Síbrotapar dældi ítrekað á bílinn án þess að borga Árni Sæberg skrifar 29. janúar 2024 15:27 Parið stal meðal annars eldsneyti af Olís á Selfossi. Já.is Karlmaður og kona, sem eiga bæði langan sakaferil að baki, hafa verið dæmd til skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að rækta kannabisplöntur og fjölda þjófnaða. Þau lögðu það í vana sinn að dæla eldsneyti á bíl og aka á brott án þess að greiða fyrir. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands segir að karlinn og konan hafi bæði verið ákærð fyrir að hafa í maí árið 2022 sameiginlega haft í vörslum sínum í íbúðarhúsi 23 kannabisplöntur í ræktun, sem voru á milli fjögurra og 123 sentímtra á hæð og vógu samtals 2.184 grömm og 62,51 grömm af kannabislaufum, sem lögregla fann við leit umrætt sinn og fyrir að hafa um nokkurt skeið fram til þess dags sameiginlega ræktað þar framangreindar kannabisplöntur. Konan stórtækari í eldsneytisþjófnaði Þá segir að konan hafi verið ákærð fyrir þjófnaði með því að hafa í samtals átján skipti, á eldsneytisstöðvum Olís á Selfossi, í Reykjavík og í Garðabæ, stolið eldsneyti samtals að andvirði 174 þúsund krónur, með því að dæla eldsneyti á bifreið og aka á brott án þess að greiða fyrir eldsneytið. Karlmaðurinn hafi verið ákærður fyrir sams konar brot, eða fyrir að hafa í tvö skipti leikið sama leik og konan og þannig stolið eldsneyti fyrir tuttugu þúsund krónur. Loks var konan ákærð fyrir að hafa ekið án ökuréttinda í fjögur skipti. Hegningarauki fyrir bæði Í dóminum segir að parið hafi ekki mætt við þingfestingu málsins og því hafi málið verið dómtekið eins og það hefði verið sannað, í samræmi við lög um meðferð sakamála. Þá segir að samkvæmt framlögðu sakarvottorði hafi konan átta sinnum hlotið refsidóm, þar af fimm sinnum vegna þjófnaðar. Nýjasti dómurinn sé frá árinu 2022, þegar hún var dæmd í fimm mánaða fangelsi. Hún hafi framið þau brot sem hún sætti ákæru fyrir nú fyrir uppkvaðningu þess dóms og því verði henni gerður hegningarauki. Karlmaðurinn eigi samkvæmt sakarvottorði enn lengri brotaferil að baki. Hann hafi frá árinu 1990 hlotið 24 refsidóma, nú síðast í janúar í fyrra, þegar hann hlaut eins árs dóm. Því yrði honum einnig dæmdur hegningarauki. Með vísan til sakarferils fólksins var ekki talið unnt að skilorðsbinda refsingu þess, sem var hæfilega ákveðin sextíu daga fangelsi. Olís klúðraði bótakröfunni Auk kröfu ákæruvaldsins um refsingu parsins gerði Olís ehf. einkaréttarkröfu á hendur þeim til heimtu skaðabóta. Olís krafðist annars vegar skaðabóta upp á 48 þúsund krónur frá konunni og 146 þúsund krónur frá parinu óskipt. Dóminum segir að í gögnum málsins hafi sömu kröfur verið að finna og öryggisstjóri Olís hafi ritað undir þær, fyrir hönd félagsins. Hvorki yrði séð af gögnum málsins að öryggisstjórinn sé fyrirsvarsmaður félagsins í skilningi laga um meðferð einkamála, né að hann hafi réttindi til málflutnings fyrir dómi. Því væri það mat dómsins að öryggisstjórann hafi skort hæfi til að setja fram kröfu í málinu og því bæri að vísa einkaréttarkröfunum frá dómi. Bensín og olía Árborg Reykjavík Garðabær Dómsmál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Suðurlands segir að karlinn og konan hafi bæði verið ákærð fyrir að hafa í maí árið 2022 sameiginlega haft í vörslum sínum í íbúðarhúsi 23 kannabisplöntur í ræktun, sem voru á milli fjögurra og 123 sentímtra á hæð og vógu samtals 2.184 grömm og 62,51 grömm af kannabislaufum, sem lögregla fann við leit umrætt sinn og fyrir að hafa um nokkurt skeið fram til þess dags sameiginlega ræktað þar framangreindar kannabisplöntur. Konan stórtækari í eldsneytisþjófnaði Þá segir að konan hafi verið ákærð fyrir þjófnaði með því að hafa í samtals átján skipti, á eldsneytisstöðvum Olís á Selfossi, í Reykjavík og í Garðabæ, stolið eldsneyti samtals að andvirði 174 þúsund krónur, með því að dæla eldsneyti á bifreið og aka á brott án þess að greiða fyrir eldsneytið. Karlmaðurinn hafi verið ákærður fyrir sams konar brot, eða fyrir að hafa í tvö skipti leikið sama leik og konan og þannig stolið eldsneyti fyrir tuttugu þúsund krónur. Loks var konan ákærð fyrir að hafa ekið án ökuréttinda í fjögur skipti. Hegningarauki fyrir bæði Í dóminum segir að parið hafi ekki mætt við þingfestingu málsins og því hafi málið verið dómtekið eins og það hefði verið sannað, í samræmi við lög um meðferð sakamála. Þá segir að samkvæmt framlögðu sakarvottorði hafi konan átta sinnum hlotið refsidóm, þar af fimm sinnum vegna þjófnaðar. Nýjasti dómurinn sé frá árinu 2022, þegar hún var dæmd í fimm mánaða fangelsi. Hún hafi framið þau brot sem hún sætti ákæru fyrir nú fyrir uppkvaðningu þess dóms og því verði henni gerður hegningarauki. Karlmaðurinn eigi samkvæmt sakarvottorði enn lengri brotaferil að baki. Hann hafi frá árinu 1990 hlotið 24 refsidóma, nú síðast í janúar í fyrra, þegar hann hlaut eins árs dóm. Því yrði honum einnig dæmdur hegningarauki. Með vísan til sakarferils fólksins var ekki talið unnt að skilorðsbinda refsingu þess, sem var hæfilega ákveðin sextíu daga fangelsi. Olís klúðraði bótakröfunni Auk kröfu ákæruvaldsins um refsingu parsins gerði Olís ehf. einkaréttarkröfu á hendur þeim til heimtu skaðabóta. Olís krafðist annars vegar skaðabóta upp á 48 þúsund krónur frá konunni og 146 þúsund krónur frá parinu óskipt. Dóminum segir að í gögnum málsins hafi sömu kröfur verið að finna og öryggisstjóri Olís hafi ritað undir þær, fyrir hönd félagsins. Hvorki yrði séð af gögnum málsins að öryggisstjórinn sé fyrirsvarsmaður félagsins í skilningi laga um meðferð einkamála, né að hann hafi réttindi til málflutnings fyrir dómi. Því væri það mat dómsins að öryggisstjórann hafi skort hæfi til að setja fram kröfu í málinu og því bæri að vísa einkaréttarkröfunum frá dómi.
Bensín og olía Árborg Reykjavík Garðabær Dómsmál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira