Innlent

Holta­vörðu­heiði gæti lokast með stuttum fyrir­vara

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Búast má við slæmu ferðaveðri í dag.
Búast má við slæmu ferðaveðri í dag. Vísir/Vilhelm

Óvissustig er í gildi á Holtavörðuheiði. Vegagerðin varar við að hún gæti lokast með stuttum fyrirvara meðan versta veðrið gengur yfir í dag. 

Allhvass vindur með dimmum éljum mun ganga yfir fyrri partinn í dag. Veðurstofa Íslands hefur varað við lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum. 

Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, í Faxaflóa og í Breiðafirði. Viðvaranirnar standa yfir til klukkan þrjú, fjögur og fimm. 

Nánar upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar. Upplýsingar um veðurviðvaranir eru á vef Veðurstofunnar



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×