„Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur“ Jón Þór Stefánsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 30. janúar 2024 13:01 Bjarni Benediktsson segir að gagnrýni á sig sem utanríkisráðherra hafi að mestu verið tilefnislaus. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar. Aðspurður um gagnrýni sem hann hafi fengið á skömmum tíma sínum sem utanríkisráðherra segir hann hana fyrst og fremst hafa verið tilefnislausa og innihaldslausa að hans mati. „Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur ef ég er ánægður með ákvarðanirnar sem ég er að taka. Þá truflar það mig ekki hvort ákvarðanirnar séu á einhverjum tímapunkti umdeildar.“ sagði Bjarni við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, og bætti við að hann teldi sjálfan sig hafa tekið góðar ákvarðanir í nýja ráðuneytinu. Varðandi greiðslurnar til Flóttamannaaðstoðarinnar segir Bjarni mikilvægt að fá fullnægjandi skýringar á þeim ásökunum sem koma hafa fram í garð hennar. Hann segir ekki valkost að líta hjá ásökununum. Hann bendir á að önnur ríki sem Ísland beri sig saman við hafi tekið sams konar ákvarðanir. Þingflokksformaður Vinstri grænna, Orri Páll Jóhannsson, sagði í gær að honum hefði þótt betra ef Bjarni hefði rætt frystinguna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. Aðspurður út í það sjónarmið segir Bjarni að ákvörðunin muni ekki hafa varanleg áhrif. „Engin ákvörðun hefur verið tekin um að hætta stuðningi við stofnuna,“ segir hann og minnist á að greiðslurnar sem um ræðir hafi átt að berast eftir fyrsta ársfjórðung þessa árs. Þá segir hann að það megi ekki gerast að dregið verði úr mannúðaraðstoð á svæðinu. Ef það kemur út úr rannsókninni að starfsmenn hafi gerst brotlegir mun þá Ísland draga úr styrk til þessarar stofnunar? „Það fer allt eftir því hvernig á því verður tekið og hvort að mönnum líði eins og komist hafi verið að rót vandans. Það er alls ekkert hægt að tjá sig um það núna. Það er svo margt á huldu um til dæmis eðli ásakannana.“ Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Flóttamenn Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Aðspurður um gagnrýni sem hann hafi fengið á skömmum tíma sínum sem utanríkisráðherra segir hann hana fyrst og fremst hafa verið tilefnislausa og innihaldslausa að hans mati. „Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur ef ég er ánægður með ákvarðanirnar sem ég er að taka. Þá truflar það mig ekki hvort ákvarðanirnar séu á einhverjum tímapunkti umdeildar.“ sagði Bjarni við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, og bætti við að hann teldi sjálfan sig hafa tekið góðar ákvarðanir í nýja ráðuneytinu. Varðandi greiðslurnar til Flóttamannaaðstoðarinnar segir Bjarni mikilvægt að fá fullnægjandi skýringar á þeim ásökunum sem koma hafa fram í garð hennar. Hann segir ekki valkost að líta hjá ásökununum. Hann bendir á að önnur ríki sem Ísland beri sig saman við hafi tekið sams konar ákvarðanir. Þingflokksformaður Vinstri grænna, Orri Páll Jóhannsson, sagði í gær að honum hefði þótt betra ef Bjarni hefði rætt frystinguna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. Aðspurður út í það sjónarmið segir Bjarni að ákvörðunin muni ekki hafa varanleg áhrif. „Engin ákvörðun hefur verið tekin um að hætta stuðningi við stofnuna,“ segir hann og minnist á að greiðslurnar sem um ræðir hafi átt að berast eftir fyrsta ársfjórðung þessa árs. Þá segir hann að það megi ekki gerast að dregið verði úr mannúðaraðstoð á svæðinu. Ef það kemur út úr rannsókninni að starfsmenn hafi gerst brotlegir mun þá Ísland draga úr styrk til þessarar stofnunar? „Það fer allt eftir því hvernig á því verður tekið og hvort að mönnum líði eins og komist hafi verið að rót vandans. Það er alls ekkert hægt að tjá sig um það núna. Það er svo margt á huldu um til dæmis eðli ásakannana.“ Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Flóttamenn Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira