Fólk sleppi því að vera á ferðinni um miðjan dag á morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2024 19:24 Búast má við skafrenningi víða á morgu, með tilheyrandi áhrifum á akstursskilyrði. Vísir/Vilhelm Búast má við hríðarbyl víða um land á morgun. Útlit er fyrir að veðrið gangi fyrst yfir Reykjanesskagann, færist svo að höfuðborgarsvæðinu og loks með ströndinni austur fyrir Eyjafjöll. Viðbúið er að færð versni á skömmum tíma og skyggni verði lítið. Veðurfræðingur mælir með því að fólk reyni að sleppa því að vera á ferðinni á meðan veðrið gengur yfir. „Þetta er dálítið sérstök staða sem nú er í gangi. Við erum auðvitað með allan þennan snjó, og það er enn að snjóa suðvestanlands í kvöld og nótt með þessum éljum,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá veðurvaktinni og Blika.is. „Úti á Grænlandshafi er dálítil gömul lægð, hálofta-, köld lægð og svo er önnur sem er í miklum vexti suðaustur af landinu og kemur ekki hér við sögu, en hún eiginlega ryksugar þessa til sín. Þegar það gerist um miðjan dag á morgun þá skellur hér á okkur dálítill vestanstrengur. Frá Snæfellsnesi, við Faxaflóa, Suðurnesjum og á Suðurlandi, austur fyrir Eyjafjöll og Mýrdal. Það er bara þannig, ef það er útlit fyrir einhverja 15 til 20 metra á sekúndu, að þessi snjór fer bara allur af stað og gerir bara skafrenning,“ segir Einar. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Útlit sé fyrir að veðrið byrji að versna á Suðurnesjum rétt fyrir hádegi. Þá verði mjög blint og skafrenningur, og jafnvel él og snjókoma. Gera megi ráð fyrir því að umferð fari úr skorðum á meðan veðrið gengur yfir. „Þetta er í svona þrjá tíma yfir miðjan daginn, og aðeins seinna og fram á síðdegi austur í sveitum.“ Veðrið muni fara um suðvestanvert landið og austur með ströndinni. „Það hvessir líka austur við Klaustur og austur við Skaftafell, á Öræfum og þar. Það er þá frekar undir kvöldið. En mér sýnist þetta ætla að verða verst hér á Suðurnesjum.“ Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.Vísir Færir vegir fljótir að fyllast Vegagerðin hafi lýst yfir óvissuástandi frá klukkan 9 í fyrramálið. Víða sé búið að ryðja vegi, en ekki muni líða að löngu þar til illfært, eða jafnvel ófært, verði um vegi á þeim svæðum sem veðrið gengur yfir. „Það komast allir til vinnu og skóla í fyrramálið. Það er fínasta veður fyrst í fyrramálið, áður en þetta brestur á.“ Þó sé nokkur óvissa um tímasetningar. „Það er nokkuð tryggt að það komi til með að hvessa. Nákvæmlega hvenær það verður, það er líklegt að það veðri um miðjan daginn, jafnvel aðeins fyrr.“ Fólk verði að fylgjast vel með veðurfréttum í kvöld og líta eftir mögulegum breytingum á veðurspám. „Og helst að vera ekkert á ferðinni. Hvorki innan bæjar né utan, svona á meðan þetta er verst.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi í kvöld frá sér tilkynningu þar sem varað var við skafrenningi, éli og snjókomu fyrir hádegi og þar til síðdegis.“ „Bæði verður blint og hætt við verulegri ófærð jafnt innan bæjar sem á vegum. Hálka í kortunum Til lengri tíma litið megi búast við því að hlýni stuttlega á fimmtudag. Síðan frysti ofan í það, með tilheyrandi hættu á fljúgandi hálku. „Þetta er erfitt vetrarástand. Flughálka og alls konar í þessu. Svo í lengri framtíð sjáum við einhverja norðanátt. En fyrst og fremst erum við að horfa á þetta á morgun, því skafrenningur í þéttbýlinu suðvestanlands, hann hefur mjög mikil áhrif þegar snjórinn fer af stað.“ Dregur úr vindi annað kvöld Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa og Breiðafjörð frá og með hádegi á morgun. Gular viðvaranir taka gildi á morgun.Veðurstofa Íslands Í hugleiðingum veðurfræðings af vef Veðurstofu Íslands segir að búast megi við vestan kalda eða strekkingi á morgun og éljum. „Um hádegi er útlit fyrir að það hvessi á sunnanverðu landinu, hvassviðri eða stormur þar síðdegis og varasamt ferðaveður. Þessi vestan strengur hefur verið nokkuð á reiki í spám síðustu daga og er fólk hvatt til að fylgjast með veðurspám. Annað kvöld dregur svo úr vindi og ofankomu.“ Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að óvissustig verði í gildi á fjölda vega, og þeir geti lokað með stuttum fyrirvara. Vegirnir eru eftirfarandi: Hellisheiði Þrengsli Mosfellsheiði Kjalarnes Hafnarfjall Suðurstrandarvegur Reykjanesbraut Grindavíkurvegur Lyngdalsheiði Akrafjallshringur Borgafjörður Hvalfjörður Mýrar Hringvegur (1) milli Hveragerðis og Markarfljóts Uppsveitir Suðurlands Árborgarhringur Þá verður Krýsuvíkurvegi lokað klukkan 6:00 í fyrramálið. Veður Tengdar fréttir Engin verðmætabjörgun í Grindavík á morgun Íbúum og fyrirtækjum í Grindavík verður ekki gefinn kostur á að fara inn til Grindavíkur á morgun líkt og til stóð. Ástæðan er gul veðurviðvörun sem gefin hefur verið út á svæðinu, þar sem vestan hvassviðri eða stormur með dimmum éljum mun ganga yfir. 30. janúar 2024 15:33 Svöl suðvestanátt í dag en stormur á morgun Hægfara lægð er nú á Grænlandshafi og beinir hún til okkar svalri suðvestlægri átt þar sem víða má gera ráð fyrir tíu til átján metrum á sekúndu. Spáð er dimmum éljum og að hvassast verði í éljahryðjum. 30. janúar 2024 07:12 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
„Þetta er dálítið sérstök staða sem nú er í gangi. Við erum auðvitað með allan þennan snjó, og það er enn að snjóa suðvestanlands í kvöld og nótt með þessum éljum,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá veðurvaktinni og Blika.is. „Úti á Grænlandshafi er dálítil gömul lægð, hálofta-, köld lægð og svo er önnur sem er í miklum vexti suðaustur af landinu og kemur ekki hér við sögu, en hún eiginlega ryksugar þessa til sín. Þegar það gerist um miðjan dag á morgun þá skellur hér á okkur dálítill vestanstrengur. Frá Snæfellsnesi, við Faxaflóa, Suðurnesjum og á Suðurlandi, austur fyrir Eyjafjöll og Mýrdal. Það er bara þannig, ef það er útlit fyrir einhverja 15 til 20 metra á sekúndu, að þessi snjór fer bara allur af stað og gerir bara skafrenning,“ segir Einar. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Útlit sé fyrir að veðrið byrji að versna á Suðurnesjum rétt fyrir hádegi. Þá verði mjög blint og skafrenningur, og jafnvel él og snjókoma. Gera megi ráð fyrir því að umferð fari úr skorðum á meðan veðrið gengur yfir. „Þetta er í svona þrjá tíma yfir miðjan daginn, og aðeins seinna og fram á síðdegi austur í sveitum.“ Veðrið muni fara um suðvestanvert landið og austur með ströndinni. „Það hvessir líka austur við Klaustur og austur við Skaftafell, á Öræfum og þar. Það er þá frekar undir kvöldið. En mér sýnist þetta ætla að verða verst hér á Suðurnesjum.“ Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.Vísir Færir vegir fljótir að fyllast Vegagerðin hafi lýst yfir óvissuástandi frá klukkan 9 í fyrramálið. Víða sé búið að ryðja vegi, en ekki muni líða að löngu þar til illfært, eða jafnvel ófært, verði um vegi á þeim svæðum sem veðrið gengur yfir. „Það komast allir til vinnu og skóla í fyrramálið. Það er fínasta veður fyrst í fyrramálið, áður en þetta brestur á.“ Þó sé nokkur óvissa um tímasetningar. „Það er nokkuð tryggt að það komi til með að hvessa. Nákvæmlega hvenær það verður, það er líklegt að það veðri um miðjan daginn, jafnvel aðeins fyrr.“ Fólk verði að fylgjast vel með veðurfréttum í kvöld og líta eftir mögulegum breytingum á veðurspám. „Og helst að vera ekkert á ferðinni. Hvorki innan bæjar né utan, svona á meðan þetta er verst.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi í kvöld frá sér tilkynningu þar sem varað var við skafrenningi, éli og snjókomu fyrir hádegi og þar til síðdegis.“ „Bæði verður blint og hætt við verulegri ófærð jafnt innan bæjar sem á vegum. Hálka í kortunum Til lengri tíma litið megi búast við því að hlýni stuttlega á fimmtudag. Síðan frysti ofan í það, með tilheyrandi hættu á fljúgandi hálku. „Þetta er erfitt vetrarástand. Flughálka og alls konar í þessu. Svo í lengri framtíð sjáum við einhverja norðanátt. En fyrst og fremst erum við að horfa á þetta á morgun, því skafrenningur í þéttbýlinu suðvestanlands, hann hefur mjög mikil áhrif þegar snjórinn fer af stað.“ Dregur úr vindi annað kvöld Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa og Breiðafjörð frá og með hádegi á morgun. Gular viðvaranir taka gildi á morgun.Veðurstofa Íslands Í hugleiðingum veðurfræðings af vef Veðurstofu Íslands segir að búast megi við vestan kalda eða strekkingi á morgun og éljum. „Um hádegi er útlit fyrir að það hvessi á sunnanverðu landinu, hvassviðri eða stormur þar síðdegis og varasamt ferðaveður. Þessi vestan strengur hefur verið nokkuð á reiki í spám síðustu daga og er fólk hvatt til að fylgjast með veðurspám. Annað kvöld dregur svo úr vindi og ofankomu.“ Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að óvissustig verði í gildi á fjölda vega, og þeir geti lokað með stuttum fyrirvara. Vegirnir eru eftirfarandi: Hellisheiði Þrengsli Mosfellsheiði Kjalarnes Hafnarfjall Suðurstrandarvegur Reykjanesbraut Grindavíkurvegur Lyngdalsheiði Akrafjallshringur Borgafjörður Hvalfjörður Mýrar Hringvegur (1) milli Hveragerðis og Markarfljóts Uppsveitir Suðurlands Árborgarhringur Þá verður Krýsuvíkurvegi lokað klukkan 6:00 í fyrramálið.
Veður Tengdar fréttir Engin verðmætabjörgun í Grindavík á morgun Íbúum og fyrirtækjum í Grindavík verður ekki gefinn kostur á að fara inn til Grindavíkur á morgun líkt og til stóð. Ástæðan er gul veðurviðvörun sem gefin hefur verið út á svæðinu, þar sem vestan hvassviðri eða stormur með dimmum éljum mun ganga yfir. 30. janúar 2024 15:33 Svöl suðvestanátt í dag en stormur á morgun Hægfara lægð er nú á Grænlandshafi og beinir hún til okkar svalri suðvestlægri átt þar sem víða má gera ráð fyrir tíu til átján metrum á sekúndu. Spáð er dimmum éljum og að hvassast verði í éljahryðjum. 30. janúar 2024 07:12 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Engin verðmætabjörgun í Grindavík á morgun Íbúum og fyrirtækjum í Grindavík verður ekki gefinn kostur á að fara inn til Grindavíkur á morgun líkt og til stóð. Ástæðan er gul veðurviðvörun sem gefin hefur verið út á svæðinu, þar sem vestan hvassviðri eða stormur með dimmum éljum mun ganga yfir. 30. janúar 2024 15:33
Svöl suðvestanátt í dag en stormur á morgun Hægfara lægð er nú á Grænlandshafi og beinir hún til okkar svalri suðvestlægri átt þar sem víða má gera ráð fyrir tíu til átján metrum á sekúndu. Spáð er dimmum éljum og að hvassast verði í éljahryðjum. 30. janúar 2024 07:12