Erlent

Leit haldið á­fram við Fær­eyjar í dag

Samúel Karl Ólason skrifar
Áhöfn Brimils, skips Landhelgisgæslu Færeyja, stýrir leitinni.
Áhöfn Brimils, skips Landhelgisgæslu Færeyja, stýrir leitinni. Getty/Martin Zwick

Leit að tveimur sjómönnum sem saknað er eftir að línuskipið Kambur sökk suður af Suðurey í Færeyjum í gær verður haldið áfram í dag. Sextán manns voru um borð í skipinu þegar það fékk á sig brotsjó í gærmorgun og mikil slagsíða kom á það.

Skipið sökk nokkru síðar.

Allir af þeim fjórtán sem bjargað eru komnir af sjúkrahúsi nema einn, samkvæmt frétt Kringvarpsins. Honum var bjargað síðast af síðu skipsins skömmu áður en það sökk. Hann hefði ekki komist í flotgalla og hélt sér á síðu Kambs í þrjá tíma áður en honum var bjargað.

Leitin að mönnunum tveimur sem saknað er hefur verið nokkuð umfangsmikil. Áhafnir annarra skipa hafa komið að henni ásamt áhafnir leitarflugvélar frá Danmörku. Kafbátaleitarflugvél frá Bretlandi kom einnig að leitinni í gær með milligöngu Landhelgisgæslu Íslands.

Áhöfn Brimils, skips Landhelgisgæslu Færeyja, hefur fundið einn neyðarsendi frá Kambi. Annars hefur leitin skilað litlum árangri, samkvæmt Kringvarpinu.


Tengdar fréttir

Tveggja saknað eftir að færeyskt línuskip sökk

Tveggja manna er saknað eftir að færeyska línuskipið Kambur fékk á sig brot í morgun. Mikil slagsíða kom á skipið og sendi áhöfn þess út neyðarkall um klukkan sjö í morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×