Segist ekki hafa verið metinn að verðleikum og að tilkynningin hafi frelsað sig Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. janúar 2024 23:31 Xavi virðist frekar feginn yfir því að vera að hætta sem knattspyrnustjóri Barcelona. Diego Souto/Getty Images Xavi Hernandez, fráfarandi knattspyrnustjóri Barcelona, segir að honum líði eins og hann hafi verið frelsaður eftir að hann tilkynnti um að hann myndi hætta sem stjóri liðsins að yfirstandandi tímabili loknu. Xavi gerði Barcelona að spænsku meisturum á sínu fyrsta heila tímabili sem þjálfari liðsins tímabilið 2022-2023. Gengi Börsunga á yfirstandandi tímabili hefur hins vegar ekki verið upp á marga fiska og liðið situr i fjórða sæti spænsku deildarinnar með 44 stig eftir 21 leik, ellefu stigum á eftir toppliði Girona. Börsungar máttu svo þola 5-3 tap gegn Villarreal á heimavelli síðastliðinn laugardag og eftir tapið greindi Xavi frá ákvörðun sinni að yfirgefa félagið í sumar. Xavi, sem lék stærstan hluta leikmannaferils síns hjá Barcelona, virðist þó vera heldur feginn að vera losna úr starfinu. Hann segist hafa verið búinn að taka ákvörðunina fyrir löngu. „Það sem við gerum er ekki metið að verðleikum og það er þess vegna sem ég tók ákvörðun um að þetta yrði mitt síðasta tímabil sem þjálfari,“ sagði Xavi. „Þeir láta þér líða eins og þú sért ekki verðugur, á hverjum einasta degi. Þetta hefur komið fyrir alla þjálfara. Ég ræddi við Pep Guardiola og hann var búinn að segja mér þetta og Ernesto Valverdi líka. Með Luis Enrique get ég séð þetta og ég horfði á hann þjást.“ „Ég er búinn að heyra að ég hafi tekið þessa ákvörðun af ýmsum ástæðum. En nei, ég tók þessa ákvörðun af því að mér finnst mín vinna og það sem við höfum gert ekki vera metið að verðleikum. Þess vegna tók ég þessa ákvörðun fyrir löngu. Raunar tók ég þessa ákvörðun í upphafi tímabilsins,“ bætti Xavi við. „Mér fannst tilkynningin frelsa mig á persónulegum nótum, en ég er enn staðráðinn í að gera vel,“ sagði Xavi að lokum. "It seems you have your life at stake during every single moment"Xavi claims that he has never felt valued at Barcelona and that it has made his job 'unenjoyable' pic.twitter.com/dUiCJ1zOmF— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 30, 2024 Spænski boltinn Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Xavi gerði Barcelona að spænsku meisturum á sínu fyrsta heila tímabili sem þjálfari liðsins tímabilið 2022-2023. Gengi Börsunga á yfirstandandi tímabili hefur hins vegar ekki verið upp á marga fiska og liðið situr i fjórða sæti spænsku deildarinnar með 44 stig eftir 21 leik, ellefu stigum á eftir toppliði Girona. Börsungar máttu svo þola 5-3 tap gegn Villarreal á heimavelli síðastliðinn laugardag og eftir tapið greindi Xavi frá ákvörðun sinni að yfirgefa félagið í sumar. Xavi, sem lék stærstan hluta leikmannaferils síns hjá Barcelona, virðist þó vera heldur feginn að vera losna úr starfinu. Hann segist hafa verið búinn að taka ákvörðunina fyrir löngu. „Það sem við gerum er ekki metið að verðleikum og það er þess vegna sem ég tók ákvörðun um að þetta yrði mitt síðasta tímabil sem þjálfari,“ sagði Xavi. „Þeir láta þér líða eins og þú sért ekki verðugur, á hverjum einasta degi. Þetta hefur komið fyrir alla þjálfara. Ég ræddi við Pep Guardiola og hann var búinn að segja mér þetta og Ernesto Valverdi líka. Með Luis Enrique get ég séð þetta og ég horfði á hann þjást.“ „Ég er búinn að heyra að ég hafi tekið þessa ákvörðun af ýmsum ástæðum. En nei, ég tók þessa ákvörðun af því að mér finnst mín vinna og það sem við höfum gert ekki vera metið að verðleikum. Þess vegna tók ég þessa ákvörðun fyrir löngu. Raunar tók ég þessa ákvörðun í upphafi tímabilsins,“ bætti Xavi við. „Mér fannst tilkynningin frelsa mig á persónulegum nótum, en ég er enn staðráðinn í að gera vel,“ sagði Xavi að lokum. "It seems you have your life at stake during every single moment"Xavi claims that he has never felt valued at Barcelona and that it has made his job 'unenjoyable' pic.twitter.com/dUiCJ1zOmF— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 30, 2024
Spænski boltinn Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira