Innlent

Lokað milli Ísa­fjarðar og Súðavíkur vegna snjóflóðs

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Ísafirði. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Frá Ísafirði. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Egill

Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur hefur verið lokað eftir að stórt snjófljóð féll úr Súðavíkurhlíð. Vegurinn verður ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið.

Þetta kemur fram í Facebookfærslu Lögreglunnar á Vestufjörðum. Þar segir einnig að verði einhver innlyksa í Súðavík geti hann haft samband við lögregluna í gegnum Neyðarlínuna.

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er einnig lokað yfir Hálfdán, milli Tálknafjarðar og Bíldudals vegna stórhríðar. Í Ísafjarðardjúpi er að mestu snjóþekja og skafrenningur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×