Sport

Dag­skráin í dag: Stórleikur í Seríu A

Dagur Lárusson skrifar
Úr leik Inter.
Úr leik Inter. Vísir/getty

Íþróttirnar halda áfram göngu sinni á þessum frábæra sunnudegi og ættu því allir að finna eitthvað fyrir sig á sportrásum Stöðvar 2.

Íþróttirnar halda áfram göngu sinni á þessum frábæra sunnudegi og ættu því allir að finna eitthvað fyrir sig á sportrásum Stöðvar 2.

Stöð 2 Sport 2

Serie A ræður ríkjum á þessari stöð en það verða fjórir leikir sýndir í dag. Fyrsta verður það Torino-Salernitana klukkan 11:20, síðan Napoli-Hellas Verona klukkan 13:50, síðan Atalanta-Lazio klukkan 16:50 áður en kvöldið endar síðan með stórleik umferðarinnar þegar Inter og Juventus mætast klukkan 19:35.

Stöð 2 Sport 3

Spænski körfuboltinn hefur leik klukkan 11:20 með leik Real Madrid og Básquet Girona. Klukkan 13:50 verður síðan sýndur leikur Lille og Clermont í frönsku knattspyrnunni þar sem Hákon Haraldsson verður í eldlínunni. Síðasta útsendingin verður síðan NFL Pro Bowl klukkan 19:00.

Stöð 2 Sport 4

Barcelona og Valencia mætast í spænska körfuboltanum klukkan 17:20 en seinni útsendingin verður síðan NBA þar sem Wizards og Suns mætast klukkan 20:30.

Vodafone Sport

Kvennalið West Ham og Arsenal mætast í ensku úrvalsdeildinni klukkan 12:25 áður en við skiptum yfir í þýsku Bundesliguna þar sem Wolfsburg og Hoffeinheim mætast. Við förum síðan aftur yfir til Englands þar sem kvennalið Chelsea og Everton mætast en síðasta útsendingin verður síðan frá pílunni þegar við sýnum frá úrslitum í The Masters.

Stöð 2 Sport

Það verður aðeins ein útsending á dagskrá á þessari stöð í dag en það verður viðureign Vals og Fylkis í Lenjubikar karla klukkan 18:55.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×