Fótbolti

Bellingham missir af fyrri leiknum gegn Leipzig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jude Bellingham engist um eftir að hafa verið tæklaður í leik Real Madrid og Girona.
Jude Bellingham engist um eftir að hafa verið tæklaður í leik Real Madrid og Girona. getty/Denis Doyle

Enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham missir væntanlega af fyrri leik Real Madrid og RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á morgun.

Bellingham sneri sig á ökkla þegar Real Madrid vann 4-0 sigur á Girona í toppslag í spænsku úrvalsdeildinni í fyrradag.

Englendingurinn skoraði tvö mörk í leiknum og hefur gert alls tuttugu mörk í öllum keppnum á tímabilinu.

Vinicius Junior kom Real Madrid yfir á 6. mínútu í leiknum á laugardaginn. Tíu mínútum fyrir hálfleik lagði hann svo upp mark fyrir Bellingham. 

Enski landsliðsmaðurinn skoraði sitt annað mark og þriðja mark Real Madrid á 54. mínútu. Skömmu síðar fór hann af velli vegna meiðsla. Rodrygo skoraði fjórða mark Madrídinga á 61. mínútu.

Allur líkur eru því að Bellingham missi af leik Real Madrid og Leipzig í Þýskalandi á morgun. Real Madrid mætir svo Rayo Vallecano og Sevilla áður að seinni leiknum gegn Leipzig 6. mars kemur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×