Lífið

Fríðasta fólk fjarðarins á Þorra­blóti Hafnar­fjarðar

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Rífandi stemning var á þorrablóti Hafnarfjarðar liðna helgi.
Rífandi stemning var á þorrablóti Hafnarfjarðar liðna helgi.

Mikil gleði og stemning var á þorrablóti Hafnarfjarðar sem fór fram á Ásvöllum um helgina í annað sinn. Færri komust að en vildu en uppselt varð á gleðinu á skömmum tíma

Víkingar og eldgleypar tóku á móti gestum á einu fjölmennasta blóti landsins en um 1400 manns mættu og blótuðu þorrann.

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar opnaði blótið og sagði þetta mikilvægan viðburð fyrir hafnfirskt samfélag og tækfæri fyrir Hafnfirðinga til að hittast og skemmta sér í stærsta íþróttahúsi bæjarins.

Veislustjórn var í höndum Auðuns Blöndals og Steinda sem rifu stemninguna upp eins og þeim einum er lagið.

Tónlistarfólkið Eyþór Ingi, Herbert Guðmundsson, Sigga Beinteins og Prettyboitjokkó stigu á stokk ásamt Stuðlabandinu. Þá stýrði Magnús Kjartan Brekkusöng með góðum undirtektum.

Það má með sanni segja að Hafnfirðingar kunna að skemmta sér!


Fleiri fréttir

Sjá meira


×