Innlent

Þor­valdur segir brýnt að ráðast strax í fyrir­byggjandi að­gerðir

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Þorvaldur segir ljóst að Brennisteinsfjöll séu nú orðin virk.
Þorvaldur segir ljóst að Brennisteinsfjöll séu nú orðin virk. Vísir/Arnar

Tveir skjálftar komu eftir hádegi í gær í grennd við Bláfjallaskála og var sá fyrri 2,9 stig og seinni 2,8. 

Á föstudag kom annar upp á 3,1 stig sem fannst víða á höfuðborgarsvæðinu og á föstudagskvöld kom annar upp á 2,4 stig. Í athugasemdum jarðvísindamanns á vef Veðurstofunnar segir að skjálftanir séu á svæði sem tilheyrir Brennisteinsfjöllum og að þar geti komið skjálftar allt að sex stigum.

Í Morgunblaðinu í morgun er rætt við Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing sem segir skjálftahrinuna til marks um að svæðið hafi virkjast. Því sé brýnt að ráðast í alvöru í fyrirbyggjandi aðgerðir og gera áætlanir, komi til goss á svæðinu.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×