Innlent

Fær­eyingar gefa Grind­víkingum tíu milljónir

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Rauði krossinn þar í landi hefur staðið fyrir fjársöfnun undanfarna viku.
Rauði krossinn þar í landi hefur staðið fyrir fjársöfnun undanfarna viku. Vísir/Vilhelm

Færeyski Rauði krossinn hefur undanfarna viku staðið fyrir fjársöfnun til að styðja við Grindvíkinga vegna hamfaranna. Rauði krossinn tilkynnti í dag að hann muni gefa 250 þúsund danskar krónur.

Færeyska landsstjórnin ákvað þá að hún skyldi veita Grindvíkingum sömu upphæð og nemur stuðningurinn því hálfri milljón danskra króna eða um tíu milljón íslenskum krónum.

Kringvarpið hefur eftir Jóni Brynjari Birgissyni hjá Rauða krossinum íslenska að „færeysku vinir okkar séu alltaf tilbúnar að hjálpa.“

„Maður þarf aldrei að biðja um hjálp, þeir bjóða sig fram allir sem einn. Eins og vinir gera,“ bætir Jón Brynjar við.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×