Innlent

Már ráðinn fram­kvæmda­stjóri sam­einaðs sviðs

Atli Ísleifsson skrifar
Már Kristjánsson.
Már Kristjánsson. Landspítali

Már Kristjánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri bráða- lyflækninga og endurhæfingaþjónustu á Landspítalanum.

Á vef spítalans segir að um sé að ræða nýtt svið sem hafi orðið til í skipulagsbreytingum sem kynntar hafi verið fyrir skömmu á Landspítala. Með breytingunum voru lyflækninga- og bráðasvið annars vegar og öldrunar og endurhæfingasvið hins vegar sameinuð í eitt.

„Már lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1984, sérfræðinámi í lyflækningum frá New Britain General Hospital og University of Connecticut árið 1990 og sérfræðinámi í smitsjúkdómalækningum frá Boston University Medical Center árið 1993. 

Hann hefur starfað á Landspítala samfellt frá 1993 og hefur gegnt ýmsum stjórnunarstöðum, síðast starfi framkvæmdastjóra lyflækninga- og bráðasvið en þar áður var hann yfirlæknir smitsjúkdómalækninga og formaður í farsóttanefnd spítalans,“ segir á vef Landspítalans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×