Kvosin í miðbænum verður göngusvæði og bílastæðin fara Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. febrúar 2024 19:32 Unnið er að því að klára hönnun og skipulag. vísir/grafík Kvosin í Reykjavík verður að heildstæðu göngusvæði og verða bílastæði sem nú eru á svæðinu því tekin. Borgarfulltrúi segir breytinguna verða mikla lyftistöng fyrir staðinn þar sem áhersla verður lögð á gróður, lýsingu og fjölskylduvænt rými. Það var á borgarstjórnarfundi í dag sem Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs kynnti hönnun nýja svæðisins. Hluti Austurstrætis hefur lengi verið göngugata, fram að gatnamótum Pósthússtrætis, en nú á að klára verkefnið og verður strætið allt að göngugötu. Veltusundið og Kirkjustræti breytast í göngugötu. Pósthússtrætið verður metið í samráði og verður annað hvort vistgata eða göngugata. „Og þetta mun gera svæðið að fjölnota skemmtilegu rými, bæði fyrir leik, samverustundir fjölskyldna og vina en líka þjóna mun vel veitingarekstri hér á svæðinu og verða svæði sem mun nýtast í því samhengi,“ segir Dóra Björt. Nú sé unnið að því að klára hönnun og skipulag auk þess sem fulltrúar borgarinnar ætla að hefja samtal við íbúa og atvinnulífið á svæðinu. Hér má sjá hönnun svæðisins.karres brands/sprint studio Dóra Björt segir breytinguna lyftistöng fyrir svæðið sem almannarými þar sem áhersla verður lögð á gróður, áningarstaði og lýsingu. „Þetta er sögulegt svæði og er í raun fyrsta skilgreinda göngugata borgarinnar, meðal annars árið1974 og svo aftur 1986 að mér skilst.“ Dóra Björt kynnti hönnunina á borgarstjórnarfundi í dag.karres brands/sprint studio Því hafi verið ákveðið að huga að sögunni í hönnun og mun hið gamla mæta hinu nýja. „Hérna þessi gatnamót við Pósthússtrætið var áður hlið inn í Reykjavík þegar þú komst sjóleiðina og það á að lyfta því í hönnuninni þannig þetta verður ótrúlega fallegt og mun halda vel utan um fólk.“ Reykjavík Borgarstjórn Göngugötur Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Það var á borgarstjórnarfundi í dag sem Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs kynnti hönnun nýja svæðisins. Hluti Austurstrætis hefur lengi verið göngugata, fram að gatnamótum Pósthússtrætis, en nú á að klára verkefnið og verður strætið allt að göngugötu. Veltusundið og Kirkjustræti breytast í göngugötu. Pósthússtrætið verður metið í samráði og verður annað hvort vistgata eða göngugata. „Og þetta mun gera svæðið að fjölnota skemmtilegu rými, bæði fyrir leik, samverustundir fjölskyldna og vina en líka þjóna mun vel veitingarekstri hér á svæðinu og verða svæði sem mun nýtast í því samhengi,“ segir Dóra Björt. Nú sé unnið að því að klára hönnun og skipulag auk þess sem fulltrúar borgarinnar ætla að hefja samtal við íbúa og atvinnulífið á svæðinu. Hér má sjá hönnun svæðisins.karres brands/sprint studio Dóra Björt segir breytinguna lyftistöng fyrir svæðið sem almannarými þar sem áhersla verður lögð á gróður, áningarstaði og lýsingu. „Þetta er sögulegt svæði og er í raun fyrsta skilgreinda göngugata borgarinnar, meðal annars árið1974 og svo aftur 1986 að mér skilst.“ Dóra Björt kynnti hönnunina á borgarstjórnarfundi í dag.karres brands/sprint studio Því hafi verið ákveðið að huga að sögunni í hönnun og mun hið gamla mæta hinu nýja. „Hérna þessi gatnamót við Pósthússtrætið var áður hlið inn í Reykjavík þegar þú komst sjóleiðina og það á að lyfta því í hönnuninni þannig þetta verður ótrúlega fallegt og mun halda vel utan um fólk.“
Reykjavík Borgarstjórn Göngugötur Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira