Innlent

Liggur frá Sund­hnúk í suðri til austur­enda Stóra-Skóg­fells

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Þessi mynd var tekin í eftirlisflugi Landhelgisgæslunnar. Stóra-Skógfell er í forgrunni og ljósin í orkuverinu í Svartsengi hægra megin.
Þessi mynd var tekin í eftirlisflugi Landhelgisgæslunnar. Stóra-Skógfell er í forgrunni og ljósin í orkuverinu í Svartsengi hægra megin. Veðurstofa Íslands/Björn Oddsson

Samkvæmt fyrstu fréttum úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar er eldgosið á sömu slóðum og gaus 18. desember síðastliðinn.

Frá þessu er greint í uppfærðri færslu á vef Veðurstofu Íslands.

Þar segir að sprungan sé um þriggja kílómetra löng, liggi frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógfells. 

Hraun renni mest megnis til vesturs á þessu stigi.

Sigríður Kristjánsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að gosið nú sé á svipuðum stað og síðast. Hraunið renni eitlítið meira til vesturs.

„Sprungan virðist vera um þriggja kílómetra löng og virðist sem að hraunrennslið nú sé minna en síðast.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×