okkur saman við í öllu tilliti; mannréttindalöggjöf okkar er byggð á löggjöf þessara landa, og svo framvegis og svo framvegis...“ Þá væru ónefnd kostnaðurinn og álag á innviði landsins.
Pallborðið Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir „Það er alltaf bók á leiðinni“ Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira