Síbrotapar dældi ítrekað á bílinn án þess að borga Árni Sæberg skrifar 29. janúar 2024 15:27 Parið stal meðal annars eldsneyti af Olís á Selfossi. Já.is Karlmaður og kona, sem eiga bæði langan sakaferil að baki, hafa verið dæmd til skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að rækta kannabisplöntur og fjölda þjófnaða. Þau lögðu það í vana sinn að dæla eldsneyti á bíl og aka á brott án þess að greiða fyrir. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands segir að karlinn og konan hafi bæði verið ákærð fyrir að hafa í maí árið 2022 sameiginlega haft í vörslum sínum í íbúðarhúsi 23 kannabisplöntur í ræktun, sem voru á milli fjögurra og 123 sentímtra á hæð og vógu samtals 2.184 grömm og 62,51 grömm af kannabislaufum, sem lögregla fann við leit umrætt sinn og fyrir að hafa um nokkurt skeið fram til þess dags sameiginlega ræktað þar framangreindar kannabisplöntur. Konan stórtækari í eldsneytisþjófnaði Þá segir að konan hafi verið ákærð fyrir þjófnaði með því að hafa í samtals átján skipti, á eldsneytisstöðvum Olís á Selfossi, í Reykjavík og í Garðabæ, stolið eldsneyti samtals að andvirði 174 þúsund krónur, með því að dæla eldsneyti á bifreið og aka á brott án þess að greiða fyrir eldsneytið. Karlmaðurinn hafi verið ákærður fyrir sams konar brot, eða fyrir að hafa í tvö skipti leikið sama leik og konan og þannig stolið eldsneyti fyrir tuttugu þúsund krónur. Loks var konan ákærð fyrir að hafa ekið án ökuréttinda í fjögur skipti. Hegningarauki fyrir bæði Í dóminum segir að parið hafi ekki mætt við þingfestingu málsins og því hafi málið verið dómtekið eins og það hefði verið sannað, í samræmi við lög um meðferð sakamála. Þá segir að samkvæmt framlögðu sakarvottorði hafi konan átta sinnum hlotið refsidóm, þar af fimm sinnum vegna þjófnaðar. Nýjasti dómurinn sé frá árinu 2022, þegar hún var dæmd í fimm mánaða fangelsi. Hún hafi framið þau brot sem hún sætti ákæru fyrir nú fyrir uppkvaðningu þess dóms og því verði henni gerður hegningarauki. Karlmaðurinn eigi samkvæmt sakarvottorði enn lengri brotaferil að baki. Hann hafi frá árinu 1990 hlotið 24 refsidóma, nú síðast í janúar í fyrra, þegar hann hlaut eins árs dóm. Því yrði honum einnig dæmdur hegningarauki. Með vísan til sakarferils fólksins var ekki talið unnt að skilorðsbinda refsingu þess, sem var hæfilega ákveðin sextíu daga fangelsi. Olís klúðraði bótakröfunni Auk kröfu ákæruvaldsins um refsingu parsins gerði Olís ehf. einkaréttarkröfu á hendur þeim til heimtu skaðabóta. Olís krafðist annars vegar skaðabóta upp á 48 þúsund krónur frá konunni og 146 þúsund krónur frá parinu óskipt. Dóminum segir að í gögnum málsins hafi sömu kröfur verið að finna og öryggisstjóri Olís hafi ritað undir þær, fyrir hönd félagsins. Hvorki yrði séð af gögnum málsins að öryggisstjórinn sé fyrirsvarsmaður félagsins í skilningi laga um meðferð einkamála, né að hann hafi réttindi til málflutnings fyrir dómi. Því væri það mat dómsins að öryggisstjórann hafi skort hæfi til að setja fram kröfu í málinu og því bæri að vísa einkaréttarkröfunum frá dómi. Bensín og olía Árborg Reykjavík Garðabær Dómsmál Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Suðurlands segir að karlinn og konan hafi bæði verið ákærð fyrir að hafa í maí árið 2022 sameiginlega haft í vörslum sínum í íbúðarhúsi 23 kannabisplöntur í ræktun, sem voru á milli fjögurra og 123 sentímtra á hæð og vógu samtals 2.184 grömm og 62,51 grömm af kannabislaufum, sem lögregla fann við leit umrætt sinn og fyrir að hafa um nokkurt skeið fram til þess dags sameiginlega ræktað þar framangreindar kannabisplöntur. Konan stórtækari í eldsneytisþjófnaði Þá segir að konan hafi verið ákærð fyrir þjófnaði með því að hafa í samtals átján skipti, á eldsneytisstöðvum Olís á Selfossi, í Reykjavík og í Garðabæ, stolið eldsneyti samtals að andvirði 174 þúsund krónur, með því að dæla eldsneyti á bifreið og aka á brott án þess að greiða fyrir eldsneytið. Karlmaðurinn hafi verið ákærður fyrir sams konar brot, eða fyrir að hafa í tvö skipti leikið sama leik og konan og þannig stolið eldsneyti fyrir tuttugu þúsund krónur. Loks var konan ákærð fyrir að hafa ekið án ökuréttinda í fjögur skipti. Hegningarauki fyrir bæði Í dóminum segir að parið hafi ekki mætt við þingfestingu málsins og því hafi málið verið dómtekið eins og það hefði verið sannað, í samræmi við lög um meðferð sakamála. Þá segir að samkvæmt framlögðu sakarvottorði hafi konan átta sinnum hlotið refsidóm, þar af fimm sinnum vegna þjófnaðar. Nýjasti dómurinn sé frá árinu 2022, þegar hún var dæmd í fimm mánaða fangelsi. Hún hafi framið þau brot sem hún sætti ákæru fyrir nú fyrir uppkvaðningu þess dóms og því verði henni gerður hegningarauki. Karlmaðurinn eigi samkvæmt sakarvottorði enn lengri brotaferil að baki. Hann hafi frá árinu 1990 hlotið 24 refsidóma, nú síðast í janúar í fyrra, þegar hann hlaut eins árs dóm. Því yrði honum einnig dæmdur hegningarauki. Með vísan til sakarferils fólksins var ekki talið unnt að skilorðsbinda refsingu þess, sem var hæfilega ákveðin sextíu daga fangelsi. Olís klúðraði bótakröfunni Auk kröfu ákæruvaldsins um refsingu parsins gerði Olís ehf. einkaréttarkröfu á hendur þeim til heimtu skaðabóta. Olís krafðist annars vegar skaðabóta upp á 48 þúsund krónur frá konunni og 146 þúsund krónur frá parinu óskipt. Dóminum segir að í gögnum málsins hafi sömu kröfur verið að finna og öryggisstjóri Olís hafi ritað undir þær, fyrir hönd félagsins. Hvorki yrði séð af gögnum málsins að öryggisstjórinn sé fyrirsvarsmaður félagsins í skilningi laga um meðferð einkamála, né að hann hafi réttindi til málflutnings fyrir dómi. Því væri það mat dómsins að öryggisstjórann hafi skort hæfi til að setja fram kröfu í málinu og því bæri að vísa einkaréttarkröfunum frá dómi.
Bensín og olía Árborg Reykjavík Garðabær Dómsmál Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira