Segist ekki hafa verið metinn að verðleikum og að tilkynningin hafi frelsað sig Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. janúar 2024 23:31 Xavi virðist frekar feginn yfir því að vera að hætta sem knattspyrnustjóri Barcelona. Diego Souto/Getty Images Xavi Hernandez, fráfarandi knattspyrnustjóri Barcelona, segir að honum líði eins og hann hafi verið frelsaður eftir að hann tilkynnti um að hann myndi hætta sem stjóri liðsins að yfirstandandi tímabili loknu. Xavi gerði Barcelona að spænsku meisturum á sínu fyrsta heila tímabili sem þjálfari liðsins tímabilið 2022-2023. Gengi Börsunga á yfirstandandi tímabili hefur hins vegar ekki verið upp á marga fiska og liðið situr i fjórða sæti spænsku deildarinnar með 44 stig eftir 21 leik, ellefu stigum á eftir toppliði Girona. Börsungar máttu svo þola 5-3 tap gegn Villarreal á heimavelli síðastliðinn laugardag og eftir tapið greindi Xavi frá ákvörðun sinni að yfirgefa félagið í sumar. Xavi, sem lék stærstan hluta leikmannaferils síns hjá Barcelona, virðist þó vera heldur feginn að vera losna úr starfinu. Hann segist hafa verið búinn að taka ákvörðunina fyrir löngu. „Það sem við gerum er ekki metið að verðleikum og það er þess vegna sem ég tók ákvörðun um að þetta yrði mitt síðasta tímabil sem þjálfari,“ sagði Xavi. „Þeir láta þér líða eins og þú sért ekki verðugur, á hverjum einasta degi. Þetta hefur komið fyrir alla þjálfara. Ég ræddi við Pep Guardiola og hann var búinn að segja mér þetta og Ernesto Valverdi líka. Með Luis Enrique get ég séð þetta og ég horfði á hann þjást.“ „Ég er búinn að heyra að ég hafi tekið þessa ákvörðun af ýmsum ástæðum. En nei, ég tók þessa ákvörðun af því að mér finnst mín vinna og það sem við höfum gert ekki vera metið að verðleikum. Þess vegna tók ég þessa ákvörðun fyrir löngu. Raunar tók ég þessa ákvörðun í upphafi tímabilsins,“ bætti Xavi við. „Mér fannst tilkynningin frelsa mig á persónulegum nótum, en ég er enn staðráðinn í að gera vel,“ sagði Xavi að lokum. "It seems you have your life at stake during every single moment"Xavi claims that he has never felt valued at Barcelona and that it has made his job 'unenjoyable' pic.twitter.com/dUiCJ1zOmF— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 30, 2024 Spænski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira
Xavi gerði Barcelona að spænsku meisturum á sínu fyrsta heila tímabili sem þjálfari liðsins tímabilið 2022-2023. Gengi Börsunga á yfirstandandi tímabili hefur hins vegar ekki verið upp á marga fiska og liðið situr i fjórða sæti spænsku deildarinnar með 44 stig eftir 21 leik, ellefu stigum á eftir toppliði Girona. Börsungar máttu svo þola 5-3 tap gegn Villarreal á heimavelli síðastliðinn laugardag og eftir tapið greindi Xavi frá ákvörðun sinni að yfirgefa félagið í sumar. Xavi, sem lék stærstan hluta leikmannaferils síns hjá Barcelona, virðist þó vera heldur feginn að vera losna úr starfinu. Hann segist hafa verið búinn að taka ákvörðunina fyrir löngu. „Það sem við gerum er ekki metið að verðleikum og það er þess vegna sem ég tók ákvörðun um að þetta yrði mitt síðasta tímabil sem þjálfari,“ sagði Xavi. „Þeir láta þér líða eins og þú sért ekki verðugur, á hverjum einasta degi. Þetta hefur komið fyrir alla þjálfara. Ég ræddi við Pep Guardiola og hann var búinn að segja mér þetta og Ernesto Valverdi líka. Með Luis Enrique get ég séð þetta og ég horfði á hann þjást.“ „Ég er búinn að heyra að ég hafi tekið þessa ákvörðun af ýmsum ástæðum. En nei, ég tók þessa ákvörðun af því að mér finnst mín vinna og það sem við höfum gert ekki vera metið að verðleikum. Þess vegna tók ég þessa ákvörðun fyrir löngu. Raunar tók ég þessa ákvörðun í upphafi tímabilsins,“ bætti Xavi við. „Mér fannst tilkynningin frelsa mig á persónulegum nótum, en ég er enn staðráðinn í að gera vel,“ sagði Xavi að lokum. "It seems you have your life at stake during every single moment"Xavi claims that he has never felt valued at Barcelona and that it has made his job 'unenjoyable' pic.twitter.com/dUiCJ1zOmF— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 30, 2024
Spænski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira