Erlent

Karl Breta­konungur með krabba­mein

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Karl Bretakonungur hefur greinst með krabbamein.
Karl Bretakonungur hefur greinst með krabbamein. EPA

Karl III Bretakonungur hefur greinst með krabbamein.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Buckingham-höll. 

Fyrir tveimur vikum síðan var greint frá því að Karl væri á leiðinni í aðgerð vegna góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli. Sú aðgerð tókst en við rannsókn á Karli kom óvænt krabbamein í ljós sem tengist þó ekki blöðruhálskirtlinum. Hins vegar kemur ekki fram um hvernig krabbamein er að ræða.

Í tilkynningunni segir að hann muni nú gangast undir viðeigandi meðferð vegna krabbameinsins. 

Hann ferðaðist í morgun frá heimili sínu í Sandringham til Lundúna til að hefja krabbameinsmeðferðina. Hann er þó ekki inniliggjandi á spítalanum og dvelur heima hjá sér á meðan á meðferðinni stendur.

Þakklátur læknum og bjartsýnn

„Konungurinn er þakklátur læknateymi sínu fyrir skjót viðbrögð þeirra, sem voru möguleg vegna nýlegrar aðgerðar hans,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að hann sé bjartsýnn vegna meðferðarinnar og hlakkar hann til að snúa aftur til konunglegra starfa.

„Hans hátign hefur ákveðið að deila greiningu sinni til að koma í veg fyrir getgátur og í von um að það vekja almenning til meðvitundar um alla þá sem verða fyrir áhrifum krabbameins,“ segir einnig.

Tilkynning Buckingham-hallar er eftirfarandi:

„Á meðan á spítaladvöl konungsins stóð yfir á dögunum vegna vanda í blöðruhálskirtli kom annað áhyggjuefni í ljós. Greining hefur leitt í ljós að hann er með tegund af krabbameini.

Hans hátign hefur þegar farið í meðferð vegna málsins, og á meðan hún stendur yfir hafa læknar ráðið honum að fresta opinberum skyldustörfum sínum. Á meðan á þessu stendur mun hans hátign halda áfram að sinna öðrum skyldustörfum sínum.

Konungurinn er þakklátur heilbrigðisteymi sínu fyrir skjót viðbrögð sem gerðu það mögulegt að, sem voru möguleg þökk sé hinni sjúkrahúsdvöl hans. Hann er bjartsýnn um að meðferðin muni ganga vel og er spenntur fyrir því að sinna skyldustörfum sínum aftur að fullu.

Hans hátign ákvað að deila frá greiningunni opinberlega til að koma í veg fyrir vangaveltur og vonar hann til þess að ákvörðunin muni vekja almenning til meðvitundar og aðra sem finna fyrir fregnunum um víða veröld.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×