Afhöfðaði föður sinn og birti myndband af höfðinu Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2024 19:56 Justin Mohn, eftir að hann var handtekinn í gær. AP Bandarískur maður hefur verið ákærður fyrir að myrða föður sinn og afhöfða hann. Hann birti svo myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann hélt á höfði föður síns og sakaði hann um að hafa svikið Bandaríkin og viðraði ýmsar samsæriskenningar um Joe Biden, farand- og flóttafólk, innrásina í Úkraínu og ýmislegt annað. Maðurinn heitir Justin Mohn en hann var handtekinn í gær, klukkustundum eftir morðið og eftir að hann klifraði vopnaður yfir girðingu utan um herstöð í Philadelphia í Bandaríkjunum. Hann var svo í dag ákærður fyrir að myrða Michael Mohn, föður sinn, og fyrir ósæmilega meðferð á líki, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Justin, sem er 32 ára gamall, bjó hjá föður sínum og fann eiginkona hans líkið eftir að hún kom heim úr vinnu. Eftir að hann myrti föður sinn og skar af honum höfuðið birti Justin rúmlega fjórtán mínútna myndband á Youtube þar sem hann sýndi höfuðið og las reiðipistil yfir yfirvöldum í Bandaríkjunum. Hann sagði föður sinn hafa unnið hjá alríkisstofnun í tuttugu ár og sagði hann vera svikara. Árið 2020 birti Justin bækling þar sem hann hélt því fram að fólk sem væri fætt árið 1991, eins og hann, og aðrir yngri ættu að gera blóðuga byltingu í Bandaríkjunum. Þá kvartaði hann í bæklingnum yfir því að hafa tapað máli sem hann höfðaði eftir að hann var rekinn úr vinnu. Enginn kom til dyra þegar blaðamaður AP bankaði á dyr hússins í dag en nágranni sem rætt var við sagði Justin reglulega ganga um hverfið og lýsti honum sem „skrítnum“. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa hringt á lögregluna í sumar vegna þess að Justin hafi setið út á götu og starað á hús hans. „Þetta er sorglegt,“ sagði nágranninn. „Hann hefði átt að fá einhvers konar hjálp.“ Annar nágranni segist hafa fengið myndbandið sem Justin birti sent og var hanni verulega brugðið. „Guð minn góður, ég sé þennan mann á hverjum degi og ég vissi að það var eitthvað að.“ Bandaríkin Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ Sjá meira
Maðurinn heitir Justin Mohn en hann var handtekinn í gær, klukkustundum eftir morðið og eftir að hann klifraði vopnaður yfir girðingu utan um herstöð í Philadelphia í Bandaríkjunum. Hann var svo í dag ákærður fyrir að myrða Michael Mohn, föður sinn, og fyrir ósæmilega meðferð á líki, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Justin, sem er 32 ára gamall, bjó hjá föður sínum og fann eiginkona hans líkið eftir að hún kom heim úr vinnu. Eftir að hann myrti föður sinn og skar af honum höfuðið birti Justin rúmlega fjórtán mínútna myndband á Youtube þar sem hann sýndi höfuðið og las reiðipistil yfir yfirvöldum í Bandaríkjunum. Hann sagði föður sinn hafa unnið hjá alríkisstofnun í tuttugu ár og sagði hann vera svikara. Árið 2020 birti Justin bækling þar sem hann hélt því fram að fólk sem væri fætt árið 1991, eins og hann, og aðrir yngri ættu að gera blóðuga byltingu í Bandaríkjunum. Þá kvartaði hann í bæklingnum yfir því að hafa tapað máli sem hann höfðaði eftir að hann var rekinn úr vinnu. Enginn kom til dyra þegar blaðamaður AP bankaði á dyr hússins í dag en nágranni sem rætt var við sagði Justin reglulega ganga um hverfið og lýsti honum sem „skrítnum“. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa hringt á lögregluna í sumar vegna þess að Justin hafi setið út á götu og starað á hús hans. „Þetta er sorglegt,“ sagði nágranninn. „Hann hefði átt að fá einhvers konar hjálp.“ Annar nágranni segist hafa fengið myndbandið sem Justin birti sent og var hanni verulega brugðið. „Guð minn góður, ég sé þennan mann á hverjum degi og ég vissi að það var eitthvað að.“
Bandaríkin Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ Sjá meira