Í leyfi frá löggæslustörfum: „Hef líka skyldur gagnvart sveitarfélaginu mínu“ Lovísa Arnardóttir skrifar 1. febrúar 2024 18:50 Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður og bæjarfulltrúi í Grindavík er í ótímabundnu leyfi frá löggæslustörfum. Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður og formaður bæjarráðs í Grindavík, er í leyfi frá löggæslustörfum og hefur verið það í á þriðju viku. Það staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Greint var frá því á vef Víkurfrétta fyrst í dag að hann væri kominn í leyfi. Á sama tíma var vísað í bókun sem hann og tveir aðrir bæjarfulltrúar lögðu fram á fundi bæjarstjórnar í gær þar sem þau skoruðu á Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórann á Suðurnesjum og Ríkislögreglustjóra að endurskoða afstöðu sína varðandi gildandi skipulag og opna sem fyrst fyrir umferð um allar leiðir til og frá Grindavík, fyrir íbúa og atvinnulíf. „Þá verður aftur að taka upp opnanar sem gilda frá kl. 10:00 til 17:00 eða 19:00,“ sagði enn fremur í bókuninni en auk Hjálmars lögðu hana fram þau Gunnar Már Gunnarsson, fulltrúi M-lista og Helga Dís Jakobsdóttir, fulltrúi U-lista. Ekki tengt bókuninni „Það er staðfest. Það er rétt,“ segir Hjálmar í samtali við fréttastofu um leyfið og að leyfið sé ótímabundið. Hann leyfið ekki á neinn hátt tengt bókun hans á fundi bæjarstjórnar heldur hafi hann komist að samkomulagi við lögregluembættið um að fara í leyfi frá sínum störfum þar. Það sé búið að vera mikið að gera í sveitarstjórnarmálunum og að hann hafi ekki lengur getað sinnt báðum störfum vel. „Ég hef líka skyldur gagnvart sveitarfélaginu mínu,“ segir Hjálmar þegar hann er spurður hvort að leyfið tengist að einhverju leyti bókuninni eða gagnrýni hans í henni á yfirvöld. „Ég hef skyldur þar og eitt af því er að hugsa um fólkið í Grindavík,“ segir hann og að hann standi við bæði bókunina og sína gagnrýni. En það voru þá orðnir einhverjir hagsmunaárekstrar að vera í lögreglunni og í bæjarstjórn? „Já, ég hef lengi verið á línunni en hef alltaf haft þau sjónarmið bæði sem lögreglumaður og bæjarfulltrúi að leysa öll mál og koma jafnt fram við alla. Ég hef aldrei gert annað. En þetta var orðið erfitt fyrir bæði mig og yfirmenn mína,“ segir Hjálmar og að hann hafi reglulega þurft að fara á fundi sem sveitarstjórnarmaður. Hann segir að í fyrstu eldgosunum hafi þetta gengið vel og hann hafi borið báða hattana. „Nú er staðan allt önnur og þetta er miklu alvarlegra mál sem uppi núna, heldur en einhver túristagos,“ segir Hjálmar og heldur áfram: „Það er fjögur þúsund manna sveitarfélag að lenda í hremmingum sem ekkert sveitarfélag hefur lent í. Ég fullyrði það og þá er Vestmannaeyjabær meðtalinn. Þetta eru ótrúlegar aðstæður og mjög erfiðar og krefjast þess að við hugsum þetta og vinnum þá vinnu sem þarf að vinna,“ segir Hjálmar segir og að hann muni halda áfram að þrýsta á yfirvöld til að tryggja betri aðkomu heimamanna að aðgerðum. Lögreglan Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Engum hleypt inn í Grindavík næstu tvo daga Íbúum og fyrirtækjaeigendum verður ekki hleypt inn í Grindavík næstu daga vegna slæmrar veðurspár. Vegna veðurs þykir ekki óhætt að halda því fyrirkomulagi sem búið var að setja upp. 1. febrúar 2024 13:42 Grindvíkingar vitja um eigur sínar í dag Grindvíkingar sem búa á ákveðnum svæðum fá í dag að fara inn í bæinn til að vitja um eigur sínar. 1. febrúar 2024 08:23 Engin verðmætabjörgun í Grindavík á morgun Íbúum og fyrirtækjum í Grindavík verður ekki gefinn kostur á að fara inn til Grindavíkur á morgun líkt og til stóð. Ástæðan er gul veðurviðvörun sem gefin hefur verið út á svæðinu, þar sem vestan hvassviðri eða stormur með dimmum éljum mun ganga yfir. 30. janúar 2024 15:33 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Greint var frá því á vef Víkurfrétta fyrst í dag að hann væri kominn í leyfi. Á sama tíma var vísað í bókun sem hann og tveir aðrir bæjarfulltrúar lögðu fram á fundi bæjarstjórnar í gær þar sem þau skoruðu á Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórann á Suðurnesjum og Ríkislögreglustjóra að endurskoða afstöðu sína varðandi gildandi skipulag og opna sem fyrst fyrir umferð um allar leiðir til og frá Grindavík, fyrir íbúa og atvinnulíf. „Þá verður aftur að taka upp opnanar sem gilda frá kl. 10:00 til 17:00 eða 19:00,“ sagði enn fremur í bókuninni en auk Hjálmars lögðu hana fram þau Gunnar Már Gunnarsson, fulltrúi M-lista og Helga Dís Jakobsdóttir, fulltrúi U-lista. Ekki tengt bókuninni „Það er staðfest. Það er rétt,“ segir Hjálmar í samtali við fréttastofu um leyfið og að leyfið sé ótímabundið. Hann leyfið ekki á neinn hátt tengt bókun hans á fundi bæjarstjórnar heldur hafi hann komist að samkomulagi við lögregluembættið um að fara í leyfi frá sínum störfum þar. Það sé búið að vera mikið að gera í sveitarstjórnarmálunum og að hann hafi ekki lengur getað sinnt báðum störfum vel. „Ég hef líka skyldur gagnvart sveitarfélaginu mínu,“ segir Hjálmar þegar hann er spurður hvort að leyfið tengist að einhverju leyti bókuninni eða gagnrýni hans í henni á yfirvöld. „Ég hef skyldur þar og eitt af því er að hugsa um fólkið í Grindavík,“ segir hann og að hann standi við bæði bókunina og sína gagnrýni. En það voru þá orðnir einhverjir hagsmunaárekstrar að vera í lögreglunni og í bæjarstjórn? „Já, ég hef lengi verið á línunni en hef alltaf haft þau sjónarmið bæði sem lögreglumaður og bæjarfulltrúi að leysa öll mál og koma jafnt fram við alla. Ég hef aldrei gert annað. En þetta var orðið erfitt fyrir bæði mig og yfirmenn mína,“ segir Hjálmar og að hann hafi reglulega þurft að fara á fundi sem sveitarstjórnarmaður. Hann segir að í fyrstu eldgosunum hafi þetta gengið vel og hann hafi borið báða hattana. „Nú er staðan allt önnur og þetta er miklu alvarlegra mál sem uppi núna, heldur en einhver túristagos,“ segir Hjálmar og heldur áfram: „Það er fjögur þúsund manna sveitarfélag að lenda í hremmingum sem ekkert sveitarfélag hefur lent í. Ég fullyrði það og þá er Vestmannaeyjabær meðtalinn. Þetta eru ótrúlegar aðstæður og mjög erfiðar og krefjast þess að við hugsum þetta og vinnum þá vinnu sem þarf að vinna,“ segir Hjálmar segir og að hann muni halda áfram að þrýsta á yfirvöld til að tryggja betri aðkomu heimamanna að aðgerðum.
Lögreglan Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Engum hleypt inn í Grindavík næstu tvo daga Íbúum og fyrirtækjaeigendum verður ekki hleypt inn í Grindavík næstu daga vegna slæmrar veðurspár. Vegna veðurs þykir ekki óhætt að halda því fyrirkomulagi sem búið var að setja upp. 1. febrúar 2024 13:42 Grindvíkingar vitja um eigur sínar í dag Grindvíkingar sem búa á ákveðnum svæðum fá í dag að fara inn í bæinn til að vitja um eigur sínar. 1. febrúar 2024 08:23 Engin verðmætabjörgun í Grindavík á morgun Íbúum og fyrirtækjum í Grindavík verður ekki gefinn kostur á að fara inn til Grindavíkur á morgun líkt og til stóð. Ástæðan er gul veðurviðvörun sem gefin hefur verið út á svæðinu, þar sem vestan hvassviðri eða stormur með dimmum éljum mun ganga yfir. 30. janúar 2024 15:33 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Engum hleypt inn í Grindavík næstu tvo daga Íbúum og fyrirtækjaeigendum verður ekki hleypt inn í Grindavík næstu daga vegna slæmrar veðurspár. Vegna veðurs þykir ekki óhætt að halda því fyrirkomulagi sem búið var að setja upp. 1. febrúar 2024 13:42
Grindvíkingar vitja um eigur sínar í dag Grindvíkingar sem búa á ákveðnum svæðum fá í dag að fara inn í bæinn til að vitja um eigur sínar. 1. febrúar 2024 08:23
Engin verðmætabjörgun í Grindavík á morgun Íbúum og fyrirtækjum í Grindavík verður ekki gefinn kostur á að fara inn til Grindavíkur á morgun líkt og til stóð. Ástæðan er gul veðurviðvörun sem gefin hefur verið út á svæðinu, þar sem vestan hvassviðri eða stormur með dimmum éljum mun ganga yfir. 30. janúar 2024 15:33