Eins og hundrað kílóum léttari eftir að hafa tæmt húsið Bjarki Sigurðsson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 4. febrúar 2024 19:57 Andrea Ævarsdóttir var meðal þeirra sem tæmdu búslóð sína úr Grindavík í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Fjöldi Grindvíkinga tæmdi hús sín í dag, þegar íbúar fengu rýmri aðgang að bænum en áður. Einhverjir vonast til að geta snúið aftur á meðan aðrir kvöddu bæinn fyrir fullt og allt í dag. Í dag fékk um helmingur íbúa Grindavíkur sex klukkustundir til þess að dvelja í bænum. Frá eldgosinu í síðasta mánuði hafa íbúar mest fengið þrjár klukkustundir og dvalartíminn því tvöfaldur í dag. Jón Halldór Gíslason var meðal þeirra sem sótti búslóð sína til Grindavíkur í dag. „Ég þarf náttúrlega að nota hana þar sem ég er. Svo reikna ég ekki með að ég sé að fara að búa á Grindavík, ekki á næstu misserum,“ segir hann. Verður erfitt að kveðja bæinn? „Nei, það verður bara að taka þessu eins og það er og sætta sig við þetta. Í þessu tilfelli er sá niðri sterkari en sá sem er á himnum. Þetta er bara eitthvað sem maður verður að sætta sig við.“ Ólafur Daði Hermannson heldur í vonina að fá að fara aftur heim til Grindavíkur einn daginn. Gerirðu ráð fyrir því að geta búið aftur í Grindavík seinna? „Já, ég ætla að leyfa mér að halda í þá von. Það verður bara að koma í ljós einhvern tímann,“ segir hann. Vill fá svör fljótlega Einhverjir þeirra sem tæmdu heimili sín í dag hafa sætt sig við það að þeir muni ekki búa aftur í Grindavík. Þeirra á meðal er Andrea Ævarsdóttir, sem eftir nokkra mánuði af hamförum og óvissu sagði skilið við bæinn sinn í dag. „Það er ákveðinn léttir. Mér finnst eiginlega eins og ég hafi misst hundrað kíló af öxlunum á mér og yngst um tíu ár. Af því að það er bara búið að sitja svo fast í manni að við verðum að gera eitthvað. Við verðum að bjarga eigum okkar, við verðum að redda þessu,“ segir hún. Hún tók myndbönd af verðmætabjörguninni en fjölmiðlar fengu ekki að fara inn í bæinn í dag. Hún bíður nú eftir því að ríkið borgi hana út en á meðan er hún í lítilli leiguíbúð með tveimur sonum sínum. Búslóðin var sett beint í geymslu þar sem enn er óvissa með hvenær hún getur keypt nýja íbúð. „Hérna er ég með skilrúm sem afmarkar svefnherbergið mitt. Ég sef hérna í 90 cm rúmi til þess að börnin mín fái að vera með sitthvort herbergið,“ segir Andrea. „Ég veit náttúrlega að þetta tekur allt saman tíma og þingið kom bara úr vetrarfríi í enda janúar en þau lofuðu svörum í byrjun febrúar. Nú er fjórði þannig það er ennþá byrjun febrúar en ég vil fá svör fljótlega.“ Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fleiri fréttir „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Sjá meira
Í dag fékk um helmingur íbúa Grindavíkur sex klukkustundir til þess að dvelja í bænum. Frá eldgosinu í síðasta mánuði hafa íbúar mest fengið þrjár klukkustundir og dvalartíminn því tvöfaldur í dag. Jón Halldór Gíslason var meðal þeirra sem sótti búslóð sína til Grindavíkur í dag. „Ég þarf náttúrlega að nota hana þar sem ég er. Svo reikna ég ekki með að ég sé að fara að búa á Grindavík, ekki á næstu misserum,“ segir hann. Verður erfitt að kveðja bæinn? „Nei, það verður bara að taka þessu eins og það er og sætta sig við þetta. Í þessu tilfelli er sá niðri sterkari en sá sem er á himnum. Þetta er bara eitthvað sem maður verður að sætta sig við.“ Ólafur Daði Hermannson heldur í vonina að fá að fara aftur heim til Grindavíkur einn daginn. Gerirðu ráð fyrir því að geta búið aftur í Grindavík seinna? „Já, ég ætla að leyfa mér að halda í þá von. Það verður bara að koma í ljós einhvern tímann,“ segir hann. Vill fá svör fljótlega Einhverjir þeirra sem tæmdu heimili sín í dag hafa sætt sig við það að þeir muni ekki búa aftur í Grindavík. Þeirra á meðal er Andrea Ævarsdóttir, sem eftir nokkra mánuði af hamförum og óvissu sagði skilið við bæinn sinn í dag. „Það er ákveðinn léttir. Mér finnst eiginlega eins og ég hafi misst hundrað kíló af öxlunum á mér og yngst um tíu ár. Af því að það er bara búið að sitja svo fast í manni að við verðum að gera eitthvað. Við verðum að bjarga eigum okkar, við verðum að redda þessu,“ segir hún. Hún tók myndbönd af verðmætabjörguninni en fjölmiðlar fengu ekki að fara inn í bæinn í dag. Hún bíður nú eftir því að ríkið borgi hana út en á meðan er hún í lítilli leiguíbúð með tveimur sonum sínum. Búslóðin var sett beint í geymslu þar sem enn er óvissa með hvenær hún getur keypt nýja íbúð. „Hérna er ég með skilrúm sem afmarkar svefnherbergið mitt. Ég sef hérna í 90 cm rúmi til þess að börnin mín fái að vera með sitthvort herbergið,“ segir Andrea. „Ég veit náttúrlega að þetta tekur allt saman tíma og þingið kom bara úr vetrarfríi í enda janúar en þau lofuðu svörum í byrjun febrúar. Nú er fjórði þannig það er ennþá byrjun febrúar en ég vil fá svör fljótlega.“
Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fleiri fréttir „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Sjá meira