Servíetta með fyrsta samningi Messi á leið á uppboð Smári Jökull Jónsson skrifar 1. febrúar 2024 01:19 Lionel Messi leikur nú með Inter Miami í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Lionel Messi skrifaði undir sinn fyrsta samning við Barcelona árið 2000. Samningurinn var skrifaður á servíettu sem nú er á leið á uppboð. Lionel Messi var aðeins þrettán ára gamall þegar hann skrifaði undir sinn fyrsta samning við Barcelona. Skrifað var undir samninginn þann 14. desember árið 2000 en Messi var eftirsóttur og sótti Carles Rexach, þáverandi forseti Barcelona, hart að sækja Argentínumanninn. Ákvörðun sem hann sér varla eftir í dag. Messi hafði verið á reynslu hjá spænsku risunum í september sama ár og skrifað var undir samninginn. Hann heillaði þá sem fylgdust með en innan félagsins heyrðust raddir um að ekki væri rétt að skrifa undir samning við þetta ungan leikmann sem þar að auki kom alla leið frá Argentínu. Ætluðu að bjóða Messi til Real Madrid Rexach óttaðist að Barcelona myndi missa af Messi og hafði Horacio Gaggioli, umboðsmaður Messi, sagt Rexach að ef Barcelona myndi ekki drífa sig í að klára samninginn þá myndi hann bjóða Messi til annarra félaga og var Real Madrid þar á meðal. Rexach brást fljótt við og bauð Gaggioli til kvöldverðar í Barcelona. Hann hafði engan tíma til að prenta út samning en þurfti undirskrift umboðsmannsins engu að síður. Lausn Rexach var að grípa servíettu sem þeir félagar skrifuðu samninginn á. Á servíettunni var samkomulag reifað en viðstaddir voru tveir umboðsmenn Messi, Carles Rexach auk starfsmanns Barcelona. „Servíettan braut ísinn“ Umrædd servíetta er nú á leið á uppboð hjá uppboðshúsinu Bonhams í London. Uppboðið fer fram 18.- 27. mars og verður upphafsverðið 300.000 pund eða rúmlega 50 milljónir íslenskra króna. Ian Hehling, yfirmaður hjá Bonhams uppboðshúsinu segir að servíettan sé einn af þeim mest spennandi hlutum sem hann hefur komist í snertingu við. „Þetta er servíetta en hún markaði upphaf ferils Lionel Messi. Þetta breytti lífi Messi, framtíð FC Barcelona og var upphafið að nokkrum af mögnuðustu augnablikum knattspyrnunnar fyrir milljónir áhorfenda um allan heim,“ sagði Ehling í viðtali. The napkin upon which Lionel Messi s first Barcelona agreement was informally written will be sold at auction.Bonhams will run the auction with a starting price of £300,000 ($381k).More from @Millar_Colin and @polballus https://t.co/ez5acrfzxk— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 31, 2024 Umboðsmaðurinn Gaggioli kallaði atvikið á veitingastaðnum í Barcelona „stórkostlegt augnablik“. „Servíettan braut ísinn. Lögfræðingar mínir litu á hana. Á servíettunni var allt sem þurfti, nafnið mitt, nafnið hans og dagsetningin. Henni var þinglýst og þetta var löglegt skjal.“ „Hún verður hluti af lífi mínu um alla tíð. Spænski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Lionel Messi var aðeins þrettán ára gamall þegar hann skrifaði undir sinn fyrsta samning við Barcelona. Skrifað var undir samninginn þann 14. desember árið 2000 en Messi var eftirsóttur og sótti Carles Rexach, þáverandi forseti Barcelona, hart að sækja Argentínumanninn. Ákvörðun sem hann sér varla eftir í dag. Messi hafði verið á reynslu hjá spænsku risunum í september sama ár og skrifað var undir samninginn. Hann heillaði þá sem fylgdust með en innan félagsins heyrðust raddir um að ekki væri rétt að skrifa undir samning við þetta ungan leikmann sem þar að auki kom alla leið frá Argentínu. Ætluðu að bjóða Messi til Real Madrid Rexach óttaðist að Barcelona myndi missa af Messi og hafði Horacio Gaggioli, umboðsmaður Messi, sagt Rexach að ef Barcelona myndi ekki drífa sig í að klára samninginn þá myndi hann bjóða Messi til annarra félaga og var Real Madrid þar á meðal. Rexach brást fljótt við og bauð Gaggioli til kvöldverðar í Barcelona. Hann hafði engan tíma til að prenta út samning en þurfti undirskrift umboðsmannsins engu að síður. Lausn Rexach var að grípa servíettu sem þeir félagar skrifuðu samninginn á. Á servíettunni var samkomulag reifað en viðstaddir voru tveir umboðsmenn Messi, Carles Rexach auk starfsmanns Barcelona. „Servíettan braut ísinn“ Umrædd servíetta er nú á leið á uppboð hjá uppboðshúsinu Bonhams í London. Uppboðið fer fram 18.- 27. mars og verður upphafsverðið 300.000 pund eða rúmlega 50 milljónir íslenskra króna. Ian Hehling, yfirmaður hjá Bonhams uppboðshúsinu segir að servíettan sé einn af þeim mest spennandi hlutum sem hann hefur komist í snertingu við. „Þetta er servíetta en hún markaði upphaf ferils Lionel Messi. Þetta breytti lífi Messi, framtíð FC Barcelona og var upphafið að nokkrum af mögnuðustu augnablikum knattspyrnunnar fyrir milljónir áhorfenda um allan heim,“ sagði Ehling í viðtali. The napkin upon which Lionel Messi s first Barcelona agreement was informally written will be sold at auction.Bonhams will run the auction with a starting price of £300,000 ($381k).More from @Millar_Colin and @polballus https://t.co/ez5acrfzxk— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 31, 2024 Umboðsmaðurinn Gaggioli kallaði atvikið á veitingastaðnum í Barcelona „stórkostlegt augnablik“. „Servíettan braut ísinn. Lögfræðingar mínir litu á hana. Á servíettunni var allt sem þurfti, nafnið mitt, nafnið hans og dagsetningin. Henni var þinglýst og þetta var löglegt skjal.“ „Hún verður hluti af lífi mínu um alla tíð.
Spænski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn