Innlent

Sprengi­sandur: Landa­mærin, að­gerðir í Grinda­vík og al­þjóða­mál

Jón Þór Stefánsson skrifar
Sprengisandur hófst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hófst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Bylgjan

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Þórdís Ingadóttir, prófessor við HR, sérfræðingur um starfsemi alþjóðlegra dómstóla verður fyrsti gestur þáttarins. Spurt er hvort dómur Alþjóðadóm­stóls­ins í máli Suður-Afr­íku gegn Ísra­el fyr­ir brot gegn lög­um um þjóðarmorð, muni hafa einhver áhrif á stríðið á Gaza.

Þær Bryndís Haraldsdóttir og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir alþingismenn ætla að ræða innflytjendamál. Eru innviðirnir sprungnir og þarf að skella í lás á landamærunum?

Í kjölfar þeirra rökræða Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra. Aðgerða er þörf vegna ástandsins í Grindavík en þau munu að líkindum hafa mikil áhrif á efnahaginn, á kjarasamninga og húsnæðismarkaðinn ekki síst. Hver er rétta leiðin fram á við?

Í lok þáttar mætir Albert Jónsson, sérfræðingur um alþjóðamál, við freistum þess að líta yfir heimsbyggðina í upphafi þessa mikla kosningaárs, árs sem margir telja að geti orðið afdrifaríkt fyrir lýðræðið í heiminum, enda sæki einræðisöflin víða fram.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×